Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 201
199
4. mynd. (a) Tegundafjöldi háplantna (svart), mosa
(skástrikað) og fléttna (krossstrikað) innan mæliteiga.
(b) Svarðhæð botngróðurs (meðaltöl+staðalskekkja).
inngeislun (3. mynd c). Skuggun var minni í L2, L3 og L5, eða um 75-85%, sem var svipað
og skuggun á botni eldri birkiteigsins.
Gróður
Niðurstöður gróðurmælinga benda til
að tegundafjöldi plantna aukist lítil-
lega fyrst eftir gróðursetningu trjáa
samanborið við mólendið (4. mynd
a). Tegundir voru hins vegar mun
færri í eldri teigunum og fæstar voru
þær þar sem skuggun var mest (L4).
Svipað kom fram varðandi birkið.
Svarðhæð gróðurs var mest í elstu
lerkiteigunum þremur, en lægst í mó-
lendinu (4. mynd b). Þessi munur
stafar bæði af viðbrögðum tegunda
við breyttum birtuskilyrðum og
breytingum í samsetningu gróðurs-
ins. Nokkur munur var á milli teiga í
tegundasamsetningu. í mólendinu og
yngstu lerki- og birkiteigunum voru
mólendistegundir ríkjandi, t.d. blóð-
berg og stinnastör, sem lítið eða
ekkert var af í eldri teigum. En þar
sem skógurinn var orðinn eldri
fundust fremur fáar tegundir, sem
flestar era meira einkennandi fyrir
gróskumikið blómlendi, t.d. blágresi,
hrútaber, slíðrastör og vallelfting.
Smádýr
Þar sem aðeins er búið að greina um
90 sýni af 160 úr fyrstu sýnatöku er
hér aðeins um fyrstu vísbendingar að
ræða. Þær gefa til kynna að heildar-
fjöldi smádýra aukist við skógrækt,
en meðalfjöldi dýra var alls staðar
meiri í skóglendum en í mólendi.
Fjöldi dýra virðist einnig aukast með
aldri skóga með þeirri undantekningu
að minna var um dýr í elsta lerki-
teignum en þeim næst elsta (5. mynd
a). Heildarveiði í lerki- og birkiteig
L2 og Bl, sem liggja saman, var
mjög svipuð, en hins vegar er sam-
setning smádýrafánunnar veralega
frábragðin (5. mynd b). Ríkjandi hópar í þessum teigum voru brynjumítlar, stafmor, kúlumor,
bjöllur og köngulær. í lerkiteignum veiddist mest af brynjumítlum og stafmori, en mest af
E
C/)
O
LL
E
'ET
m
E
c
cr
o
E
'JV
CD
o
M
ro
55
o
E
JD
*o
_o
o
3
O)
c
:0
*
5. mynd. (a) Heildarþéttleiki smádýra (Qöldi per gildru) í
júní 2002. (b) Tegundasamsetning nokkurra hópa smádýra í
B1 (svartar súlur) og L2 (skástrikaðar súlur). Sýnd eru
meðaltölistaðalskekkj a.