Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 212
210
Kjarnfóðurát
Þó að einstaklingsmunurinn á heyátinu hafi verið talsverður var hann enn meiri á kjamfóður-
átinu. Þennan mun var ekki hægt að tengja við mismunandi mjólkurfóður. Á einstaklings-
fóðmnartímanum átu kálfamir alls að jaíhaði um 5,9 FEm. Kálfurinn sem át mest át 12,8
FEm, en sá sem át minnst át 1,9 FEm. Á stíufóðrunartímanum átu kálfamir að jafnaði 490 g
þe. á dag, eða 16 FEm alls sem eftir var af mjólkurskeiðinu.
Þrif og vöxtur
Allir kálfar þrifust ágætlega og
ekki varð vart við skitu.
Fæðingarþungi kálfanna var
óvenju breytilegur, eða 24-43
kg, en að meðaltali 35 kg (2.
tafla). í lok mjólkurskeiðsins
er léttasti kálíurinn 73 kg, en
sá þyngsti 108 kg (1. mynd).
Þessi breytileiki er ekki
óvenjulegur. Kálfar á dufti A
þyngdust að meðaltali 679
g/dag, á dufti B 775 g/dag og á fersk-
mjólkinni (C) 651 g/dag á mjólkur-
skeiðinu. Þrátt fyrir þennan tiltölu-
lega mikla mun á meðaltölum á milli
fóðurgerðanna reyndist hann ekki
tölfræðilega marktækur, en var þó
mjög nálægt því.
Meðallífþungi kálfanna í lok
mjólkurskeiðsins var 92 kg. Meðal-
vaxtarhraðinn jókst eftir því sem á
leið og var orðinn 702 g/dag í lokin
(2. mynd). Það er það mesta sem
mælst hefur í fimm tilraunum með
kálfa á mjólkurskeiði á Möðru-
völlum. Ástæðumar eru fyrst og
fremst engin skituvandamál í þessari
tilraun og hugsanlega einnig kálfa-
boxin, en þar leið þeim greinilega
mjög vel.
ÞAKKARORÐ
Mjólkursamlag Húnvetninga styrkti
þetta verkefni og hefur nú sett á
markað kálfafóður sem er sambæri-
legt dufti A í þessari tilraun. Við
viljum þakka sérstaklega Brynjari
Finnssyni, bústjóra, og Miijana
Rakic sem sáu um ffamkvæmd til-
raunarinnar í Möðruvallafjósinu.
2. tana. Meðalþungi og meðalvöxtur kálfa.
Mjólkurfóður Fæðingar- þungi, kg Loka- þungi, kg Þunga- auki, kg Meðal- vöxtur, g/dag
Duft A 32 87 55 679
DuftB 37 99 63 775
Ferskmjólk 36 89 53 651
Meðaltal 35 92 57 702
s.e.d.0 3,6 6,3 3,9 49
P-gildi 0,356 0,182 0,096 0,096
1) Staðalskekkja mismunarins.