Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 218
216
í sláturhús höfðu aukið verulega við líf-
þunga sinn og meira þar sem var ljós allan
sólahringinn. Lömbin voru að meðaltali 31
kg við upphaf tilraunarinnar. Við lok til-
raunarinnar var þyngd þeirra orðin að með-
altali 43,5 kg. Á 1. mynd má sjá þunga-
breytingar lambanna á tilraunatímanum.
Sauðir sem aldir voru við 16 tíma dag-
lengd bættu við sig að meðaltali 16,1 kg í
lifandi þunga, en gimbramar 13,6 kg. Við
eðlilega daglengd þyngdust sauðimir um
11,1 kg og gimbramar um 8,1 kg. Þama
munar nokkuð miklu, en það er marktækur
munur milli lamba sem em í lýsingu og
þeirra sem era í eðlilegri daglengd. Það er
hins vegar ekki fyrr en í byijun janúar sem
lömbin í lýsingunni fara að sýna veralegan mim. Fram að því fylgjast hópamir nokkuð að eins
og sjá má á 1. mynd.
Lömbin sem vora í ljósinu sýndu einnig veralegan mun í fallþunga, en sauðimir í
lýsingarhópnum vora að meðaltali 1,52 kg þyngri og gimbramar 0,85 kg þyngri en lömbin í
hinum hópunum. Hins vegar var ekki marktækur munur á kjötflokkun og fítuflokkun með-
ferðarhópanna eftir slátran.
LTMRÆÐUR
Niðurstöðumar era í samræmi við eldri rannsóknir um áhrif daglengdar á vöxt og virðist ljóst
að lýsing hefur örvandi áhrif á vöxt lamba þegar náttúraleg daglengd er í lágmarki. Áhrifin
virðast þó ekki koma fram fyrr en eftir nokkum tíma við aukna daglengd. Munur milli
hópanna kom ekki fram fyrr en eftir u.þ.b. sex vikna meðferð, sbr. 1. mynd.
Þessar tölulegu niðurstöður vekja upp margar spumingar. íslenskir sauðfjárbændur hafa
verið að leita leiða til þess að bæta sinn hag og auka sölu á lambakjöti. Ein þessara leiða hefur
verið að koma fersku kjöti á markaðinn á öðram tímum árs en á haustin. Áhugavert er að
skoða þann möguleika fyrir bændur að halda eftir léttum og minna þroskuðum lömbiun, ná
fram meiri vexti og þroska með innifóðrun og lóga þeim á óvenjulegum tíma. Hins vegar
liggur ekki fyrir hvort þetta sé kostnaðarlega hagkvæmt og verður þar að taka mið af
markaðnum hveiju sinni. Ef t.d. er hugsanlegur markaður fyrir ferskt lambakjöt á góðu verði,
t.d. rétt fyrir páska, er þetta möguleiki.
HEIMILDIR
Forbes, J.M., Brown, W.B., Al-Banna, A.G.M. & Jones, R., 1981. The effect of daylength on the growth of
lambs. 3. Level of feeding, age of lamb and speed of gut-fill response. Animal Productíon 32: 23-28.
Stefán Sch. Thorsteinsson & Sigvaldi Jónsson, 2000. Má auka vöxt lamba í skammdeginu með lýsingu? Bænda-
blaðið 6(8): 9.
Schanbacher, B.D. & Crouse, J.D., 1980. Growth an performance of growing-finishing lambs exposed to long or
short photoperiods. Joumal of Animal Science 51: 943-948.
Thiéry, J.C., Chemineau, P., Hemadez, X., Migaud, M. & Malpaux, B., 2002. Neuroendocrine interactions and
seasonalty. Domestic Animal Endocrinology 23(2002): 87-100.
Tucker, H. Allen., Petitclerc, D. & Zinn, S.A., 1984. The influence of photoperiod on body weight gain, body
composition, nutrient intake an hormone secretion. Joumal of Animal Science 59(6): 1610-1619.
Vigtun
1. mynd. Lífþungabreytingar á tímabilinu.