Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 194
192
RÁÐUNflUTAFUNDUR 2003
Áhrif túnræktunar á köngulær í graslendi
Bjami E. Guðleifsson1 og Brynhildur Bjamadóttir2
'Rannsóknastofnun landbúnaóarins, Möðruvöllum
'Islenskri erfðagreiningu
YFIRLIT
Yfirborösdýrum var safnað í fallgildrur á þremur túnspildum og þremur sambærilegum úthagaspildum á Möðm-
völlum í Hörgárdal ffá 22. mai 1996 til 27. maí 1997. Túnræktunin leiddi til fækkunar köngulóategunda úr 22 í
17, en í heild var einstaklingsfjöidi svipaður í túni og úthaga. Allar tegundir fundust í meiri fjölda í úthaga en
túnum, nema sortuló og blökkuló sem vom um 79% af köngulóastofninum í túnum, en þar var næst i röðinni
burstaló með einungis 7% af heildinni. I úthaganum ríkti randaló sem var 22%, en næst komu burstaló 17%,
mýrakönguló 13% og sortuló 8%. Hnoðakönguló og mýrakönguló em nær eingöngu virkar á vorin og sömu-
leiðis sortuló, en þar má greina litla haustkynslóð. Randaló er virk bæði snemmsumars og að hausti, en burstaló
einungis að hausti. Vetrarvirkni er mjög lítil, en um miðjan vetur veiddust helst sortuló og snoppuló.
INNGANGUR
Köngulær eru fremur stórir hryggleysingjar, sem að mestu halda til á jarðvegsyfirborðinu eða
á plöntunum. Það má því búast við að túnrækt, s.s. jarðvinnsla, áburðardreifíng, sláttur, beit
og umferð, hafi talsverð áhrif á líf þeirra. Reikna má með að minni köngulóategundir og þær
sem eru hreyfanlegar fylli fyrst út í túnin eftir að röskun hefur orðið við ræktun og nýtingu.
Úthaginn er hins vegar að mestu án mannlegra áhrifa, en helstu inngrip eru mismikil beit.
I verkefninu var gerður samanburður á smádýralífi í gömlum túnum og úthaga, til að fá
upplýsingar um hver eru áhrif mannlegra aðgerða, s.s. áburðar, sláttar og umferðar á smádýra-
lífið. Hér verður einungis gerð grein fyrir áhrifum nýtingarinnar, túnræktunar, á köngulóa-
stofninn.
EFNIVIÐUR
Smádýrum var safnað í fallgildrur á þremur túnspildum og þremur úthagaspildum á Möðm-
völlum i Hörgárdal frá 22. maí 1996 til 27. maí 1997. Túnin vom á þrenns konar jarðvegi;
sandi, móa og mýri. Úthagaspildumar þijár vom í námunda við þær á sams konar jarðvegi.
Settar vom út 6 fallgildrur í beinni línu með um 1 metra millibili og þær tæmdar vikulega yfir
sumartímann (22. mai - 7. október), en einungis ein gildra var notuð á hverri spildu yfir
vetrartímann (8. október - 27. maí) og þá með 5% formalíni til að hindra frystingu og var
gildran þá tæmd með lengra millibili. Gildmmar vom 200 ml plastmál með 38,5 cm2 opi, sem
grafin vora niður þannig að opið nam við jarðvegsyfirborðið, og vom þau með um 80 ml af
vatni með dropa af sápu til að eyða yfirborðsspennu. Eftir tæmingu vom sýnin geymd i 50%
isóprópanóli þar til dýrin vom flokkuð og greind til tegunda. Greiningu önnuðust höfundar
með aðstoð Inga Agnarssonar, sem þá var á Náttúmffæðistofhun íslands. í hvert sinn sem
gildrar vom tæmdar yfir sumartímann vom tekin jarðvegssýni til að mæla jarðraka og einnig
var lesið af jarðvegshitamælum í hverri spildu. Jarðvegssýni til efiiagreininga vom tekin 28.
október. Upplýsingar um túnspildur og niðiustöður hitamælinga og efnagreininga hafa verið
birtar, ásamt lista um öll smádýr sem vom greind (Bjami E. Guðleifsson og Brynhildur
Bjamadóttir 2003). F-gildi var reiknað út fyrir jarðvegsgerðir, tímabil og ræktun með
aðkvarfsgreiningarlíkani í GENSTAT forritinu. Með DECORANA forritinu var reiknuð út
staðsetning reita og köngulóategunda í hnitakerfi.