Ráðunautafundur - 15.02.2003, Qupperneq 235
233
RRÐUNAUTflfUNDUR 2003
Nýting selkjöts til manneldis
Ásbjöra Jónsson, Jónína Ragnarsdóttir, Guðmundur Öm Jónsson,
Óli Þór Hilmarsson og Guðrún Anna Finnbogadóttir
Matra
YFIRLIT
Selkjöt og aðrar afurðir sels hafa verið nýttar hér á landi frá örófí alda, eða þar sem selur hefur veiðst á annað
borð. í allsnægtum nútímans hefur selkjöt hins vegar horfið hægt og bítandi af borðum landsmanna, en
skinnin eru enn verkuð í pelsa og ýmis handverk. Ástæður þess að selkjöts er ekki neytt í ríkara mæli í dag
em líklega þær að slæmt aðgengi er að selkjöti, erfiðlega hefur gengið að geyma kjötið, nema saltað, og enn í
dag em menn að glíma við vandamál varðandi þránun í kjötinu, vegna fitunnar. I þessu verkefni vom gerðar
rannsóknir á geymsluþoli selkjöts eftir 1 !4, 3 og 6 mánuði í frosti. Framkvæmdar vom mælingar á þránun með
því að mæla peroxíðgildi fitunnar, ásamt óformlegu skynmati á bragðgæði kjötsins. Niðurstöður leiddu í ljós
að ekki var marktækur munur á milli peroxíðgilda fitunnar í kjötinu (p=0,356) eftir mislangan tíma í frosti
miðað við 95% öryggismörk og skynmat sýndi að ekki var bragðmunur á milli kjötsýna eftir mislangan tíma í
frosti.
INNGANGUR
Þeir stofnar sela sem aðallega eru nýttir á íslandi eru landselur (Phoca vitulina) og útselur
(Halichoerus grypus). Veiðar landselskópa hafa verið mikilvægastar. Hér áður fyrr var ein-
göngu veitt til eigin þarfa, til fæðis og klæðis. Á síðari hluta 19. aldar hófst útflutningur sel-
skinna, aðallega kópaskinna af landsel. Útselur hefur ekki verið nýttur eins mikið og landselur
og ekki verið veiddur vegna skinna svo heitið geti. Hann var nýttur til matar hér á árum áður á
þeim bæjum þar sem útselslátur voru. Nú síðustu ár hefúr færst í vöxt að nýta hann í loðdýra-
fóður (Erlingur Hauksson 1992).
Fjöldi sela voru taldir úr lofti árið 1998. Stofh landsels telst um 15.000 dýr, en stofii út-
sels um 6000 dýr. Útreikningar á veiðiþoli stofnanna árið 1999 bentu til þess að veiðiþol
landsels væri um 1000 dýr og veiðiþol útsels taldist vera um 950 dýr (Hafrannsóknarstofnun
2000). í dag er veiðiþol stofitanna óþekkt.
Selkjötið var nýtt hér áður fyrr til matar. Kjöt af ungum vöðusel og landselskópum (vor-
kópar) var talið best til neyslu, sérstaklega ef unnt reyndist að blóðga þá lifandi. Eftir því sem
meira blóð var í selkjötinu var það dekkra og fmnst sumum það ókræsilegt. Kjötið var
þurrkað, saltað, hengt upp og soðið. Algengara var að borða kjötið nýtt og var það ýmist látið
liggja í sjó eða vatni áður en það var soðið. Vorkópakjöt, sem ekki var étið nýtt, var ýmist
saltað eða súrsað. Saltað selspik var einnig haft til matar, svo og brætt lýsi sem var notað út á
físk, etið með soðnu selkjöti eða notað í ljósmeti. Haus, hreifar og dindill var einnig hirt,
sviðið, soðið og látið í súr. Algengt var að nýta selslifur, ásamt hjarta sem var etið nýtt eða
súrsað (Lúðvík Kristinsson 1980). Vegna breyttra neysluhátta íslendinga í gegnum árin,
ásamt slæmu aðgengi að selkjöti fyrir þá sem þekkja ekki til sveita, hefúr neysla þess á
síðustu áratugum síðustu aldar minnkað. Hins vegar hafa orðið miklar viðhorfsbreytingar á
undanfomum árum gagnvart „gömlum réttum“ og þykir í dag spennandi að prófa þá. Víða er
selkjöt, spik og sviðnir hreifar að bætast við þorramatinn. Ástæða er til að auka neyslu sel-
kjöts, þar sem það er sérlega næringarríkt og framúrskarandi jám- og B-vítamíngjafi
(ríbóflavín) (Ólafúr Reykdal 1987). Því dekkra sem kjötið er því betri jámgjafi er það. Aðilar
í ferðaþjónustu sýna þessari villibráð m.a. vaxandi áhuga sem góðum valkosti þegar sífellt er