Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 12
Páskablað 22.–29. mars 201612 Fréttir TAKTU ÞÁTT Í SKEMMILEGUM PÁSKALEIK NESBÚ EGG Farðu inn á www.nesbu.is/paskaleikur til að taka þátt Vegleg verðlaun verða veitt fyrir best skreyttu Nesbúeggin „Mamma vill alltaf koma með mér til Íslands“ Abhijeet Gupta og Tania Sachdev eru sigurvegarar Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótsins sem er nýlokið A lþjóðlega Reykjavíkur- skákmótinu lauk í vik- unni sem leið og eins og undanfarin ár tókst hátíð- in afar vel. Alls tóku 235 skákmenn þátt í mótinu, á öllum aldri og báðum kynjum, frá þrjá- tíu og einu landi, allt frá Ástralíu til Kostaríku. Blaðamaður DV tók þátt í mótinu og settist úrvinda niður með indverskum sigurvegurum mótsins að því loknu. Stærsti sigurinn á ferli Gupta Óumdeildir sigurvegarar mótsins sem lauk í Hörpu voru Ind- verjarnir Abhijeet Gupta og Tania Sachdev. Abhijeet, sem er fyrrver- andi heimsmeistari ungmenna, varð einn efstur í mótinu með 8½ vinning af 10. Hann var í 10. sæti á styrkleikalista mótsins við upphaf þess og því er um stórkostleg afrek að ræða sem Indverjinn geðþekki telur hið besta á sínum ferli. „Það er sjaldgæft að vinna mót sem er eins sterkt og þetta með svona miklum yfirburðum. Hér voru skákmenn sem eru í hópi þeirra allra sterkustu í heiminum og ég er því himinlifandi,“ sagði Abhijeet kátur. Hann er ákaflega vel liðinn meðal keppenda og áhorfenda og því óhætt að fullyrða að viðstadd- ir hafi samglaðst honum af heilum hug. „Ég er að hugsa um að flytjast hingað“ Sú sem vakti mesta athygli var vin- kona Abhijeet, og okkar Íslendinga, Tania Sachdev. Hún tryggði sér áfanga að stórmeistaratitli með frábærri frammistöðu sinni en hún fór taplaus í gegnum mótið og hlaut 7 vinninga af 10 möguleg- um. Andstæðingarnir voru nokkrir af sterkustu stórmeisturum ver- aldar, atvinnumenn í fremstu röð, en yfirleitt voru það þeir sem að áttu undir högg að sækja og máttu hafa sig alla við til að halda jafn- tefli. Árangurinn markar tímamót hjá Töniu en fram að þessu móti hafði hún átt erfitt uppdráttar. „Ég er að hugsa um að flytjast hingað,“ sagði hún brosandi við blaðamann eftir mótið. Þetta er í fimmta sinn sem hún teflir á Reykjavíkurskák- mótinu og yfirleitt gengur henni vel, þrátt fyrir að aldrei hafi neitt í Brotin sjálfsmynd Pistill Björns Þorfinnsonar, skákmanns og blaðamanns Eins og áður segir ákvað blaðamaður að taka þátt í hátíðinni og var kapp frekar en forsjá á bak við þá ákvörðun. Það er gríðarlega krefjandi að taka þátt í sterku skákmóti og þegar að daglegt fjölskyldulíf og vinna bætist við álagið þá getur oft farið illa. Eins og heyra má þá er gott að geta endurskrifað söguna með þessum hætti, lauma að útskýringum og afsökunum fyrirfram til þess að hlúa að brotinni sjálfsmyndinni. Mótið mitt byrjaði ekkert sérstaklega vel, fyrstu tvær skákirnar voru arfaslakar og með einskærri heppni unnust tveir sigrar gegn þýskum og velskum skáktúristum. Blaðamanni leið því eins og lambi á leið til slátrunar þegar andstæðingur 3. umferðar var snillingurinn Hrat Melkumyan, armenskur ofurstórmeistari sem er í hópi hundrað bestu skákmanna heims. Það kom því öllum óvart, ekki síst mér sjálfum, að taflmennskan var nánast óaðfinnanleg og hársbreidd munaði að sá armenski yrði að lúta í gras eftir fimm klukkustunda baráttu. Jafntefli var niðurstaðan og ég var alsæll með það. Hæfður af leyniskyttu Í fjórðu umferð brotlenti bleika skýið mitt með látum. Andstæðingurinn var annar armenskur snillingur, Sergei Movsesian, sem er maður sem hefur verið að etja kappi við menn eins og Kasparov í sterkustu skákmótum heims. Sjálfstraustið draup af hverjum einasta leik sem ég lék, staðan einfaldaðist smátt og smátt og í hjarta mínu virtist styttast óðum í að ég gæti hreinlega ekki tapað skákinni. Þá missti ég einbeitinguna í einum leik og í glópsku lék ég hróki til Einar átta. Sá armenski hugsaði í stutta stund, drap með riddara, sneri manninn niður á reitnum og starði djúpt í augun á mér með ísköldu augnaráði. Mér leið eins og ég hefði verið hæfður af leyniskyttu, stuttu síðar rétti ég fram höndina til marks um uppgjöf. „Blöffað“ til sigurs Ég endurheimti brot af sjálfstraustinu með snörpum sigri á efnispilti frá Akureyri í 5. umferð en í 6. umferð mætti ég nýjasta stórmeistara okkar Íslendinga, Hjörvari Steini Grétarssyni. Sú skák var stórskemmtileg fyrir áhorfendur en síður fyrir mig. Hjörvar lék flestum sínum leikjum á leifturhraða í afar flókinni byrjun. Ég sökk í sætið, sannfærður um að ég væri að lenda í einhverjum djöfullegum undirbúningi. Síðar kom í ljós að Hjörvar hafði einhverjar óljósar hugmyndir um hvernig ætti að tefla skákina en aðallega var hann að „blöffa.“ Já, það er hægt að blöffa í skák. Annað tap staðreynd. Meistaraverk fæðist Í sjöundu umferð kom ég norskum skáktúrista fyrir kattarnef í skák sem verður sennilega ofarlega á blaði í bókinni „Bestu skákir Björns Þorfinnssonar: Frá afglöpum til atvinnumanns“. Reyndar mun sú bók aldrei líta dagsins ljós en maður má leyfa sér að dreyma. Allt gekk upp í þessari skák þar sem fórnirnar flugu og allt gekk upp í höfðinu á mér á ólýsanlegan hátt. Þvílíkur unaður. Listaverkinu var fylgt eftir með öruggum sigri á bandarískri landsliðskonu og allt í einu var ég sem endurfæddur maður í mótinu. Hver þarf sjálfstyrkingarnámskeið þegar hann getur teflt? Makleg málagjöld Íkarusar En svo er það þetta með Íkarus og sólina, stundum verður maður einfaldlega of montinn. Ég mætti undrabarninu og stórmeistaranum, hinum norsk-íranska Aryan Tari, í 9. umferð. Í huga mér var hann ekkert annað en aumur strigi sem er yrði vettvangur næsta meistaraverks. Ég fórnaði drottningunni snemma leiks. Áhorfendur tóku andköf, hjarta mitt hamaðist í brjósti mér (það þykir nefnilega ótrúlega töff að fórna drottningunni) og ég gafst síðan upp eftir rúma fjörtíu leiki. Veröldin var óvenju grá þegar ég vaknaði upp daginn eftir. Framundan var viðureign í síðustu umferð gegn ungri stúlku frá Hollandi. „Hún er seig,“ sagði einn vinur minn. Ég hlustaði ekki. Eftir tuttugu leiki bauð hún mér jafntefli og að sjálfsögðu hafnaði Íkarus því hróðugur. Stuttu síðar gekk bugaður blaðamaður fram á bar Smurstöðvarinnar. „Einn stóran bjór, takk,“ sagði ég. Ekki vottur af tilfinningu í röddinni. Vinur minn til margra ára gekk þá fram á hryggðarmyndina og spurði hvernig hefði gengið. Þegar ég hafði tjáð honum að tap hefði verið niðurstaðan gegn þeirri hollensku spurði þessi meistari tilfinningalegrar nærgætni: „Aha, er hún orðin fjórtán ára?“ Fleyg orð Garrys Kasparov ómuðu í hausnum á mér: „Chess is mental torture.“ Takmarkalaus keppnisharka Fyrir nokkrum árum var greinarhöfundur staddur á alþjóðlegu skákmóti í Kaupmannahöfn og einn af þátttakendunum var Tania Sachdev. Allt hafði gengið á afturfótunum hjá okkur báðum og þegar nokkrar umferðir voru eftir þá vorum við bæði farin að bíða þess að mótinu lyki. Kvöld eitt rákumst við á hvort annað á leiðinni út af keppnisstaðnum og úr varð að við fórum niður í miðborg Kaupmannahafnar og fengum okkur kvöldmat saman. Það varð hið skemmtilegasta kvöld og við ræddum heima og geima og skiptumst á reynslusögum úr indverskum og íslenskum veruleika. Þegar leið á kvöldið litum við bæði á símana okkar og sáum að við áttum að mætast í mótinu daginn eftir. Það skemmdi þó ekki kvöldið og eftir matinn röltum við um miðbæinn, virtum fyrir okkur mannlífið og spjölluðum. Daginn eftir mætti ég brosandi út að eyrum og tók í hendina á vinkonu minni fyrir viðureignina. Skákin hófst og ég tefldi byrjunina af yfirvegun og staðfestu. Þegar við höfðum leikið einhverja fimmtán leiki og allt var í jafnvægi þá bauð ég á riddaralegan hátt jafntefli með bros á vör. Allt í einu tók ég eftir því að varir Töniu voru samanbitnar og úr augunum skein ísköld einbeiting og harka. Hún hafnaði jafnteflinu nánast samstundis. Næstu fjórar klukkustundirnar varð ég fyrir samfelldum árásum á taflborðinu og svo fór að ein náði í gegn. Særður barðist ég áfram gegn ofureflinu en engum vörnum var við komið og að lokum varð ég að rétta fram höndina til marks um uppgjöf. Í spennuþrunginni þögn skrifuðum við undir skorblöðin okkar og ég stóð upp og vissi ekki mitt rjúkandi ráð. „Eigum við að fá okkur síðbúinn hádegismat á veitingastaðnum hérna handan götunnar?“ sagði indverska skákdrottningin brosandi. Þrátt fyrir að vera við að bresta í grát yfir ofbeldinu á skákborðinu þá var virðing mín fyrir henni takmarkalaus. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Indverskir sigurvegarar Abhijeet Gupta og Tania Sachdev voru sigurreif að lok- inni skákhátíðinni í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.