Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 262
260
RFÐUNRUTflFUNDUR 2003
Nytjaland - Gróðurflokkun
Sigmar Metúsalemsson og Einar Grétarsson
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
Til að öðlast þekkingu á stærð gróðurlenda fyrir einstakar jarðir á sem skemmstum tíma með
hagkvæmum hætti er nauðsynleg að kortleggja stór svæði í einu með sem minnstum til-
kostnaði. Hingað til hefúr hin hefðbundna aðferð verið sú að draga útlínur einstakra gróður-
lenda á loftmyndir á vettvangi. Þessar upplýsingar eru síðan gerðar aðgengilegar á kortum, i
töfluformi eða á einhvem annan hátt. Ókostimir við að nota loftmyndir og kortleggja á
vettvangi em þeir að unnið er með tiltölulega lítil svæði í einu, það er tímafrekt og því verður
kostnaður mikill. Einnig er umtalsverð vinna að koma kortlagningunni á staffænt form eftir
að komið er með hana í hús. Kostimir era hins vegar þeir að hægt er að kortleggja mjög ná-
kvæmt og ekki á að þurfa að sannreyna kortlagninguna eftirá.
Með verkefhinu Nytjaland var ætlunin að saftia gróðurfarsupplýsingum fyrir landið allt.
Fyrirliggjandi gögn vora fyrst og ffemst gróðurkort Rala og Náttúraffæðistofhunar, en þau
era að litlum hluta til á staffænu formi og þau era ekki til fyrir landið allt. Sérstaklega skortir
mikið á kortlagningu í byggð. Ljóst var að þau gögn dygðu ekki fyrir Nytjaland, enda þótt ná-
kvæmni þeirra sé mun meiri en stefnt var að í verkefhinu Nytjaland. Því þurfti að þróa nýjar
og skjótvirkar aðferðir til að kortleggja gróður landsins. Ákveðið var að nota fjarkönnunar-
aðferðir, þar sem gervitunglamyndir era flokkaðar á staffænan hátt í einstaka gróðurflokka.
Kostimir við þessa vinnsluaðferð er sú að hægt er að kortleggja stór svæði í einu og kort-
lagningin er algerlega kerfísbundin, þannig að einstaklingsbundnar túlkanir, sem hætt er við í
vettvangsvinnu, hverfa. Vegna þess hve unnið er með stór svæði í einu verður kortlagningin
mun fljótvirkari og kostnaður á flatareiningu minnkar mikið. Einnig er allt vinnsluferlið staf-
rænt, þannig að ekki þarf að koma kortlögðum upplýsingum á staffænt form eftir að flokkun
gróðurs lýkur. Ókostimir við vinnslu með fj arkönnunaraðferðum era þeir að ekki er farið á
hvem einasta stað á hverri mynd til skoðunar. Einnig er takmarkað hvað hægt er að kortleggja
með gervitunglamyndum, m.a. því að þær era teknar úr mikilli hæð, oft um 700 km. Vinnslu-
aðferðin byggir á því að ákvarða endurvarp einstakra gróðurflokka á mismunandi bylgju-
lengdum, en talsverð sköran getur verið á milli endurvarps gróðurflokka. Þvi era takmörk
fyrir því hve marga flokka hægt er að skipti gróðrinum í.
Hér á eftir verður lýst þeirri aðferðarffæði sem notuð er i verkefninu Nytjalandi til að
flokka gróður með aðferðum fjarkönnunar. Aðferðum við söfnun landamerkja í verkefninu er
lýst í annarri grein í þessu riti af Fanney Gísladóttur og Bimi Traustasyni.
GRÓÐURFLOKKAR
Við flokkun gróðurs fyrir verkefnið Nytjaland er mikilvægt að hafa tvennt í huga. Annars
vegar að hafa ekki flokkunina of flókna, en hins vegar þarf flokkunin að vera lýsandi fyrir
uppskera til beitar. Segja má að flokkunin taki mið af framleiðni gróðurs (blaðgrænu), sem
aftur á móti hefur mikið gildi fyrir mat á landi til beitar. Eftir nokkra yfirlegu sérfræðinga
Rala og L.r. var niðurstaðan sú að flokka myndimar í 11 flokka, þar sem 10 flokkar lýstu
gróðri, en einn flokkur táknaði vatn. Flokkamir era eftirfarandi: