Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 239
237
var framkvæmd koagulasa-prófun á öllum stofhum, bæði með glasa-aðferð (tube coagulase
test), þar sem kanínuplasma er notað til greiningar á staphylocoagulase og plötu-aðferð (slide
coagulase test) til greiningar á sk „clumping factor“, sem bindur fibrinogen.
NfÐURSTÖÐUR
Hlutfall Staphylococcus aureus (coagulasa-jákvæður) reyndist vera 30,8% og koagulasa nei-
kvæðra staphylococci (KNS) 69,2% af spenum sem greindir höfðu verið sem stafýlokokkar.
Hlutfall kvíga með Staphylococcus aureus í einum eða fleiri spenum reyndist vera 46,2%.
Staphylococcus aureus var ónæmur fyrir penicillíni í 34% tilvika og KNS í 28,6% tilvika.
ÁLYKTANIR
Niðurstöður sýna að coagulasa-próf er mikilvægt við flokkun stafýlokokka. Kannanir á
Norðurlöndum hafa sýnt aukningu í júgurbólgu af völdum KNS og um leið betri horfiir um
bata en þegar Staphylococcus aureus á í hlut (Myllys 1995, Waage o.fl. 2000). Áhyggjum
veldur hversu hátt hlutfall kvíga greinist með Staphylococcus aureus í einum eða fleiri
spenum, þar sem kannanir hafa staðfest reynslu manna um lélegar batahorfur. Af niðurstöðum
má sjá að nauðsynlegt er að greina stafýlokokka sem greinast við júgurbólgu í nýbomum
kvígum með coagulasa-prófi til að hægt sé að meta batahorfur sem best.
HEIMILDIR
Aarestrup, F.M., Jensen, N.E., Wegener, C.H., Jónsson, Ó., Myllys,V., Thorberg, B-M., Waage, S. & Rosdahl,
V.T., 1997. A Study ofPhage- andRibotype Pattems of Staphylococcus Aureus Isolated from Bovine Mastitis in
the Nordic Countries. Acta vet. Scand. 38: 243-252.
Myllys, V., 1995. Staphylococci in Heifers Mastitis Before and After Parturition. J. Dairy Res. 62: 51-60.
Myllys, V., Honkanen-Buzalski, T., Pyörálá, S. & Rautala, H., 1995. Clinical Heifer Mastitis. Proc. of The 3rd
Intemational Mastitis Seminar, Tel Aviv, Israel, May 28 June 1, s-6,18—21.
Nylin, B., 1994. The Tools for fast and relable bacteriological diagnosis in Acute Bovine Mastitis. Proc. XVII
Nordic Vet. Congress, Reykjavik, July 26-29, 106.
Ólafur Jónsson, 1995. Óbirt gögn.
Roberson, J.R., Fox, L.K., Hancock, D.D., Gay, J.M. & Besser, T.E., 1998. Sources of Intramammary Infections
from Staphylococcus aureus in Dairy Heifers at first Parturition. J. Dairy Sci. 81: 687-693.
Waage, S., Skei, H.R., Rise, J., Rogdo, T., Sviland, S. & Ödegaard, S.A., 2000. Outcome of clinical mastitis in
dairy heifers assessed by reexamination of cases one month after treatment. J. Dairy Sci. 83(1): 70-76.