Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 221
219
það því að lambið er að verða þurrt,
auk þess sem nú ættu tengsl milli
móður og afkvæmis að vera mynduð.
Á 3. mynd er sýnt hvemig þró-
unin er í sogtilraunum hjá lömb-
unum. Þar sést að toppur næst í
sogtilraunum mun fyrr hjá fyrri
tvílembingum en einlembingum, en
að jafnaði voru einlembingar mun
lengur að standa á fætur en tví-
lembingar, eða um 21 mín. á móti
um 7 mín. Þegar kúrfur allra lamb-
anna eru bomar saman og talið frá
því tímabili er sogtilraunir hefjast
sést að kúrfur allra allra hópa falla
nokkum vegin saman; tíðni sogtil-
rauna er mest 20-50 mín. eftir að
lambið byijar að leita að spena, en tilraununum fækkar síðan nokkuð hratt líklega þegar
lambið er komið á spenan og búið að sjúga í fyrstu skiptin.
ÁLYKTANIR
Enn er of snemmt að draga veigamiklar ályktanir af þessum niðurstöðum. Þær verða bomar
við sambærilegar rannsóknir á erlendiun fjárkynjum, auk þess sem einnig er eftir að skoða
hvort forystuæmar eða lömb þeirra skera sig á einhvem hátt frá hinum kindunum. Það er þó
ljóst að tvílembingar fá hvort um sig minni athygli frá móður en einlembingar. Tvílembingar
em þó fyrri á fætur og fyrri til að koma sér á spena.
HEIMILDiR
Fraser, A.F. & Broom. D.M., 1997. Farm animal behaviour and welfare. CABI, UK, 437 s.
Jensen, P. (ritstj), 2001. Social behaviour in farm animals. CABI Publishing. Tekiö af netinu: 14.01.2002
thttp://www.cabi-Dublishing.org/bookshop/Readineroom/0851993974.asp).
Langbein, J., Streich, J. & Scheibe, K.M., 1998. Characteristic activity pattem of female mouflons (Ovis
orentelis musimon ) in the lambing period. Applied Animal Behaviour Science 58: 281-292.
Lynch, J.J., Hinch, G.N. & Adams, D.B., 1992. The behaviour of sheep: Biological principles and implications
for production. CAB Intemational og CSIRO, Ástralía, 237 s.
3. mynd. Þróun á tíðni sogtilrauna hjá einlembingum og
tvílembingum.