Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 205
203
• Hins vegar var mósasef áður algengt á svæði 64, en reyndist nu nánast horfið á því
svæði (P=0,042). Ekki urðu marktækar breytingar á móasefi á svæði 72.
• Tildurmosi (H. splendens) eykst marktækt á báðum svæðum milli mælinga (P=
0,036).
UMRÆÐUR
Athygli vekur hve hægvaxta birkið er á mælisvæðinu. Hafa má í huga að mjög nærri landinu
var gengið fyrir friðun og jarðvegur er bæði þurr og þunnur. Þessar mælingar frá Húsafelli
virðast í góðu samræmi við birkimælingar á rýru landi annarsstaðar, en ársvöxtur birkis á ís-
landi hefur mælst vera að meðaltali 4,8-7,3 cm, breytilegt eftir kvæmum og aðstæðum (Þor-
bergur Hjalti Jónsson 2002). Arleg þekjuaukning birkisins virðist vera meira en helmingi
minni á Húsafelli en í Gunnlaugsskógi við Gunnarsholt, sem jók þekju sína að meðaltali um
5,2% á ári á árabilinu 1960-1984, samkvæmt mælingum Ásu L. Aradóttur (1991).
Samkvæmt fyrri rannsóknum Hauks Ragnarssonar og Steindórs Steindórssonar (1963) og
Ágústar H. Bjamasonar (1974) hopaði þursaskegg við friðun í Hallormsstaðaskógi eins og
hér. Niðurstöður eru einnig samhljóða um blóðberg, sem hvarf við friðun í Hallormsstaða-
skógi, og um krækilyng og túnvingul, sem sækja í sig veðrið við friðim. Niðurstöóur eru hins
vegar ekki samhljóða um blávingul, sem heldur velli í Húsafellsskógi, en lætur undan síga við
ffiðun í Hallormsstaðarskógi. Á Húsafelli mælist ekki marktæk breyting á língresistegundum
og blábeijalyngi eins og í Hallormsstaðarskógi.
Óútskýrður er sá munur í undirgróðri sem mælist milli svæða, bæði 1981 og 2002, í
ilmrey og möðrutegundum, sem eru marktækt meiri á svæði 64, og beitilyngi, tildurmosa og
hærugambra, sem eru tegundir sem mælast marktækt meira á svæði 72. Athyglivert er að ilm-
reyrbreytist ekki marktækt milli mælinga 1981 og 2002.
ÞAKKIR
Herði Kristinssyni eru færðar þakkir fyrir ráð við skipulagningu verkefnisins í upphafí og Þorsteini Þorsteinssyni
frá Húsafelli fyrir aðstoð á vettvangi. Norrænu ráðherranefiidinni, landbúnaðarráðuneytinu og umhverfisráðu-
neytinu eru þakkaðir styrkir til verkefnisins „Hefðbundnar landbúnaðarvistgerðir" - Traditional rural biotopes,
en mælingamar 2002 eru hluti af því verkefhi.
HEIMILDIR
Agúst H. Bjamason, 1977. Gróðurathuganir á Hallormsstað. Fjölritað sem handrit, 26 s.
Aradottir, A.L., 1991. Population biology and stand development of birch (Betula pubescens Ehr.) on disturbed
sites in Iceland. Ph.D. Thesis, Dept. of Range Sci., Texas A&M University. Diss. Abs. Intemational 52-06 B,
2869.
Bjöm Þorsteinsson, 1981. Gróðurmælingar í Húsafellsskógi. Ritgerð, 5 ein. rannsóknaverkefni. Líffræðiskor Há-
skóla íslands.
Haukur Ragnarsson & Steindór Steindórsson, 1963. Gróðurrannsóknir í Hallormsstaðaskógi. Ársrit Skógræktar-
félags íslands, 32-59.
Muller-Dombois, D. & Ellenberg, H., 1974. Aims and methods of vegetation ecology. Wiley & Sons, U.S.A.
Þorbergur Hjalti Jónsson, 2002. Stature of sub-arctic birch in relation to growth rate, lifespan and tree form.
Óbirt handrit.