Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 249
247
RflÐUNRUTflFUNDUR 2003
Upphitun hreiðurkassa hjá minkum
Torfi Guðmundur Jónsson og Álfheiður Marinósdóttir
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
YFIRLIT
Á síðastliðnum tveimur árum hafa verið gerðar tilraunir með upphitun á hreiðurkössum hjá mink á goti og ífam
til feldunar við loðdýrabú Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Tilgangur tilraunarinnar var tvíþættur, annars
vegar að athuga hvort að með upphitun mætti draga úr hvolpatapi og auka vöxt og þroska hvolpanna á fyrsta
æviskeiði og hins vegar að kanna áhrif upphitaðra hreiðurkassa á feldþroska að hausti. Auk þess var kannað
þyngdartap mæðranna á mjólkurskeiði. í ljós kom að minni afíoll vom í upphituðu kössunum og þyngdartap
mæðranna var mun minna. Vöxtur hvolpanna var nánast sá sami, hvort sem þeir vom í upphituðum- eða óupp-
hituðum kössum frá fæðingu til 42 daga aldurs. Á vaxtarskeiði hvolpanna í ágúst og september kom hins vegar í
ljós að fóðumotkun var mun minni í upphituðu kössunum, þrátt fyrir meiri vöxt.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitti Loðdýrabúi Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri styrk til tilraunar-
innar bæði árin. Árið 2002 veitti Nýsköpunarsjóði námsmanna Torfa styrk til uppgjörs á fyrri hluta tihaunar-
innar og er hluti þeirra birtur hér, en áfram verður unnið að uppgjöri gagna fyrir BSc-ritgerð.
INNGANGUR / LÝSING Á TILRAUNINNI
Valdar voru 154 brúnar minkalæður í tilraunina og þeim skipt í tvo hópa, tilraunahóp og
samanburðarhóp. Hreiðurkassamir voru hitaðir upp með því að leggja bræðslukerfíslögn íram
og til baka undir netkörfuna í hreiðurkössunum. Undir og í kringum rörin var stoppað með
hálmi, eins og alltaf er gert, og hreiðurkassinn að öðru leyti eins útbúin hjá báðum hópunum.
Til að fylgjast með hitastigi í hreiðurkössunum var komið fyrir 24 hitanemum, sem tengdir
voru við tölvu, og var hitastig hvers nema skráð á klukkustunda fresti allan tilraunatímann.
Tilraunahópnum var skipt í báðar gerðir hreiðurkassa og kallaðir hópur I, HG (heitur gamall
kassi), og hópur III, HN (heitur nýr kassi). Samanburðarhópnum var einnig skipt niður í báðar
gerðir kassa og kallaður hópur II, KG (kaldur gamall), og hópur IV, KN (kaldur nýr). Að öðru
leyti voru umhverfisþættir eins í báðum hópunum.
Árið 2001 var læðunum skipt í hópana eflir aldri, þannig að jafn margar fyrsta árs læður
voru í hveijum hóp (Álfheiður Marinósdóttir 2002).
Árið 2002 voru eingöngu fyrsta árs læður í tilrauninni. í hópum I og II voru 44 læður, í
hóp m voru 34 og í hóp IV voru 32. Læðumar voru fyrst fluttar í tilraunabúrin 17. og 18. apríl.
Læðumar voru allar vigtaðar 10.
apríl og síðan aftur þegar hvolpamir
þeirra voru vigtaðir 42 daga gamlir.
Ef skoðuð er meðalþyngd
læðna í upphituðum hreiðurkössum
og borin saman við meðalþyngd
læðna í óupphituðum kössum
kemur fram greinilegur munur á
þyngdartapi í óupphituðu kössunum
(1. mynd). Á þessu má sjá að
læðumar í óupphituðu hreiður-
kössunum leggja mun meiri orku í
það að hita upp hreiðrið og koma
sínum hvolpum upp heldur en
læðumar í upphituðu kössunum.