Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 200
198
eða heyrðist í, á 5 mínútna löngum athugunartíma. Metið var hvort þeir væru nær eða fjær en
40 m frá talningamanni. í opnu landi var miðað við 80 m.
Ekki er búið að vinna úr niðurstöðum fuglarannsókna og þær tölur sem hér eru birtar, þ.e.
fyrir stórvaxinn lerkiskóg (14-18 m há tré), birkiskóg og mólendi (hrísmóar og mýrar), eru
með fullum fyrirvara um endurskoðun og breytingar.
NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐA
Skógvaxtarmœlingar og skuggun
Tijáa- og runnagróður var nokkuð
breytilegur á milli lerkiteiganna (2.
mynd). í ógrisjuðu lerkiteigunum L2
og L3 var nokkuð um sjálfsáð birki
og víði, en lítið í þéttum L4-teignum,
þar sem runnalag hafði verið fjarlægt
við forgrisjun. I elsta lerkiteignum
hafði hins vegar talsvert vaxið upp af
víði, birki, reyniviði og rifsi eftir
seinni grisjun.
Yfirhæð var 3,9 m í yngsta
lerkiteignum og 14,7 m í þeim elsta,
en 3,4 m í yngri birkiskóginum og
7,8 m í þeim eldri (3. mynd a). Neðri
mörk tijákrónu voru komin upp í 3,6
m í elsta lerkiteignum, en lerkið er
ljóselskt tré og fellir þvi gjaman
neðstu greinamar þegar skógurinn
þéttist og hefur samkeppni um ljós
því áhrif á byggingarlag tijánna.
Yngri lerkiteigamir (L1-L4)
vom allir með 2600-3400 tré á hekt-
ara (3. mynd b). Elsti lerkiteigurinn,
þar sem seinni grisjun var lokið, var
hins vegar með 1120 tré á hektara,
sem er eðlilegur þéttleiki miðað við
aldur og vöxt. Sjálfsánu birkiteig-
amir vom mun þéttari en lerki-
teigamir, með um 8400 (Bl) og
11.200 (B2) stofha á hektara sem að
hluta skýrist af því hve margstofna
íslenskt birki er.
Birta á skógarbotni minnkar að
jafiiaði eftir því sem skógur vex upp
og þéttist, en í ræktuðum skógum er
framboði ljóss stjómað með grisjun
til að stuðla að hámarksvexti. I rann-
sókninni reyndist skuggun vera mest
í L4, þar sem hún nam um 90% af
2. mynd. Tegundasamsetning trjáa og runnagróðurs innan
mæliteiga. Sýnt er hlutfall stofna >1,3 m á hæð.
B1 B2
L1 L2 L3 L4 L5
3. mynd. (a) Meðalhæð hæstu trjáa innan mæliteiga (yfir-
hæð). Ljósgráu súlumar tákna meðalhæð upp að laufkrónu.
(b) Þéttleiki sem fjöldi stofoa birkis eða lerkis á hektara. (c)
Hlutfallsleg skuggun á skógarbotni. Sýnd eru meðaltöl±
staðalskekkja.