Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 263
261
• Ræktað land * mólendi
• Graslendi * Mosi
• Kjarr- og skóglendi * Hálfdeigja
• Ríkt mólendi * Votlendi
ítarlegri lýsing á gróðurflokkunum er m.a. að fmna
heimasíðu Nytjalands: www.nytjaland.is.
GRÓÐURGREINING
Litróf ljóssins spannar mjög
breitt svið bylgjulengda.
Yfirborð jarðar hefur mis-
munandi endurvarp á til-
tekinni bylgjulengd. A 1.
mynd má sjá endurvarp
þriggja mismunandi land-
gerða; jarðvegs, gróðurs og
vatns á mismunandi bylgju-
lengdum.
Flestar gervitungla-
myndimar sem notaðar em í
verkefninu em bandarískar
Landsat myndir. Þær em í
raun sjö myndir af sama svæðinu, þar sem hver mynd er tekin á ákveðnu sviði rafsegulrófsins,
eða með öðmm orðum myndimar em teknar á mismunandi bylgjulengdum. Ein mynd sýnir
aðeins endurvarp bláa ljóssins ffá jörðu, önnur endurvarp græna ljóssins, þriðja rauða ljóssins
o.s.frv. Fjórar af þessum myndum sýna endurvarp innrauðs ljóss sem mannsaugað greinir
ekki, en þær em mjög mikilvægar til að aðgreina einstaka gróðurflokka. Ástæðan er sú að
innrautt ljós er tiltölulega nákvæmur mælikvarði á blaðgrænu gróðurs.
Við gróðurgreininguna er byijað á því að fara um svæðin og safna upplýsingum um
hvaða gróðurflokkar em til staðar og þær upplýsingar em merktar á útprentaða gervitungla-
mynd sem höfð er meðferðis. Næst er myndin flokkuð með sérstökum hugbúnaði, sem
reiknar mismun í endurvarpi frá yfírborði jarðar á mismunandi bylgjulengdum og skiptir
þannig gervitunglamyndinni upp í þann fjölda flokka sem óskað er. Almennt em flokkamir
hafðir mun fleiri en endanleg kortlagning gerir ráð fyrir. Sem dæmi um það em myndimar í
verkefninu flokkaðar í 200 flokka, sk. gmnnflokka, sem síðan em skoðaðir eftirá hver og einn
og settir í viðkomandi gróðurflokk. Að lokum em allir gmnnflokkar sem flokkast undir sama
gróðurflokk sameinaðir og úr því verður til flokkuð mynd með þeim 11 flokkum sem áður
vom nefndir.
SANNPRÓFUN UPPLÝ SINGANNA
Til að sannreyna að flokkunin sé rétt er nauðsynleg að fara aftur á svæðin og sannreyna kort-
lagninguna. Þetta er gert með því að tölva er látin dreifa lagskiptum punktum, sem valdir em
með slembiúrtaki, yfír svæðið sem kortlagt var (stratified random sampling points). Með
þessu lagi fá þeir gróðurflokkar sem mest flatarmál hafa flesta punktana, en minnstu gróður-
flokkamir fá fæsta. Pxmktamir hafa ákveðin x- og y-hnit sem sett em inn í GPS-tæki og síðan
er farið á alla þessa punkta og skoðað hvort kortlagningin á þeim punkti sé rétt. í verkefninu
hafa verið notaðir 1000 punktar fyrir hveija gervimnglamynd í þessu skyni. Nauðsynlegt
• Hálfgróið
• Lítt gróið
• Vatn
í grein Ólafs Amalds o.fl. (2003) og