Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 222
220
RÁÐUNAUTRFUNDUR 2003
Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi
Hallfríður Ósk Ólafsdóttir1 og Jóhannes Sveinbjömsson2
'Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
'Rannsóknastofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
í gegnum tíðina hefur sauðfjárrækt á íslandi byggst á því að öll sláfrun fer ffarn á tiltölulega
skömmum tíma í september og október og að langmestu leyti hefur verið treyst á að úthaga-
beit dugi til að ná viðunandi vexti í lömbin. Breyttar markaðsaðstæður í seinni tíð hafa valdið
því að menn hafa farið að velta fyrir sér leiðum til að lengja sláturtímann í báðar áttir og
jafhffamt að auka fallþunga og bæta kjötgæði.
Slátrun fyrir hinn hefðbundna sláturtíma er þó ekki verulega mikil enn sem komið er,
þrátt fyrir hærra afurðaverð til bænda í júlí og ágúst. Ástæðan fyrir þessu er væntanlega að
hluta til sú að víða er erfítt að ná til fjárins á þessum tímum, ekki síst þar sem allt féð gengur
saman á víðáttumiklum afféttarlöndum. Auðveldlega mætti hugsa sér að þetta sé nú ekki
mikið mál, lítil fyrirhöfh sé að halda hluta fjárins í heimalöndum. Þetta er þó ekki alveg eins
einfalt og það virðist, ekki síst vegna þess að gæði beitargróðurs á láglendi standa óvíða undir
miklum vexti lambanna á þeim tíma sem vaxtargetan er mest.
Til að leysa þetta hefur einkum verið horfl til þess að flýta sauðburði, og/eða nýta ræktað
land, ýmist tún eða akra með einærum fóðuijurtum til að auka vaxtarhraða og bæta flokkun.
Inn í þessi markmið spilar einnig aukin meðvitund manna um landvemd og þörf á sjálf-
bærri landnýtingu. Augu bænda em í auknum mæli að opnast fyrir því að land er misjafrlega
vel fallið til sauðfjárbeitar og að inngripa getur verið þörf á ákveðnum tímum beitartíma-
bilsins eigi ekki að hljótast skaði af.
FYRRIRANNSÓKNIR OG ATHUGANIR
Rannsóknir á árangri af haustbötun lamba á ræktuðu landi hófust strax um miðbik siðustu
aldar og hafa haldið áffam í ýmsum útgáfum allt ffam á þennan dag. Niðurstaðan úr tilrauniun
þessum hefur yfirleitt verið sú að lömb sem beitt hefur verið á ræktað land að haustinu,
einkum á einærar fóðuqurtir, em þyngri og flokkast betur en lömb sem slátrað er beint af út-
haga (Emma Eyþórsdóttir og Jóhannes Sveinbjömsson 2001).
Minni áhersla hefur verið lögð á að kanna hagkvæmni sumarbeitar lamba á ræktað land,
enda víða rik hefð fyrir því að allt fé skuli ganga sjálfala á afféttum yfir sumarmánuðina. Þó
hafa verið ffamkvæmdar tilraunir á þessu sviði, en með ærið mismunandi árangri.
Sumarið 1965 var ffamkvæmd tilraun á Hesti, þar sem 20 tvílembum var beitt allt
sumarið á tún, ásamt úthaga. Túnið var ekki slegið allt í einu og sýndi það sig að féð beit
spildur túnsins mismikið eftir tímabilum sumarsins og hversu langt var liðið frá slætti, en
allan tímann nýtti það einnig óræktaða landið töluvert mikið. í ljós kom að lömbin sem
gengið höfðu á túninu voru töluvert þyngri á fæti og höfðu einnig mun hærri kjötprósentu
heldur en sambærileg lömb sem höfðu gengið með mæðrum sínum á afrétti. Hafa verður í
huga að túnið var nýrækt á öðru ári, en gott ástand túnsins sem notað er hlýtur að vera for-
senda fyrir svona góðum árangri (Halldór Pálsson 1964).
Sumarið 2000 var aftur ffamkvæmd sumarbeitartilraun á Hesti, þar sem meginmarkmiðið