Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 266
264
RflÐUNRUTRFUNDUR 2003
Nytjaland - Jarðamörk
Fanney Ósk Gísladóttir og Bjöm Traustason
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
YFIRLIT
Síðastliðin 3 ár hefur verið unnið að því að safna saman landamerkjagögnum og að yfirfæra þau á hnitsettar
myndir. Jafhffamt því hafa nýjar starfsaðferðir verið þróaðar við gerð landamerkjauppdrátta, þar sem markmiðið
er að hnitsetja uppdrátt allra bújarða, hvort sem þær eru í ábúð eða eyði, á skömmum tíma og án mikils til-
kostnaðar. Best hefur gefist að boða ábúendur til fundar, þar sem hver og einn segir til um sín landamerki.
Landamerkjaskráningin er viðamikið starf sem gefur mikilvægar grunnupplýsingar um bújarðir landsins.
Afraksturinn mun nýtast bændum, sveitarfélögum, stofnunum og öðrum sem koma að nýtingu lands á einn eða
annan hátt.
INNGANGUR
Nytjaland - Jarðabók íslands er samstarfsverkefiii Rannsóknastofhunar landbúnaðarins,
Bændasamtaka Islands, Landgræðslu ríkisins og landbúnaðarráðuneytisins. Verkefnið felst í
að safna upplýsingum um bújarðir landsins, sem skráðar eru í gagnagrunn. Þessum upp-
lýsingum er haldið til haga á staffænu formi og stefnt er að því að gera þær aðgengilegar á
netinu. Fyrirhugað er að þar verði unnt að setja ffam ýmiss konar fyrirspumir um landshætti á
bújörðum eða tilteknum landsvæðum.
Viðamestu verkefnisþættimir eru flokkun gróðurs (sjá umfjöllun Sigmars Metúsalems-
sonar og Einars Grétarssonar í þessu riti) og uppdráttur landamerkja allra bújarða. Bújarðir
landsins em um 6500 þúsund og þar af em um 4500 þúsund í byggð.
Landamerkjauppdrátturinn á eftir að nýtast bændum við skipulag landnýtingar, hvort sem
lýtur að beitarstýringu, uppgræðslu, ræktun eða annarri notkun. Auk þess hafa mörg sveitar-
félög lýst yfir áhuga á þessum gögnum vegna skipulagsgerðar. Landamerkjauppdrættimir
munu einnig geta nýst stofnunum og fyrirtækjum sem hafa með notkun lands að gera og má
þar nefna Landgræðslu ríkisins, Skógrækt ríkisins, Skipulagsstofiiun, Umhverfisstofnun,
Vegagerðina og Landsvirkjun. Þá er fyrirhugað að nýta gagnagrunn Nytjalands við þá vottun
landnýtingar sem kveðið er á um í samningi ríkisins og sauðfjárffamleiðenda um gæðastýrða
búvömffamleiðslu.
Auk margþættra notkunarmöguleika er um mikilvæga heimildarskráningu að ræða. Með
breyttum búskaparháttum og fækkun fólks í sveitum landsins er þekking á landamerkjum og
ömefhum að glatast og því mikilvægt að fanga þennan ffóðleik hjá staðkunnugum mönnum.
GÖGN UM LANDAMERKI
Hingað til hafa landamerkjagögn verið dreifð og ekki verið unnt að nálgast þau á einum stað.
ítarlegustu upplýsingar um jarðamörk bújarða er að fmna i landamerkjalýsingum sem gerðar
vom á ofanverðri 19. öld. Embættismenn fóm þá um landið og skráðu lýsingu á jarðamörkum
velflestra jarða sem þá vom i byggð.
Lýsingar þessar em misgóðar og oft á tiðum er erfitt að yfirfæra upplýsingamar úr landa-
merkjalýsingunum yfir á mynd, jafnvel fyrir staðkunnuga. Kennileiti sem vísað er til em í
mörgum tilvikum horfín. Ræktun og vegagerð hafa afmáð mörg viðmið og mörg hafa horfið