Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 224
222
Meðaltölin fyrir þunga við lok tilraunar og fallþunga eru leiðrétt fyrir kyni, fæðingar-
þimga og aldri við lokavigtun/slátrun. Þungi lambanna og þykkt bakvöðva þeirra og fitu við
fjallrekstur er leiðrétt fyrir aldri og fæðingarþunga. Kjötprósenta er leiðrétt fyrir kyni og fitu-
mæling/flokkun við lok tilraunar og á skrokkum fyrir fæðingarþunga. Þessir þættir reyndust
hins vegar ekki hafa marktæk áhrif á þykkt bakvöðva í lok tilraunar, né gerð lambanna.
Hópur 2, sem gekk með mæðrum sínum á ræktuðu landi virðist vera töluvert þroskameiri
en hinir hópamir, er bæði þyngri og holdmeiri, en jafnframt mun feitari. Munurinn á hinum
hópunum tveimur er ekki eins mikill, nema hvað hópur 1, sem gekk á afrétti á hefðbundinn
hátt, flokkaðist töluvert betur í sláturhúsi en hópur 3, sem var móðurlaus á ræktaða landinu.
Meðalvaxtarhraði lambanna í hópi 2 ffá fjallrekstri til lokavigtunar var marktækt meiri en
hinna, eða 235,3 g/dag (leiðrétt fyrir kyni, fæðingarþunga og aldri við lokavigtun). Hópur 1
þyngdist um 203,5 g/dag að meðaltali og hópur 3 um 205,3 g/dag.
Þar sem úrvinnslu gagna er ekki lokið er ekki tímabært að leggja mat á hagkvæmni þeirra
beitarmeðferða sem hér voru bomar saman.
HEIMILDIR
Emma Eyþórsdóttir & Jóhannes Sveinbjömsson, 2001. Haustbötun sláturlamba á ræktuðu landi. Gamalt vín á
nýjum belgjum? Freyr 97(10): 43-50.
Halldór Pálsson & Stefán Sch. Thorsteinsson, 1964. Framleiðsla dilkakjöts á ræktuðu landi. Freyr 60(15-16):
300-302.
Oðinn Öm Jóhannsson, 2001. Ahrif lambafeðra á þunga og vefjavöxt við mismunandi beitarmeðferðir. BSc rit-
gerð við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.