Ráðunautafundur - 15.02.2003, Qupperneq 204
202
meðaltali tíu sinnum eða oftar að meðaltali / mæliramma) á mælisvæðinu í heild voru blá-
vingull (Festuca vivipara), tildurmosi (Hylocomium splendens), bugðupuntur (Descampsia
flexuosa), þursaskegg (Kobresia myosuroides), krossmaðra (Galium boreale), ilmreyr
{Anthoxantum odoradum), hraungambri (Racometrium lanuginosum) og hærugambri (R.
canescens). Einnig voru algengar (mældust að meðaltali 1-10 sinnum /mæliramma að meðal-
tali) starir (Carex spp.), engjaskófir (Peltigera sp.), krækilyng (Empetrum nigrum), blábeija-
lyng (Vacchinium uliginosum), móasef (Juncus trifidus), língresi (Agrostis sp.), mosinn
runnaskraut Rhytidiadelphus triquetrus, vallhæra (Luzula multiflora), beitilyng (Calluna
vulgaris), gulmaðra (Galiurn verum), brjóstagras (Thalictrum alpinum) og komsúra (Bistorta
vivpara). Aðrar tegundir eða tegundahópar á svæðinu mældust sjaldnar, eða að meðaltali
sjaldnar en einu sinni í hveijum mæliramma.
Hlutdeild einstakra
tegundahópa eftir
svæðum og mælingarári
má sjá í 2. töflu Mark-
tækar breytingar em á
aukningu flétta milli
mælinga á báðum
svæðum (P=0,043), sem
og fækkun mosa á svæði
64 (P=0,045). Stömm og
sefi fækkar einnig mark-
tækt, en þursaskegg telst
til þess hóps og vegur
mjög þungt (P=0,000).
2. tafla. Hlutdeild mismunandi tegundahópa (%) í sverði á fyrrum alopnu
rjóðri í Húsafellsskógi, sem íriðað var fyrir beit 1964 að hluta og 1972 að hluta
og mælt 1981 og 2002.
Mæliár Svæði 64 1981 Svæði 72 2002 Svæði 64 Svæði 72
Tvíkímblöðungar 10 7 13 13
Grös 25 23 38 29
Starir og sef 33 35 14 14
Byrkningar 1 2 3 2
Mosar 26 29 15 31
Fléttur 5 2 17 12
Samanburður milli svœóa 64 og 72
• Marktækt meiri ilmreyr mældist á svæði 64 en svæði 72 (P=0,000), en tíðni teg-
undarinnar breyttist ekki á svæðunum milli mælinga 1981 og 2002.
• Beitilyng (C. vulgaris) mælist marktækt meira á svæði 72 en svæði 64 í báðum
mælingum (P=0,070).
• Möðmtegundimar þijár (Galium boreale, G. verum og G. normanii) mælast í öllum
tilvikum með hærri tíðni á svæði 64 í báðum mælingum (P=0,087).
• Tildurmosi (H. splendens) mælist marktækt meira á svæði 72 í báðum mælingum
(P=0,016).
• Marktækt meira er af hæmgambra (R. canescens) á svæði 72 i báðum mælingum
(P=0,076).
Samanburóur milli mœlinga 1981 og 2002
• Mesta breytingin verður á þursaskeggi, sem áður var mjög algengt á báðum svæðum,
en það er nú orðið sjaldgæft á svæði 64 og fremur sjaldgæft á svæði 72 (P=0,000).
• Það dregur úr tíðni beggja gambra-mosategundanna, sem áður vom mjög ríkjandi.
(P=0,001 fyrir R. canescens, P=0,007 fyrir R. lanuginosum).
• Blóðberg hættir að mælast á báðum svæðum (P=0,059).
• Lógresi hættir að mælast á báðum svæðum (P=0,001).
• Krækilyng eykst á báðum svæðum (P=0,048).
• Engjaskófir aukast á báðum svæðum (P=0,023).