Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 246
244
RAÐUNAUTRFUNDUR 2003
Samanburður á mismunandi gólfgerðum í fjárhúsum -
bráðabirgðauppgjör
Sigurður Þór Guðmimdsson og Torfi Jóhannesson
Landbúnaðctrháskólanum á Hvanneyri
INNGANGUR
Afar fá fjárhús hafa verið byggð síðastliðin 20 ár og nú er svo komið að margir bændur standa
frammi fyrir verulegum breytingum eigi þeir að geta haldið framleiðslu sinni áfram. Tvær
leiðir eru færar; annað hvort að skipta um gólf, en viðhalda annars því skipulagi sem er til
staðar (oftast rimlagólf með kjallara undir), eða láta kindumar ganga á taði. Nú eru á
markaðnum nokkrar tegundir gólfefna, sumar vel þekktar, aðrar ekki. Markmið verkefiiisins
er að bera saman eftirfarandi gólfefni:
• Málmristar (strekk-metal).
• Hefðbundna fururimla.
• Harðviðarrimla.
• Harðviðarrimla meðhöndlaða með sandborinni epoxy-málningu.
• Steypta rimla.
Til viðbótar er sett upp hálmstía fyrir 30 ær til samanburðar við aðrar gólfgerðir. Mark-
mið rannsóknarinnar eru eftirfarandi:
• Að kanna hagkvæmni mismunandi gólfgerða.
• Að bera saman klaufaslit á mismunandi gólfgerðum.
• Að bera saman atferli kinda á mismunandi gólfgerðum.
• Að bera saman slit mismunandi gólfgerða.
• Að bera saman bleytu og hálku á mismunandi gólfgerðum.
• Að kanna áhrif gólfgerðar á nýtingu ullar.
• Að skoða heilsufar á mismunandi gólfgerðum
• Að skoða sérstaklega notkun hálms m.t.t. hálmnotkunar og geijunar.
Hér verður greint frá niðurstöðum fyrstu slitmælinga og mælinga á vinnu við þrif.
EFNI OG AÐFERÐIR
Rannsóknin fer ffarn i tilraunafjárhúsum LBH og RALA að Hesti í Borgarfírði. Fimm krær,
með mismunandi gólfgerðum, em notaðar og ganga 25 ær, 2-6 vetra, í hverri kró. Hefð-
bundna timbrið var lagt í marsmánuði 2002, málmristamar voru lagðar í desember 2001, en
harðviðurinn, epoxygólfið og steyptu rimlamir vom lagðir áður en fé var tekið á hús haustið
2002.
NIÐURSTÖÐUR
Slitmœlingar
Slitmælingar vom framkvæmdar 21. nóv, eða rúmri viku eftir að fé var tekið á hús, og síðan
aftur 11. janúar. Aðferðin er ný og byggist á því að gataplata er lögð yfir brún gólfrimar og
síðan er rúnun kantsins mæld með stafrænu skífmáli. Mælingar em gerðar með 0,5 mm milli-