Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 202
200
köngulóm í birkiteignum. Kúlumor sem töluvert var af í birkiteignum fannst i mjög litlum
mæli í lerkiteigunum.
Fuglar
Þéttleiki fugla var 600-700 pör á ferkíló-
metra í lerki- og birkiskóginum, en 200
pör á ferkílómetra í mólendinu (2. tafla).
Tvær tegundir, hrossagaukur og þúfu-
tittlingur, spönnuðu öll búsvæðin. Vað-
fuglar einkenndu fuglafánu mólendis og
eini spörfuglinn sem var algengur í því
búsvæði var þúfutittlingur. Fjórar
tegundir spörfugla og hrossgaukur voru
einkennisfuglar skóganna. Athygli vekur
hversu algengur glókollur var. Þetta er
nýr landnemi á íslandi og innan við 5 ár
síðan þeir voru staðfestir sem varpfuglar
í landinu. Hann var áberandi í gamla
lerkiskóginum á Hallormsstað og algeng-
ari þar en bæði músarrindill og auðnu-
tittlingur og fannst einnig í birkiskóg-
inum.
Niðurstöðumar gefa til kynna að
miklar breytingar verði á lífríki og lands-
lagi þar sem skógur vex upp á áður skóg-
lausu landi eða birkiskógur vex upp í kjölfar beitarfriðimar. Tegundir sem aðlagaðar eru ber-
svæði láta undan síga, en aðrar koma inn eða auka hlutdeild sína. Niðurstöðumar benda
einnig til þess að með grisjun sé hægt að hafa áhrif á fjölbreytileika skóga. T.d. virðist birki
eiga auðvelt með að nema land í ungum lerkiskógum á Fljótsdalshéraði og eins var tegimda-
Qölbreytileiki í botngróðri meiri í elsta lerkiskóginum, sem hafði verið grisjaður niður í um
llOOtréáhektara.
FRAMHALD VERKEFNIS
Stefiit er að ffamhaldi verkefnisins næstu þijú árin fáist styrkur til þess. Haldið verður áfram
rannsóknum á Austurlandi og jafnffamt bætt við skógræktarsvæðum á Suður- og Vesturlandi,
þar sem sitkagreni og stafafuru hefur verið plantað, en um fjórðungur árlegrar skógræktar fer
ffam með þeim tegundum (Jón Geir Pétursson 2002).
ÞAKKIR
Eftirtöldum er þökkuð aðstoð: Önnu K. Bjömsdóttur, Bergþóri Jóhannssyni, Brynjólfi Sigurjónssyni, Halldóri
Walter Stefánssyni, Herði Kristinssyni, Ingu Dagmar Karlsdóttur, Lárusi Heiðarssyni, Lovísu Ásbjömsdóttur,
Rúnari ísleifssyni, Sigmari Ingasyni, Þresti Eysteinssyni, Þór Þorfmnssyni og öðrum starfsmönnum S.r. á Aðal-
skrifstofu og Hallormsstað. Einnig ber að þakka Landgræðslusjóði og Seðlabanka íslands fyrir stuðning við
verkefhið.
HEIMILDIR
Buckland, S.T., D.R. Anderson, K.P. Bumham & J.L. Laake, 1999. DISTANCE SAMPLING, estimating
abundance of biological populations. Chapman & Hall, London, 446 s.
Jón Geir Pétursson, 2002. Skógræktarstarfið árið 2000. Tölulegar upplýsingar. Skógræktarritið 2002(2): 82-84.
Lög um landshlutabundin skógræktarverkefni, 1999. 56, 19. mars.
2. tafla. Þéttleiki (pör/km2) tjúpu, vaðfugla og spörfugla i
hávöxnum lerkiskógi, birkiskógi og mólendi á Fljóts-
dalshéraði í júní 2002.
Mólendi Lerki Birki
Rjúpa + + +
Heiðlóa 29 - -
Lóuþræll 2 - -
Hrossagaukur 38 122 64
Jaðrakan 9 - -
Spói 17 - -
Stelkur 6 — _
Óðinshani + - —
Þúfutittlingur 108 40 195
Maríuerla - - +
Músarrindill - + 49
Steindepill + - -
Skógarþröstur + 270 353
Glókollur - 118 +
Auðnutittlingur + 52 87
Þéttleiki (pör/km2) 200 600 700
Fjöldi tegunda 12 7 8
Ath: + merkir að tegund sé staðfest sem varpfugl í taln-
ingum en í litlu magni; - tegund sást ekki.