Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 238
236
RRBUNRUTflfUNDUR 2003
Júgurbólga í kvígum á Eyjafjarðarsvæðinu
Ólafiir Jónsson' og Rannveig Bjömsdóttir2
'Bústólpa ehf, Akureyrí
2Rannsóknastofnun fiskiónaðarins / Auðlindadeild Háskólans á Akureyri
INNGANGUR
Júgurbólga í nýbomum kvígum er viðurkennt vandamál meðal dýralækna og kúabænda. Þetta
vandamál hefur orðið sýnilegra síðustu árin, þegar förgun vegna júgurbólgu hefur aukist stór-
lega og ljóst er að nokkuð stór hluti förgunar á kvígum er til kominn vegna þessa. I samantekt
yfir greiningu sýna úr mjólkurkúm á Eyjafjarðarsvæðinu árið 1995 greindist Staphylococcus
aureus í yfir helmingi júgurbólgusýna úr kvígum (51%) og 66% þeirra stofna reyndust
ónæmir fyrir penicillíni (Ólafur Jónsson 1995). Þessar niðurstöður hafa verið kynntar á
bændafundum í Eyjafirði. í Finnlandi, þar sem þetta vandamál hefur verið rannsakað nokkuð
ítarlega, tvöfaldaðist tíðni klínískrar júgurbólgu í kvígum á árabilinu 1983 til 1991 (Myllys
o.fl. 1995).
Bent hefur verið á að litlum árangri í baráttunni við júgurbólgu í kvígum megi að hluta til
kenna þvi að viðurkenndar forvamaraðgerðir gegn júgurbólgu hafa lítið beinst að óbomum
kvígum (Roberson o.fl. 1998). Til þess að fyrirbyggjandi aðgerðir verði markvissari þarf að
þekkja betur en nú er þá bakteríustofha sem mestum usla valda og til þess em nákvæmar sam-
eindalíffræðilegar aðferðir, s.s. PFGE, mjög nytsamlegar (Aaerestrup o.fl. 1997).
Það hefur sýnt sig að baráttan gegn júgurbólgunni snýst fyrst og ffemst um heppilegar
forvamir og er í því sambandi afar mikilvægt að þekkja uppruna og smitleiðir Staphylococcus
aureus.
Þetta verkefhi, sem hér er kynnt, er að stærstum hluta til komið vegna áhuga kúabænda í
Eyjafirði á að leita lausna á aukningu júgurbólgu í kvígum. Hér verða kynntar niðurstöður úr
coagulasa-prófi á 172 stafýlokokkastofnum sem einangraðir vom úr 80 kvígum um burð. í
framhaldi af þessu verkefni var svo gerð frekari greining á þeim Staphylococcus aureus
stofnum sem einangraðir vom úr þessum kvígum, jafhframt þvi sem kannaðar vom afurðir og
afdrif þeirra kvíga sem greindust með júgurbólgu af völdum coagulasa jákvæðra og nei-
kvæðra stafýlokokka (þær niðurstöður era ekki kynntar hér).
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Sýnum var safnað úr gripum á gjöf ffá því síðla hausts árið 1999 og ffam á vorið 2000. Alls
vom tekin spenasýni úr 255 kvígum. Við val á stafylokokkastofnum til PFGE-greiningar vom
sett þau skilyrði að sýni hafi verið tekin á tímabilinu viku fyrir burð til þremur dögum eftir
burð. Sýnin vom ýmist tekin af dýralæknum eða bændunum sjálfum, enda höfðu þeir fengið
tilsögn um hvemig staðið skuli að sýnatökunni. Úr þessu safni hafa verið greindir 172 stofnar
af stafýlokokkum með coagulasa-prófi úr 80 kvígum ffá 43 mjólkurffamleiðendum af vestin-
svæði Norðurmjólkur (ffá Svarfaðardal til Fnjóskadals).
Frumutala var metin með CMT-prófi og sýnum sáð á esculin blóðagar með og án pen-
icillíns til sýklagreininga. Skálamar vom ræktaðar við 35°C í 24 og 48 klst við hálf-loftfirrðar
aðstæður (2-3% CO2). Við ffumgreiningu var stuðst við aðferð Nylin (1994). Einangraðir
stofhar vom flokkaðir ffekar með Gram litun, kvikleikaskoðun og katalasa-prófún. Jafirframt