Ráðunautafundur - 15.02.2003, Qupperneq 260
238
Á sama tímabili og lúpínan hefúr margfaldað útbreiðslu sína hefúr flatarmál Bæjarstaðar-
skógar tvöfaldast, úr 11,4 ha í 22,4 ha. Það er því ljóst að stærð skógarins hefúr verið ofmetin
fram að þessu, því fyrri heimildir segja hann um 25 ha að stærð (Hjörleifúr Guttormsson
1993). Út ffá þessum niðurstöðum verður að draga í efa að skógurinn sé í hættu af völdum út-
breiðslu lúpínunnar, þó ekki verði lagt mat á það hvort hún standi á einhvem hátt í vegi fyrir
enn frekari nýliðun skógarins.
Útbreiðsla lúpínu á aurunum neðan skógarins fylgir lægðum og árfarvegum, enda berast
lúpínufræ auðveldlega langar leiðir með vatni (Daði Bjömsson 1997). Niðurstöður þessa
hluta rannsóknarinnar sýna greinilega samsvörun við kenningar um hvemig ágengar plöntur
dreifast í nýjum heimkynnum (sjá 1. mynd). Samkvæmt Hobbs og Humphries (1994) em
ágengar plöntur i nýjum heimkynnum oft í svokölluðum lag-fasa (n.k. dvali) fyrstu áratugina.
Einhvers konar röskun vistkerfa (t.d. flóð) getur orðið til að ijúfa lag-fasann og opna fyrir
mun víðtækari útbreiðslu plöntunnar. Þá tekur útbreiðsla hennar að margfaldast; færist í sk.
log-fasa.
Líklegt er að friðun svæðisins fyrir beit ásamt skriðunum sem féllu sumarið 1982 séu
ráðandi þættir í breytingum á útbreiðslu lúpínu og skógarins síðustu 20 ár.
Önnur rannsókn höfúndar var unnin samhliða þessari á vettvangi sumarið 2001 og sýndi
hún að útbreiðsla lúpínunnar í Morsárdal er ekki bundin við meginbreiðuna. Lúpínan vex líka
í litlum blettum víðsvegar út ffá meginbreiðunni í allt að tveggja kílómetra fjarlægð ffá jaðri
hennar (Kristin Svavarsdóttir o.fl. 2002). Margir blettanna eru þegar famir að blómstra og
bera ffæ og því líklegt að útbreiðsla lúpínunnar í Morsárdal eigi eftir að verða enn hraðari á
næstu árum en hún er í dag.
Gróðurfarsþróun í Morsárdal gefur til kynna hvers vænta má þegar plöntu eins og lúpínu
er komið af stað i nýjum heimkynnum. Mikilvægt er að hafa þróunina í Morsárdal í huga áður
en ráðist er í sáningu lúpínu á nýjum landsvæðum hérlendis.
ÞAKKARORÐ
Þessi grein er byggð á lokaverkefni höfundar við Jarð- og landfræðiskor Háskóla íslands vorið 2002 (Þórunn
Pétursdóttir 2002). Bestu þakkir er færðar leiðbeinendum, þeim Guðrúnu Gísladóttur og Kristínu Svavarsdóttur.
Einnig Landgræðslu rikisins, Náttúruvemd ríkisins og Nýsköpunarsjóði námsmanna sem styrktu þetta verkefni.
HEIMILDASKRÁ
Borgþór Magnússon, Bjami Diðrik Sigurðsson & Snorri Baldursson, 1995. Vöxtur og uppskera alaskalúpínu. í:
Lífíræði alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis). Vöxtur, fræmyndun og áhrif sláttar. Fjölrit RALA nr. 178, 82 s.
Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon & Bjami Diðrik Sigurðsson, 2001. Gróðurftamvinda í lúpínu-
breiðum. Fjölrit RALA nr. 207, 100 s.
Daði Bjömsson, 1997. Útbreiðsluhættir alaskalúpínu í Heiðmörk raktir eftir loftmyndum. Fjölrit RALA nr. 192,
24 s.
Hjörleifúr Guttormsson, 1993. í riki Vatnajökuls. Árbók Ferðafélags íslands 1993. Ferðafélag íslands, 287 s.
Hobbs, R.J. & Humphries, S.E., 1995. An intergrated approach to the ecology and management of plant invas-
ion. Conservation Biology 9: 761-770.
Ihse, M., 1989. Air Photo Interpretation and Computer Carthography. Tool for Studying the Changes in the
Cultural Landscape. í: The cultural landscape - past, present and fúture (ritstj. Birks, H.H., Birks, H.J.B.,
Kaland, P.E & Moe, D.). Cambridge University Press, 153-163.
Kristín Svavarsdóttir, Þórunn Pétursdóttir & Guðrún Gísladóttir, 2002. Distribution dynamics of introduced
Nootka lupin on a braided river bed in Skaftafell National Park, Iceland. Veggspjald á lúpínuráðstefnu á Laugar-
vatni 2002.
Lillesand, T.M. & Kiefer, R.W., 1994. Remote sensing and image interpretation. John Wiley & Sons, New
York, 750 s.