Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 206
204
RAÐUNflUTflFUNDUR 2003
Súrsun þriggja byggyrkja með própíonsýru
Bjami Guðmundsson
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
YFIRLIT
Gerð var tilraun með notkun própíonsýru við verkun þriggja byggyrkja: Arve (6r), Gunillu (2r) og Skeglu (2r).
Byggið var verkað í 1,0 1 loftþéttum glerílátum. Þurrefni byggsins var 46,4% (Arve), 46,0% (Gunilla) og 49,4%
(Skegla). íblöndun própíonsýrunnar svaraði til 5 1/tonn. Verkunar- og geymslutími var 3 mánuðir og var byggið
geymt í köldu útihúsi. Niðurstöður tilraunarinnar urðu þessar:
• I súrbyggi án íblöndunar nam etanólið 54% geijunarafurðanna þriggja: mjólkursýru, ediksýru og
etanóls, en 40% í sýmvörðu byggi.
• Própíonsýran bætti verkun byggsins til muna. Gerjun varð umfangsminni og þá einkum myndun
mjólkursýru og etanóls.
• Sexraða byggið (Arve) verkaðist öllu betur en bygg af tvíraðayrkjunum Gunillu og Skeglu. íblöndun
própíonsýrunnar jafhaði að mestu verkunarmun á milli yrkjanna þriggja.
• Niðurstöðumar benda eindregið til þess að bæta megi verkun súrbyggs með vandaðri íblöndun hæfí-
legs magns própíonsýru.
INNGANGUR
Við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri hefur undanfarin ár verið unnið að rannsóknum á
verkun byggs, bæði náttúrulegri súrsun og súrsun með ýmsum hjálparefnum. Própíonsýra er
vel þekkt hjálparefni til þess að takmarka geijun í súrkomi og verka það. Haustið 2001 var
gerð tilraun með að súrsa þrenns konar bygg með própíonsýru; sexraða yrkið Arve og tvíraða
yrkin GuniIIu og Skeglu. Það síðastnefhda er kynbætt íslenskt yrki, áður nefnt Súla (Jónatan
Hermannsson 2001).
EFNI OG AÐFERÐ
Byggið var verkað með tvennum hætti: án íblöndunar og með 5,0 1 af própionsýru í tonn af
byggi; magnið tók mið af þurreínisprósentu byggsins sem var fremur lág. Byggið var verkað í
1,0 lítra glerílátum (kmkkum) sem reynt var að halda loftþéttum. Ekki var hafður sérstakur
gaslás á þeim, en lok gátu látið undan nokkmm yfirþrýstingi. Hafðar vom þijár endur-
tekningar á hvem lið tilraunarinnar.
Byggið var skorið og þreskt með sláttuþreski þann 25. september 2001 og tekið þegar í
stað til verkunar. Þar sem við átti var útmældu magni própíonsým, sem þynnt hafði verið til
helminga með vatni, úðað yfir allt byggið er fara skyldi í viðeigandi lið. Því var síðan velt
rækilega í lokuðum plastpoka, þannig að næðist sem best blöndun sýmnnar við byggið. í
öðmm athugunum hefur sá verkþáttur reynst afar mikilvægur fyrir árangur verkunarinnar
(Þórarinn Leifsson og Bjami Guðmundsson 2002). Tekin vom sýni úr bygginu til þurrefhis-
mælinga og þroskaathugunar. Loks vom byggkrukkumar settar til geymslu í óupphituðu úti-
húsi. Einkennum byggsins, sem notað var í tilrauninni, er lýst í 1. töflu.
Yrkin Arve og Skegla vom nær fullþroska við skurð en lítt tekin að þoma. Hins vegar átti
Gunilla lengra í fullan þroska. Uppskera byggsins var orðin mikil; 4,5-5,5 tonn/ha miðað við
86% þurrefni.