Ráðunautafundur - 15.02.2003, Qupperneq 237
235
munandi geymslu í frosti, miðað við 95%
öryggismörk. Almennt hefur fersk og ný
fíta peroxíðgildi um 1 millijafngildi/kg
fitu. Fita sem hefur verið geymd í ein-
hvem tíma hefur peroxíðgildi allt að 10
millijafhgildi/kg fitu áður en þránun fer
að hafa áhrif á bragðgæði hennar (Allen
og Hamilton 1983). Þetta er í hreinni fitu
og má búast við miklu hærra þröskulds-
gildi í kjötinu sjálfii.
Við bragðprófim á kjötinu kom veru-
lega á óvart hversu bragðgott kjötið var og
mjúkt undir tönn, sérstaklega hryggvöðvinn. Handarstykkisvöðvinn reyndist seigari undir tönn.
Dómarar fundu ekkert þránunarbragð af kjötinu eftir 1!4, 3 og 6 mánuði. Þegar dómarar vom al-
mennt spurðir um hvemig þeim geðjaðist bragðið af kjötinu vom flestir sammála um að bragðið
af kjötinu líktist helst bragði af villidýrabráð. Aðrir greindu sætu eða lifrarbragð af kjötinu.
ÁLYKTANIR
Selveiðar hafa verið að aukast undanfarin ár eftir að hafa legið niðri í nokkur ár eftir áróður
samtaka Grænfriðunga. Síðustu tvö árin hafa veiðst um 600 landselskópar, en samkvæmt út-
reikningum Hafrannsóknarstofnunar íslands 1998 var veiðiþol þessa stofiis um 1000 dýr.
Veiðiþol útselskópa var um 950 dýr. í dag er ekki vitað um veiðiþol þessara stofna, en miðað
við veiðiþol 1998 er ljóst að auka má nýtingu á selkjöti. Fyrir utan að vera úrvalsfæða út frá
næringarfræðilegu sjónarmiði ættu selabændur að geta aukið tekjur sínar eða selt kjötið fyrir
vinnulaunum að minnsta kosti. Niðurstöður varðandi kjömýtingarhlutfall á landssel í verk-
efiiinu, þar sem valdir vom bestu vöðvamir, má sjá að einungis fyrir landselskópa fæst um 3
tonn af gæðakjöti miðað við veiðiþol 1000 dýra árlega.
Mikilvægt er að hreinsa vel sýnilega fitu af selkjötinu áður en það er matreitt, til að
hindra þránunarbragð af kjötinu. Ljóst er skv. þessum niðurstöðum að selkjöt geymist í að
minnsta kosti 6 mánuði, ef ekki lengur, í ffosti, pakkað í loftþéttar umbúðir og settar í svartan
poka til að hindra áhrif þránunar vegna ljóss.
Með því að nýta allan selinn bæði skinnið og kjötið og fylgja ráðgjöf Hafrannsóknar-
stofnunar íslands um veiðiþol selstofnanna þokumst við í átt að sjálfbærri þróun, þar sem
bráðin er fullnýtt.
ÞAKKIR
Verkefhi þetta var styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins.
HEIMILDIR
Allen, J.C. & Hamilton, R.J., 1983. Measurement of rancidity. í: Rancidity in Foods. Applied Science
Publishers, Ripple Road, Barking, Essex, England, 25-26.
American Oil Chemist Society. Official Method Cd 8-53.
Bligh, E.G. & Dyer, W.J., 1959. A rapid method of total lipid extraction and purification. Canadian Joumal of
Biochemistry and Physiology 37: 911-917.
Erlingur Hauksson, 1992. Útselur og Landselur. Námsgagnastofnun og Hafrannsóknarstofhun íslands, Reykjavík.
Hafrannsóknarstofnun íslands, 2000. Nytjastofnar sjávar 2001/2002-aflahorfur 2002/2003. Fjölrit nr. 88.
Lúðvík Kristinsson, 1980. Selur. í: íslenskir sjávarhættir 1. Útg. Menningarsjóður, Reykjavík, 424-433.
Ólafur Reykdal, 1987. Mælingar á vatnsleysanlegum vítamínum. Fjölrit RALA nr. 125.