Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 198
196
RRÐUNfiUTRFUNDUR 2003
Áhrif skógræktar á lífríki
Ásrún Elmarsdóttir', Bjami D. Sigurðsson2, Guðmundur Halldórsson2,
Ólafúr K. Nielsen' og Borgþór Magnússon'
1Náttúrufrœðistofnun Íslands
‘Rannsóknastöð Skógrœktar, Mógilsá
YFIRLIT
SKÓGVIST er samstarfsverkelni Náttúrufræðistofnunar íslands og Skógræktar ríkisins, sem hófst með rann-
sóknum árið 2002 á Fljótsdalshéraði. Markmið verkefnisins er að kanna breytingar sem verða á lífríki og kol-
eínishringrás mólendis við skógrækt og þegar náttúrulegir birkiskógar vaxa upp. Þegar skógur vex upp og þéttist
minnkar birta á skógarbotni, sem hefur mikil áhrif á lífsskilyrði. Með grisjun má hafa áhrif á birtu og framvindu
í skógi. Rannsóknimar sýndu að plöntutegundir voru flestar í mólendi og ungum birkiskógi og Ierkiskógi.
Heildarfjöldi smádýra var meiri í gömlum skógi en í mólendi og ungskógi. Flestar fiiglategundir voru í mólendi,
en þéttleiki varpfugla var hins vegar mestur í birkiskógi og lerkiskógi.
INNGANGUR
Skógrækt er ung og vaxandi atvinnugrein í dreifbýli íslands. Líklegt er að skógrækt muni á
næstu áratugum hafa umtalsverð áhrif á lífríki landsins. Árið 1999 voru samþykkt á Alþingi
lög um landshlutabundin skógræktarverkefni, en þar er það markmið sett að rækta skóga á allt
að 5% láglendis (Lög nr. 56 1999). í kjölfar þessa hefur verið nokkur umræða um áhrif skóg-
ræktar á lífríki og landslag. Þar hefur m.a. komið ffam að rannsóknir vantar til að svara mikil-
vægum spumingum á þessu sviði.
Árið 2002 hófú sérffæðingar Náttúruffæðistofnunar íslands og Skógræktar ríkisins sam-
starfsverkefhi, SKOGVIST, til að rannsaka þær breytingar sem eiga sér stað þegar skógur vex
upp á skóglausu Iandi. Rannsóknimar beindust að þeim breytingum sem verða á gróðurfari,
jarðvegi, smádýralífí, fuglalífi, kolefhisforða og flæði kolefnis í kjölfar gróðursetningar inn-
fluttra barrtijáa og þegar náttúrulegir birkiskógar vaxa upp í kjölfar beitarffiðunar. Hér verður
einungis greint ffá fyrstu niðurstöðum skógvaxtarmælinga, gróðurmælinga og athugana á
fúgla- og smádýralífi á Fljótsdalshéraði sumarið 2002.
SVÆÐI OG AÐFERÐIR
Rannsóknimar vom gerðar á lerki og birki, sem em mest gróðursettu tijátegundimar hér á
landi (Jón Geir Pétursson 2002). Fljótsdalshérað var valið til rannsóknanna vegna ákjósan-
legra aðstæðna, en þar er að finna einn af elstu ffiðuðu birkiskógum landsins og stóra sam-
fellda lerkiskóga á mismunandi aldri. Átta mæliteigar vom valdir á um 15 km löngu belti
austan við Lagarfljót (1. mynd). Nyrsti teigurinn var í Mjóanesi, en sá syðsti á
Buðlungavöllum. Fimm teigar vom í lerkiskógum á mismunandi aldri, tveir teigar í ungum og
gömlum birkiskógi, og einn á beittu mólendi, sem var talið sambærilegt við það land sem
tekið hafði verið til skógræktar (1. tafla). Staðsetning á öllum reitum og gildrum var háð
tilviljunarúrtaki.
Skógvaxtarmœlingar
Mælingar á trjám vom gerðar í fimm (lerki) og þremur (birki) 100 m2 hringlaga mælireitum
innan mæliteiga. Öll tré innan reita, sem vom 1,3 m eða hærri, vom talin, hæðar- og þver-
málsmæld og tegundagreind, alls 1443 tré.