Ráðunautafundur - 15.02.2003, Qupperneq 223
221
var að skoða áhrif lambafeðra á þunga lamba og vefjavöxt við mismunandi beitarmeðferðir.
Hópur af ám með lömbum var ekki rekinn á fjall heldur hafður í heimalandi til júlíloka. Þá
var þeim beitt á sumarrýgresi og há í góðri sprettu i u.þ.b. mánaðartíma. Eftir það voru
lömbin tekin undan og beitt á vetrarrepju og að lokum há fram að slátrun. Vöxtur lambanna
var góður, nema þá 35 daga sem beitt var á sumarrýgresi og há, en þá var hann að meðaltali
aðeins 197 g/dag. Þegar haustvigtun fór fram var þungi heimalambanna tæpum tveimur
kílóum minni en samanburðarhópsins sem verið hafði á afrétti, en kjötprósenta heimalamb-
anna reyndist hærri, svo meðalfallþungi hópanna hefði líklega verið svipaður ef þeim hefði
verið slátrað á sama tíma, sem ekki var. Meðan æmar voru á sumarrýgresinu og hánni sýndu
þær greinilegt óyndi, lágu stóran hluta dagsins við hliðið, og hefur það væntanlega átt sinn
þátt í lélegum vexti lambanna (Óðinn Öm Jóhannsson 2001).
Ástæður óyndisins gætu hugsanlega verið fjallþrá ánna, þar sem þær em vanar að vera á
afrétti á þessum tíma, skortur á fjölbreytni í beitargróðri, en þær höfðu ekki aðgang að úthaga,
og jafnvel skortur á lystugleika á sumarrýgresinu og hánni. Þessar niðurstöður benda ekki til
að hagkvæmt sé að halda lömbum á láglendi, a.m.k. ekki við það beitarfyrirkomulag sem
þama var notað.
Með tilraun þeirri sem framkvæmd var sumarið 2002 og lýst er hér á eftir var reynt að
finna út hvaða eiginleika láglendisbeitin þyrfti að hafa til að skila viðunandi vexti og hvort sú
leið sem farin var reyndist hagkvæm.
EFNIOG AÐFERÐIR
Tvílembdum ám var skipt í þijá hópa. Einn (hópur 1) var samanburðarhópur sem rekinn var á
afrétt á hefðbundnum tíma að lokinni vigtun og ómmælingu. Hinum hópunum var haldið
heimavið til júlíloka. Þá voru lömbin í hóp 3 tekin imdan og sett, ásamt bæði ám og lömbum í
hópi 2, á ræktað land. Öll lömbin vom vigtuð og ómmæld áður en þau voru sett á ræktaða
landið.
Tilraunalandið samanstóð af há sem slegin hafði verið í júlíbyijun, misstórum spildum
með sumar- og vetrarafbrigðum af rýgresi, höfrum, repju og einærri lúpínu, ásamt úthaga. Féð
fékk ekki aðgang að öllum grænfóðurspildunum samtímis, heldur fyrst að sumarafbrigðunum
og síðar að vetrarafbrigðunum og lúpínunni, en hafði aðgang að hánni og úthaganum allan
tímann. Lömbin voru vigtuð og ómmæld þegar þau voru sett á ræktaða landið, aftur þegar þau
höfðu verið í mánuð þar og svo að lokum ásamt fjallhópnum fyrir haustslátrun.
Uppskerumælingar voru gerðar á ræktuðu spildunum vikulega og einnig var fylgst með
fénu í nokkra klukkutíma i senn, tvisvar í viku, til að hægt væri að gera sér nokkra grein fyrir
hvaða tegundir það veldi helst.
NIÐURSTÖÐUR
Úrvinnslu gagnanna er ekki að fullu lokið,
en meðaltöl nokkurra mæliþátta má sjá í 1.
töflu.
Meðaltöl fyrir kjöt- og fitumat á
skrokkum voru fengin með því að snúa
flokkunum yfir í tölugildi á eftirfarandi
hátt: Flokkur E=14, U=ll, R=8, 0=5 og
P=2. Á sama hátt varð fítuflokkur 5 = 14,
fítufl. 4=11, fítufl. 3+ = 9, fitufl. 3 = 8,
fítufl. 2 = 5 og fitufl. 1 = 2.
1. tafla. Meðaltöl nokkurra mæliþátta.
Hópur 1 Hópur 2 Hópur3
Þungi við fjallrekstur 18,28 17,86 17,81
Þungi við Iok tilraunar 37,51 39,79 36,83
Bakvöðvi við fjallrekstur 19,16 18,79 18,88
Bakvöðvi í lok tilraunar 24,59 25,27 24,21
Bakfita við fjallrekstur 1,27 1,24 1,13
Bakfita í lok tilraimar 3,01 4,13 2,91
Kjöt % 42,00 42,81 41,36
Kjötmat - Gerð 8,87 9,15 7,88
Kjötmat - Fita 6,43 8,00 6,42
J-mál 8,54 11,24 8,21
Fallþungi 15,59 17,09 15,36