Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 227
225
algildi holdfyllingar 2002, 7,03, samsvarar R-, við mörk R og O. Meðalgildi fitu, 6,63, sam-
svarar 2+, við mörk fitufl. 2 og 3.
SAMANBURÐUR EFTIR SLÁTURTÍMA 2002
Undanfarin ár hefur verið unnið að
lengingu sláturtíðar. Sumarslátrun hefur
aukist og ekki síður slátrun eftir lok
hefðbundinnar sláturtíðar. Síðasta ár var
slátrað 11.347 dilkum í júli og ágúst,
470.965 dilkum í september og október
og 24.175 dilkum í nóvember, alls
506.487 dilkum þessa fimm mánuði. í
nóvember er eingöngu slátrað gimbrum
og geltum hrútlömbum, langmest
gimbrum. Meðalgildi holdfyllingar og
fitu, ásamt meðalvigt þessara slátur-
tímabila, eru sýnd á 4. mynd. Greini-
lega sést hve lömbunum hættir til að
safiia fitu þegar á líður. Meðalvigt og
meðalgildi holdfyllingar eru svipuð í sumarslátrun og nóvemberslátrun, en meðalgildi fitu hækkar
úr 6,20 í 7,05. Þó sást hjá tveimur sláturleyfishöfum, sem samanlagt slátruðu 3300 lömbum í
nóvember, að meðalgildi fitu var ekki nema 6,15, en meðalgildi holdfyllingar 7,1. Það sýnir að
hægt er að ffamleiða vel holdfyllta skrokka með hóflegri fitusöfiiun á þessum árstíma.
SAMRÆMING KJÖTMATS
Ásamt kjötmatsformanni, Stefáni Vilhjálmssyni, unnu Karl E. Loftsson og Óli Þór Hilmarsson
við að leiðbeina kjötmatsmönnum og samræma störf þeirra í sláturtíðinni 2002. Haldin voru
námskeið fyrir starfandi kjötmatsmenn á þremur stöðum um mánaðamótin ágúst-september.
Þeim lauk með hæfniskönnun. Sláturhúsin 17 voru siðan heimsótt og alls voru gerðar 70 út-
tektir á kjötmatinu í 63 heimsóknum.
Vinnureglur við úttektir eru þessar: Metnir eru 40 skrokkar í kjötsal og niðurstöður
skráðar. Niðurstöður húsmatsins skráðar. Frávik yfirfarin með matsmönnum og rædd. Frávik
frá yfirmati eru skráð þannig að ofmat um einn flokk (í hærri holdfyllingar- eða fituflokk) er
+1, en vanmat -1. Fjöldi frávika í hvoru fyrir sig, holdfyllingarmati og fitumati, er skráður og
eins sú hliðrun frá yfirmati sem kemur fram þegar plúsar og mínusar eru lagðir saman. Við-
miðunarmörkin eru að munur alls má ekki vera meiri en 10 í hvoru, holdfyllingu og fitu.
Hliðrun til of- eða vanmats má ekki fara yfir 6. Ef frávik eru yfir mörkum eða í hærri kanti er
matsmönnum leiðbeint og úttekt síðan endurtekin.
í úttektum 2002 vom frávik í holdfyllingu aldrei yfir viðmiðunarmörkum, en í þremur til-
fellum í fitumati. Hliðrun var einu sinni yfir mörkum í holdfyllingarmati, en í níu tilvikum í
fitumati. Yfirleitt var það í upphafi sláturtíðar. Meðalhliðrun í úttektum var +0,5 í holdfyllingu
og -2,2 í fitu. Niðurstöður em vel viðunandi, fyrir utan ónákvæmni í fitumati á nokkrum
stöðum við upphaf slátmnar. Yfirkjötmatið mun kappkosta að bæta enn samræmingu í kjöt-
matinu, því höfuðnauðsyn er að hún sé sem best.
ÞAKKIR
Starfsmenn Yfirkjötmats ríkisins þakka kjötmatsmönmim, forsvarsmönnum sláturleyfishafa, bændum og sam-
tökum þeirra og ráðunautum ánægjulegt samstarf og góð samskipti.