Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 213
211
RÁÐUNAUTflFUNDUR 2003
Gæóaeftirlit með framleiðslu á loðdýrafóðri
Álfheiður Marinósdóttir
Landbúnaöarháskólanum á Hvanneyri
YFIRLIT
Frá því 1999, þegar reglulegar efnagreiningar á loðdýrafóðri hófust við Rannsóknastoíu Landbúnaðarháskólans
á Hvanneyri, hafa verið efnagreind yfir 1050 fóðursýni og hátt í 200 hráefnasýni. Miklar framfarir hafa náðst í
stöðugleika efna- og orkuinnihalds fóðursins, auk þess sem gæði hráefnanna hafa batnað umtalsvert. Framleið-
endur blautfóðurs fýrir loðdýr eru orðnir meðvitaðir um hve mikil áhrif hráefnagæði og stöðug fóðursamsetning
frá degi til dags hafa á afkomu búgreinarinnar. Miklar framfarir hafa orðið í bæði stærð og skinngæðum fiá
1998, sem að hluta til stafar af innflutningi nýs erfðaefnis, en ekki hvað síst af betra fóðri. Stöðugleiki í orku-
innihaldi fóðursins hefur dregið úr fóðumotkun og auðveldað bændum að ná hámarks fóðumýtingu.
INNGANGUR
Fóðureftirlitið á Hvanneyri hóf starfsemi sína haustið 1998, en það er samstarfsverkefiii Sam-
bands íslenskra loðdýrabænda, Bændasamtaka íslands og Landbúnaðarháskólans á Hvann-
eyri. Þá hefur Framleiðnisjóður landbúnaðarins lagt verkefninu ómetanlegt lið frá upphaf með
fjármagni til rekstrar Fóðureftirlitsins. Starfsemin hófst með námskeiði fyrir fóðurframleið-
endur og ábyrðaraðila fóðurstöðvanna og í kjölfar þess var hafist handa imi undirbúning og
skipulag efiiagreininganna við Rannsóknastofima á Hvanneyri, en þær hófust í júní 1999.
Markmið Fóðureftirlitsins er; að stuðla að bættri ffamleiðslu á loðdýrafóðri í landinu,
tryggja loðdýrabændum fóður sem er stöðugt og gott að efnasamsetningu og gæðum, að orku-
innihald og orkuhlutföll fóðursins sé þekkt, þannig að fóðurstöðvamar geti breytt sam-
setningu fóðursins til samræmist við fóðurlista og fóðrið sé eins ffá degi til dags. Til að ná
settum markmiðum þurfa að liggja fyrir efnagreiningar á því fóðri sem verið er að gefa á
hveijum tíma, ásamt vitneskju um þau hráefni sem notuð eru til fóðurgerðar.
Til að efnagreiningamar nýtist ffamleiðendum sem best er mikilvægt að niðurstöður liggi
fyrir eins fljótt og kostur er eftir að sýnið berst. Skipulagning sendinga er lykilatriði, til að
hægt sé að efnagreina strax fóður sem verið er að gefa úti á búunum og þar með grípa strax
inm' og breyta fóðurlista ef þörf er á. Frá því starfsemin hófst hafa niðurstöður efiia-
greininganna legið fyrir úti hjá framleiðendum eigi síðar en sólarhring eftir móttöku sýnisins
og oft samdægurs. Niðurstöður em sendar út í tölvupósti eða með símbréfi með leið-
beiningiun um úrbætur ef þörf er á, eða fylgt eftir með símtali ef ástæða þykir til. Fóðureftir-
litið gefur út ársskýrslu, þar sem fram koma allar niðurstöður efnagreininga á fóðri og hrá-
efiium, auk ýmiskonar ffóðleiks og uppflettiefiiis sem fóðurffamleiðendur geta haft gagn af. í
febrúar 2002 var byrjað að birta niðurstöður efiiagreininga á heimasíðu loðdýraræktarinnar
hjá Bændasamtölomum undir bondi.is. Þar má skoða nýjustu efiiagreiningar og samantekt
allra efnagreininga á árinu, bæði hjá einstökum ffamleiðendum og í heild.
BLAUTFÓÐUR FYRIR LOÐDÝR
Fóður fyrir loðdýr er fyrst og fremst blautfóður, þar sem um 80 prósent hráefnanna er fersk-
eða frosin hráefiii ffá fískvinnslu eða sláturhúsi. Fóður er blandað til 1-5 daga eftir árstíma og
keyrt út til bænda. Það er því áríðandi að geymsluþol fóðursins sé sem mest í upphafí og að
skilyrði til geymslu þess séu fyrir hendi.