Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 203
201
RflÐUNHUTflFUNDUR 2003
Gróðurfarsbreytingar í kjölfar beitarfriðunar í Húsafellsskógi
Bjöm Þorsteinsson og Anna Guðrún Þórhallsdóttir
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
INNGANGUR
í kjölfar Qölgunar fjár á Húsafelli, sem náði hámarki með um 1000 fjár í lok 6. áratugarins,
var Húsafellsskógur mjög ofbeittur. Frá fomu fari hafði verið um 200-250 fjár á jörðinni og
greindu menn þá ekki miklar breytingar á stærð skógarins. Rjóður komu í skóginn á maðk-
árum, en þau lokuðu sér að nýju er ffá leið. A 6. og 7. áratugnum náði skógurinn ekki að
endumýjast vegna ofbeitar og var þar alopið land árið 1964, þegar hluti þess var friðaður (hér
svæði 64). Það sem eftir stóð var friðað og gert að ffiðlandi árið 1972 (hér svæði 72). Árið
1981 vom gerðar gróðurmælingar á þessum svæðum (Bjöm Þorsteinsson 1981). Var þá land-
nám birkis á svæðinu í fullum gangi og það einsleitt yflr að líta, en greinilega sýnilegur
munur á milli svæðanna í samræmi við aldur friðunar. Sumarið 2002 vom mælingamar
endurteknar á nákvæmlega sömu sniðum og árið 1981.
Markmið rannsóknarinnar var að sjá hve hratt landnám birkisins í ijóðmnum var á ofan-
greindu tímabili og hvemig undirgróðurinn breyttist í kjölfarið.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Svæðið er syðst í Húsafellsskógi, rétt austan þjóðvegar, sitthvom megin línu sem dreginn er
milli punktanna N:64° 41 880 W:020° 51 912 og N:64° 41 846 W:020° 52 001. Alls vom
gerðar þekju- og hæðarmælingar með sk. „line intercept“ eða „line transect“ aðferð (Muller
Dombois o.fl. 1974) á birki á átta sniðum sem lágu homrétt í 20-40 m út ffá merktum
staurum (á 11-12,5 m millibili) í friðunargirðingu. Oddamælingar, „point intercept“ aðferð
(Muller Dombois o.fl. 1974), vom notaðar til að mæla tíðni tegunda í undirgróðri á þremur af
þessum sniðum, fjórir rammar á sniði hverrar línu, á hvom svæði fyrir sig. Þannig vom
mældir 1200 punktar (oddar) á hvom svæði, alls 2400 punktar. Engar mælingar vom gerðar
nær girðingu en 2 m. Tölffæðilegur samanburður á oddamælingagögnum var gerður með
ANOVA General Linear Model í forritinu Minitab.
NIÐURSTÖÐUR
Árið 1981 er marktækur munur á þekju og hæð birkis milli svæða, sem enn er til staðar við
mælingu 2002 (1. tafla). Meðalaukning runna í hæð frá friðun og ffam til 1981 reyndist vera
að meðaltali 4,0 og 4,3 cm á ári og þekjuaukning 1,8 og 1,5% á ári á svæðum 64 og 72. Á
árabilinu 1981 og ffam til 2002 em sömu tölur 6,9 og 5,7 cm hæðaraukning, en þekjuaukning
2,2 Og 2,2 cm á ári fyrir i, tafla. Meðalhæð og meðalþekja birkis, ásamt meðalfráviki, á fyrrum al-
svæði 64 og 72. opnu rjóðri í Húsafellsskógi, sem friðað var fyrir beit 1964 að hluta og
í oddamælingunum 1972 að hluta og mælt 1981 og 2002.
komu fyrir 35 tegundir
eða tegundahópar, þar af
tilheyrðu sjö mosum og
fléttum. Ríkjandi tegundir
í undirgróðri (mældust að
Svæði 64 Svæði 72
Mæliár Hæð, cm Þekja, % Hæð, cm Þekja, %
1981 68,5±14,5 31,1±13,9 38,6±8,2 13,4±6,4
2002 207,4±54,2 75,5±18,1 152,9±17,5 57,0±15,7