Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 73

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 73
Páskablað 22.–29. mars 2016 Menning 65 VIÐ HREINSUM ÚLPUR! Verð frá kr. 2.790 til kr. 3.990. 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is Allt á einum stað: Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðaprentun. Ljósmynda-, striga- og segulprentun. Textaskraut, sandblástur, GSM hulstur og margt fleira... Þ að er margt næstum því sjarmerandi gamaldags við myndina. Næstum því. Hún er þokkafull flug- freyja. Hann rekur vídeó- leigu, eða því sem næst. Fólk reyk- ir enn. Og konur eru annaðhvort daðurdrósir eða afskiptar eiginkon- ur. Líklega hefði verið betra að gera períóðu um Reykjavík „in ðe eitís.“ En því láni eigum við ekki að fagna. Allt annað er hér á sínum stað samkvæmt handbókinni um rómantískar gamanmyndir. Sögu- hetjan er nörd. Ekki sjarmerandi besservisser, bara maður sem lítur niður á alla sem hafa ekki heyrt um Truffaut og er reiðubúinn til að leggja líf sitt og annarra í rúst til að sýna fram á það. Besti vinurinn er „slísí“ töffari sem nýtur kvenhylli og virðist almennt annars helst hafa þann tilgang að gefa okkar manni góð ráð, sem hann hunsar. Ekki er auðvelt að sjá hvað varð þess valdandi að einmitt þess- ir tveir urðu vinir. Ekki er heldur hægt að sjá hvers vegna þokkadís- in, sem er af efnafólki komin, kaus að giftast honum. Né heldur hvers vegna hann fær ekki frið í vinnunni fyrir ungum stúlkum, en allir hér eru haldnir afbrýðisemi á háu stigi svo að meinlaust hálfdaður um há- bjartan dag er rætt í matarboðum og leiðir til sambands- og vinslita. Strax í upphafi er ljóst hvaða leið þarf að fara, okkar maður þarf að selja búðina til að borga af húsinu og fá sér alvöruvinnu til að sjá fyrir fjölskyldunni. Allt þetta stendur til boða en hann þráast við. Hvað um það, Reykjavík er full af tvítugum stelpum sem hugga fertuga og frá- skilda menn og segja þeim í ofaná- lag að allt fari skánandi um fimm- tugt. Svo vill til að ein þeirra er dóttir besta vinarins, en hér lærum við að besta leiðin til að bæta sam- band vina okkar við börnin sín er að sofa hjá þeim. Það besta sem hægt er að segja um myndina er að hún hlífir okkur við vondum bröndurum, því engir brandarar eru í henni yfirhöfuð eftir því sem ég kemst næst. Hún er því hvorki rómantísk né gamanmynd. Öllu verra er að hún stendur sig heldur ekki sem vísanaveisla fyrir kvikmyndanörda, allir aðrir vísa í Godfather og Pulp Fiction og óþarfi að gera það hér líka. Hinn annars stórskemmtilegi leikstjóri myndar- innar á betra skilið en þetta, og það eiga áhorfendur líka. Nú þurfa menn heldur betur að fara að taka sig á ef íslenska kvik- myndasumarið, sem hófst í fyrra, á ekki að fá jafn snubbóttan endi og arabíska vorið. n Íslenska nóttin Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvik yndir Reykjavík Leikstjórn og handrit: Ásgrímur Sverrisson. Aðalhlutverk: Atli Rafn Sigurðsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Gudmundur Thorvaldsson. 92 mínútur Vísað í kvikmyndasöguna Í Reykjavík er vitnað hingað og þangað til kvikmyndasögunnar, meðal annars frægt atriði í kvikmyndinni Le Mépris eftir franska leikstjórann Jean-Luc Godard. „Það er margt næstum því sjarmerandi gamaldags við myndina. Næstum því. Hringur á krossgötum Atli Rafn Sigurðsson leikur Hring sem virðist ætla að missa húsið og fjölskylduna til að halda í kvikmynda- búðina sína. HönnunarMars heldur áfram Nokkrar hönnunarsýningar enn opnar H inn árlega hönnunarhátíð Hönnunarmars fór fram 10. til 13. mars síðastliðinn. Nokkrar hönnunartengdar sýningar sem voru opnaðar á hátíð- inni standa enn yfir. Samsýning fjölmargra hönnuða í Lækningaminjasafninu, Seltjarnar- nesi er opin til 26. mars og þá verða sýningar Sturlu Más Jónssonar og Þórunnar Árnadóttur, Prestar og Frímínútur, opnar í Gallerí Gróttu, Eiðistorgi, til sama dags. Afrakstur tilraunaverkefnisins 1+1+1, samstarfsverkefnis hönnunarteymisins Hugdettu frá Íslandi, Petru Lilju frá Svíþjóð og Aalto+Aalto frá Finnlandi, stendur yfir í Spark, Klapparstíg 33, til 1. apríl. Sýning á skissum sem gestir gerðu á Hönnunarmars stendur yfir í Arion banka, Borgartúni 19, til 9. apríl. Leturverk, sýning á verkum eftir hóp grafískra hönnuða, sem kalla sig Tákn og teikn, stendur yfir á Mokka- Kaffi, Skólavörðustíg, til 13. apríl. Þá er sýningin Þríund opin til 29. maí í Hönnunarsafninu Garða- torgi, en þar er sýnd hönnun Helgu Ragnhildar Mogensen, skartgripa- hönnuðar, Bjarna Viðars Sigurðs- sonar, keramiker, og Anítu Hirlekar, fatahönnuðar. n Frímínútur Hönnun Þórunnar Árnadóttur er til sýnis í Gallerí Gróttu til 26. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.