Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 14
Páskablað 22.–29. mars 201614 Fréttir V egna ört stækkandi óskuld­ setts gjaldeyrisforða Seðla­ bankans er nú til skoðun­ ar af hálfu íslenskra stjórnvalda að sá hluti aflandskrónuvandans sem lýtur að um 230 milljarða krónueignum í eigu eða vörslu fárra erlendra fjár­ festingarsjóða verði leystur að nánast öllu leyti í gegnum gjaldeyrisuppboð. Forsenda þess að slík leið verði farin í fyrirhuguðu aflandskrónuútboði er hins vegar að það takist að gera full­ trúum fjárfestingarsjóðanna það ljóst að þrátt fyrir umskipti í gjaldeyris­ stöðu þjóðarbúsins þá séu þeir ekki að fara njóta þess með útgöngu úr höftum á hagstæðara gengi en ella. Þannig er horft til þess, sam­ kvæmt heimildum DV, að gengið í slíku útboði mætti ekki vera hærra en það var að meðaltali í þeim gjald­ eyrisuppboðum sem fóru fram á ár­ unum 2012 til 2015 í tengslum við fjárfestingarleið Seðlabankans, eða tæplega 220 krónur gagnvart evru. Ef það verður reyndin að þessi stærsti hluti aflandskrónustabbans – kvikar krónueignir í eigu eða vörslu fjögurra erlendra fjárfestingarsjóða – fari allur úr landi í gegnum gjald­ eyrisútboð á sambærilegu gengi þá myndu um 150 milljarðar fara úr forða Seðlabankans. Við slíka fram­ kvæmd myndi hrein erlend skulda­ staða þjóðarbúsins að sama skapi batna enn frekar. Kynnti næstu skref Fram kom í máli Más Guðmunds­ sonar seðlabankastjóra á árs­ fundi Seðlabankans í liðinni viku að fyrirkomulag og tímasetning aflandskrónu útboðs yrði gert opin­ bert von bráðar svo það gæti farið fram á fyrri hluta þessa árs. Á ríkis­ stjórnarfundi síðastliðinn föstudag kynnti Bjarni Benediktsson, fjármála­ og efnahagsráðherra, minnisblað um þau skref sem yrðu tekin á næstunni vegna aflandskrónuvandans. Þrátt fyrir að Seðlabankinn muni sjá um framkvæmd útboðsins þá er ljóst að um er að ræða efnahagsaðgerð sem er á forræði ríkisstjórnarinnar en farsælar lyktir í þeim efnum munu skipta miklu varðandi losun hafta á íslensk heimili, fyrirtæki og lífeyris­ sjóði í kjölfarið. Sá hópur sem hefur leitt vinnu stjórnvalda við undirbúning út­ boðsins er skipaður þeim Bendikt Gíslasyni, ráðgjafa fjármálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, aðstoðarfram­ kvæmdastjóra á skrifstofu seðla­ bankastjóra, Sturlu Pálssyni, fram­ kvæmdastjóra markaðsviðskipta og fjárstýringar Seðlabankans, og Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fram­ kvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins. Þá var bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit einnig nýlega fenginn til að veita stjórnvöldum ráðgjöf vegna út­ boðsins, eins og greint var frá í DV í síðustu viku. Dýrkeyptur gjaldeyrisforði Mikið innflæði gjaldeyris síðustu misseri, einkum vegna straums ferðamanna til landsins, hefur gert Seðlabankanum kleift að byggja upp óskuldsettan gjaldeyrisforða sem er farinn að nálgast 400 milljarða króna. Forða af þessari stærðargráðu fylgir þó kostnaður en miðað við stöðu forðans í árslok 2015 nam neikvæður vaxtamunur á gjaldeyrisjöfnuði bankans, þar sem innlendir vextir eru mun hærri en möguleg erlend ávöxtun forðans, um 18 milljörðum á ársgrundvelli. Seðlabankastjóri kom inn á þetta í ræðu sinni á árs­ fundi bankans og sagði að þessi staða gæti gert að verkum að „stærri hluti [aflandskrónuvandans] verði leystur í útboðinu með endanlegri hætti en áður var útlit fyrir.“ Fram til þessa hefur verið áætlað að leysa aflandskrónuvandann með fjölvalsútboði. Þannig yrði annars vegar haldið gjaldeyrisuppboð þar sem aflandskrónueigendur myndu greiða „verulegt álag“ kjósi þeir að losna strax með fé sitt úr höftum og hins vegar útgáfu ríkisskuldabréfs í krónum til 20 ára með útgöngu­ gjaldi fyrstu sjö árin eða skuldabréfi til meðallangs tíma í evrum. Þeir fjár­ festar sem fallast ekki á þessi skil­ yrði stjórnvalda myndu þá enda með krónueignir sínar á læstum reikn­ ingum til langs tíma á engum eða neikvæðum vöxtum. Vinna við gerð lagafrumvarpa og útboðsskilmála í tengslum við útboðin er á lokametr­ unum. Að lágmarki sex vikur þurfa að líða frá tilkynningu um útboðsskil­ mála áður en það getur farið fram. Þrátt fyrir að lagt verði upp með það fyrirkomulag að fram muni fara fjölvalsútboð þá er nú sem fyrr seg­ ir möguleiki í stöðunni að lang­ samlega stærsti hluti aflandskrónu­ eigenda fari strax út úr landi í gegnum gjaldeyrisuppboð – í stað þess að meirihluti þeirra skipti á eignum sínum fyrir ríkisskulda­ bréf. Fyrir utan þann aflandskrón­ ustabba sem nemur um 230 milljörð­ um eiga aðrir erlendir aðilar einnig innlán í íslenskum bönkum og rík­ isverðbréf, sem eru ekki í vörslu er­ Forðinn nýttur til að losa út 230 milljarða aflandskrónustabba n Stærsti hluti aflandskrónuvandans gæti verið leystur í gegnum gjaldeyrisuppboð n Fái ekki hagstæðara útboðsgengi vegna bættrar stöðu þjóðarbúsins n Kynnt á ríkisstjórnarfundi Hörður Ægisson hordur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.