Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 259
257
Um miðja síðustu öld var alaskalúpínu plantað og sáð í rofabörð ofan Bæjarstaðarskógar
í Morsárdal í Skaftafelli. Fé gekk í Morsárdal fram til ársins 1978. Árið 1982 féllu aurskriður
niður hliðina þar sem Bæjarstaðarskógur vex. Mikið heíur verið reynt til að hefta útbreiðslu
lúpínunnar í Bæjarstaðaskógi, en hins vegar hafa engar mælingar verið gerðar á því hversu
mikil útbreiðslan er í raun og veru eða hvaða áhrif lúpínan hefur haft á viðgang skógarins.
Markmið þessarar rannsóknar var að nota loftmyndir og landfræðileg upplýsingakerfi til
að skoða og skrá útbreiðslu alaskalúpínu í Morsárdal og skoða jafiiframt hvort einhveijar
breytingar hafi átt sér stað á stærð Bæjarstaðarskógar samhliða útbreiðslu lúpínunnar.
EFNI OG AÐFERÐffi.
Bæjarstaðaskógur í Morsárdal er að meginstofni um 160 ára. Hann vex í dalnum vestan-
verðum, í hlíð er nefnist Háls. Sunnan hans er Réttargil, ofan er Háls og norðan skógarins
halda Rauðhellar áfram í átt að dalnum Kjós. Framan skógarins eru Morsárauramir (Hjör-
leiftir Guttormsson 1993). Rannsóknarsvæðið afmarkaðist af aurunum framan skógarins og
hlíðinni ofan hans.
Notaðar vom loftmyndir frá ámnum 1965, 1982, 1994, 1997 og 2000 til að kortleggja út-
breiðslu meginlúpínubreiðunnar. Loftmyndimar vom teknar af Landmælingum íslands og
Loftmyndum ehf. Allar loftmyndimar vom teknar á sama árstíma, í kringum 20. ágúst. Loft-
myndimar vom bæði á tölvutæku formi og sem snertimyndir, þannig að hægt var að skoða
þær nákvæmlega i þrívíddarsjá. Loftmyndimar vom hnitsettar og réttar upp eftir þekktum
GPS punktum sem safiiað var á vettvangi. Því næst vom þær færðar inn í landfræðilegt upp-
lýsingakerfi, þar sem niðurstöður greiningar hverrar loftmyndar vom skráðar inn og bomar
saman.
NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐUR
Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna
að lúpína hefur breiðst hratt út í
Morsárdal síðustu 20 árin og þekur
nú ríflega 30 ha lands. Mælingar sýna
að frá árinu 1965 fram að árinu 1982
var lúpína vart greinanleg á rann-
sóknarsvæðinu. Árið 1988 þakti lúp-
ína um 7 ha, þar af um 1 ha á aur-
unum. Árið 2000 þakti lúpínu-
breiðan um 31 ha í kringum skóginn
og þar af um 23 ha á aurunum framan
hans. Niðurstöðumar sýna einnig
ólíka þróun í útbreiðslu lúpínunnar í
hlíðinni ofan skógarins og á aurunum
neðan hans (sjá 1. mynd).
Árið 1988 hafði lúpína náð að
þekja að mestu eystri hluta rasksins
eftir skriðuföllin sumarið 1982, en
engar merkjanlegar breytingar höfðu átt sér stað á nývexti skógarins. Arið 1994 var lúpínan
ekki eins greinileg á myndinni, en birkið virtist vera að vaxa upp í staðinn. Árið 2000 var ekki
lengur hægt að greina lúpínu í stórum hluta skriðufarsins, en birki vaxið upp í staðinn. Lúpínan
hafði hins vegar breiðst út á raskaða svæðinu eftir skriðuna sem féll meðfram Réttargilinu.
1. mynd. Þróun í útbreiðslu Bæjarstaðarskógar og lúpínu í
Morsárdal tímabilið 1965-2000.