Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 251
249
Einnig má greinilega sjá áhrif
veðurs (hitastigs, sjá 4. mynd) á
átið hjá hvolpunum. Hefur það
mjög lík áhrif á báða hópana.
Minnst var étið þegar heitast var í
veðri og mest þá sólarhringa þegar
hitastig fór niður undir frostmark
aðfaranætur 3., 6. og 7 september.
Það sem gerir þessar niður-
stöður hvað merkilegastar er að á
þessum tíma er hópur I að fara fram
úr hópi II í meðalþyngd, þrátt fyrir
mun minna át á tilraunatímanum.
ÁLYKTANIR
Út frá þeim niðurstöðum sem nú
liggja fyrir kemur fram að með því
að hita upp hreiðurkassana má
draga úr afiollum á mjólkurskeiði.
Hvolpum í óupphituðu hreiður-
kössunum fækkaði smá saman á
öllu fyrsta tímabilinu, þ.e.a.s. á
fyrstu 42 dögunum, en hvolpum í
upphituðu kössunum fækkaði að-
eins fyrstu 10 dagana, en eftir það
fækkaði þeim nánast ekki neitt.
Hitastigið hefur einnig greinileg áhrif á holdafar læðnanna. Læður í óupphituðu
kössunum léttust mun meira en þær sem voru í upphituðum hreiðurkössum. Læður í hópi IV
léttust langmest, ijórum sinnum meira en þær í hópi III, sem eru þó í sömu röð í minkahúsinu.
í þessari röð var einnig loffhiti yfir kaldasta tímann lægri en þar sem hópur I og III voru stað-
settir.
Mælingar á áti hvolpanna í byijun september sýndu greinilega að hitastig i hreiður-
kössunum réð miklu um hve mikið dýrin átu. Athyglisverðast í þeim mælingum var að hópur
I, sem át að jafiiaði 420 g minna á dag en hópur II, þyngdist þó meira á tímabilinu. Önnur át-
mæling var gerð í október og var niðurstaða hennar á sömu leið, meiri þynging á minna fóðri
í upphituðu hreiðurkössunum.
Að lokum skal þess getið að enn er eftir að vinna úr gríðarlega miklu magni af upp-
lýsingum sem safnað var með hitamælum, þar er um að ræða u.þ.b. 100.000 mælingar. Einnig
er eftir að vinna úr skinnadómum frá uppboðshúsinu, en ffamleiðsla ársins 2002 er óseld
ennþá. Vonandi komast þær upplýsingar, ásamt upplýsingum um feldgæði, inn í BSc ritgerð
sem lokið verður við í apríl 2003.
ÞAKKIR
Nýsköpunarsjóði námsmanna og Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri er þakkað fyrir að leggja fram fjármagn
og aðstöðu til að framkvæma þessa tilraun, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.
HEIMILDASKRÁ
Torfi Guðmundur Jónsson, 2002. Upphitun hreiðurkassa hjá mink ffá goti til feldunar. Skýrsla Nýsköpunarsjóðs
námsmanna 2002.
Dagar
3. mynd. Fóðurát minkahvolpa í upphituðum og óupp-
hituðum hreiðurkössum.