Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 217
215
RRÐUNRUTfifUNDUR 2003
Áhrif Iýsingar á þrif lamba í innifóðrun
Sigríður Jóhannesdóttir og Emma Eyþórsdóttir
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
INNGANGUR
Misjafiilega hefur gengið að ná fram viðunandi vexti í lömb í svartasta skammdeginu og hafa
rannsóknir sýnt að lýsing getur haft veruleg áhrif á vöxt og þrif lamba. Fengitími sauðfjár er
árstíðabundinn og daglengd er því mikilvæg fyrir stjómim á fijósemi og lífeðlisffæði þeirra
(Thiéry o.fl. 2002). Schanbacher og Crouse (1980) sýndu fram á það að bæði hrútar og sauðir
sýndu jákvæða svörun við aukinni lýsingu og skiluðu þyngri skrokkum. í tilraunum þeirra var
meðallífþungaaukning á dag hjá hrútlömbum 70 g, en hjá sauðum 45 g, meiri við lýsingu í 16
tíma miðað við lömbin sem höfðu einungis 8 tíma lýsingu á sólahring. Tucker, Petitclerc og
Zinn (1984) sýndu fram á það að lömb sem vom í 16 tíma lýsingu átu meira, bæði þar sem
var fóðrað að vild og þar sem fóðurmagninu var stjómað, en þar var hins vegar munurinn
minni. Samt virðist vera sem stöðugt ljós sé ekki það sem þurfi, heldur sé nauðsynlegt fyrir
sauðfé að fá dimm tímabil á milli. Forbes o.fl. (1981) komust að þeirri niðurstöðu að með
meiri lýsingu megi fá þyngri skrokka og fituminni en við venjulega daglengd. Þeir komust
einnig að því að áhrif lýsingar á lömb em minni eftir því sem þau em eldri við upphaf til-
raunarixmar og einnig em áhrifin misjöfn eftir sauðfjárkynjum.
Veturinn 1999-2000 var gerð athugun á tilraunabúinu á Hesti í Borgarfirði til að kanna
hvort lýsing hefði áhrif á vöxt (Stefán Sch. Thorsteinsson og Sigvaldi Jónsson 2000). Þar kom
fram vemlegur munur á vexti á lömbum sem höfðu hjá sér ljós allan sólahringinn og þeim
sem einungis höfðu eðlilega daglengd. Þetta styður þær rannsóknir sem benda til að bæta
megi vemlega þrif lamba sem fóðmð em inni á vetuma með lýsingu. Markmið með þessari
tilraun er að kanna nánar þessi áhrif og meta hvort þama sé hugsanleg leið að breyttum bú-
skaparháttum.
FRAMKVÆMD TILRAUNARINNAR
Tilraunin var framkvæmd á tilraunabúinu Hesti í Borgarfirði veturinn 2001-2002. í tilraunina
vom notuð 64 lömb og þeim skipt í tvo hópa, með og án lýsingar. Hrútlömbin vom gelt áður
en tilraunin hófst. Lýsingin var í 16 tíma á sólahring og var hópurinn afmarkaður með
svörtum dúk svo að hægt væri að stjóma birtunni. Hinn hópurinn hafði einungis eðlilega
dagsbirtu. Hvorum hóp var síðan skipt í tvennt, þar sem helmingur fékk hey og fiskmjöl, en
hinn helmingurinn fékk að auki kjamfóðurblöndu. Tilraunin stóð í 14 vikur hófst í byijun
nóvember og lauk um 20. febrúar. Allt fóður var mælt í lömbin og frá þeim. Einnig vom tekin
heysýni til efhagreiningar úr öllu fóðrinu. Á tveggja vikna fresti vom lömbin vigtuð, en í upp-
hafí tilraunar og við lok hennar vom lömbin ómmæld. Eftir slátmn var flokkun og þungi
lambanna skráð ásamt skrokkmálum.
NIÐURSTÖÐUR
Uppgjöri á niðurstöðum er ekki lokið, en hér verður gerð grein fyrir fáeinum bráðabirgða-
niðurstöðum.
Þijú lömb féllu úr tilrauninni á tímabilinu vegna óhappa og veikinda. Þau lömb sem náðu