Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 220
218
EFNI OG AÐFERÐER
Unnið var að gagnasöfnun á sauðQárræktarbúinu á Hesti vorið 2002. Valdar voru 25 ær á 2-
7. vetri og var meðalaldur ánna 3,9 ár. Af þessum ám voru 4 forystuær. Fyrsti hluti
gagnasöfhunar fólst i því að taka upp á myndband fyrstu 2 tímana eftir burð hjá ánum. Út ffá
því fengust gögn um 10 tvílembur og 6 einlembur, auk forystuánna, en 2 þeirra voru
einlembdar. Upptökur af 5 ám var af ýmsum orsökum ekki hægt að nota.
Atferli ánna og lambanna var skráð fyrstu tvo tímana eftir burð fyrra lambs. í fyrsta lagi
voru átta fímm mínútna tímabil, sem dreyfðust jafnt yfír fyrstu tvo tímana, skoðuð og
nákvæmlega skráð hversu oft og lengi æmar kara lömbin. Auk þessa vom eftirfarandi þættir
skráðir á tíu mínútna tímabilum yfir allan tíman;
• Fjöldi sogtilrauna lamba.
• Hversu oft æmar ganga frá sogtilraun lamba.
• Hversu oft æmar stanga lömbin.
• Annað atferli ánna (s.s. éta, drekka).
• Að auki var skráð hvenær lömbin standa á fætur.
Talið er frá upphafi myndatöku hjá öllum lömbunum, en hún miðast við burð fyrra lambs
eins og áður sagði. Seinni tvílembingar fæddust að meðaltali um 20 mínútum á eftir þeim
fyrri, en munur milli áa var mikill (1-35 mín.). Ekki var hægt að greina milli sogs og
sogtilrauna með fúllri vissu og því teljast sogtilraunir öll þau skipti sem lamb leitar að spena
aftan við miðjan kvið móður, hvort sem það ber árangur eða ekki. Niðurstöður og umræður
Hér eru birtar bráðabirgðaniðurstöður rannsóknarinnar. Lokaúrvinnslu er ekki lokið og
eins er ekki búið að greina alla þætti athuganinnar.
NIÐURSTÖÐUR
Einlembur nota ríflega 40% fyrstu
tveggja tímanna eftir burð í að kara
lamb sitt á meðan tvílembur nota um
60% tímans í körun (sjá 1. mynd). Sá
tími skiptist þannig að fyrra lambið
er karað í 34% tímans, en það seinna
í 27%. Þess ber þó að geta að þær ær
sem báru seinna lambi fljótlega á
eftir því fyrra virtust eyða meiri tíma
í það sem á eftir kom.
A 2. mynd má sjá hvemig
ferillin hjá ánum er og sést hér
greinilega hvemig athyglin beinist
frá lambi 1 að lambi 2 hjá tví-
lembunum um leið og seinna lambið
fæðist. Lambið fær þó að jafnaði
ekki eins mikla athygli og það sem á
undan kom. Hvað einlembumar
varðar svipar þeirra kúrfú mjög til
kúrfú fyrsta lambs hjá tvílembum.
Dregið hefúr mjög úr körunni 40-50
mín. eftir burð og má jafnvel tengja
70.0
60,0
50,0
40,0
30.0
20,0
10,0
0.0
Tvflembingar
Seínna.lamb
26.5.
■1
HB |HS
Ðnlembingar
1. mynd. Hlutfall tíma, innan fyrstu tveggja klst. eftir burð
fyrra lambs, sem einlembur og tvílembur nota í körun.