Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 56
48 Fólk leikarans. Ekki þvermáli heldur vin- sældum og launum. Íslensku leik- ararnir borða hins vegar í sama bíl og við. Það er allt miklu persónu- legra,“ segir Ragna til að draga upp mynd af ólíkri stemningu. Hún tekur samt fram að þegar hún farðaði leik- arana Juliu Stiles, Forest Whitaker og Jeremy Renner fyrir myndina Little trip to heaven þá hafi þau dottið í sömu stemningu og Íslendingarnir og verið alveg dásamleg. En hún tel- ur það hafa haft áhrif að um íslenska mynd var að ræða. Þarf stundum að vera sálfræðingur Ragna hóstar aðeins og ræskir sig og afsakar sig í kjölfarið. Segir hóst- ann hafa verið að angra sig í nokkr- ar vikur, en líklega sé um einhverjar flensuleifar að ræða sem aldrei hafi náð flugi. „Ég verð nefnilega aldrei veik. Sjö, níu, þrettán,“ segir hún og bankar þrisvar í gluggakistuna til að forða því að hún leggist í flensu strax eftir viðtalið. „Ég er auðvitað alltaf ofan í fólki svo ég er örugglega búin að mynda ónæmi fyrir öllum þess- um helstu pestum,“ bætir hún kímin við. En talandi um það. Verður hún aldrei þreytt á því að vera með nefið ofan í andlitinu á öðru fólki? „Í raun- inni ekki því ég er alltaf með nýtt andlit. Alltaf með nýjar persónur og heyri nýjar sögur. En það fer auðvit- að allt eftir því hver er í stólnum hjá mér og hvernig fólk er stemmt, hve mikið það talar.“ Ragna hefur gaman af því að spjalla við fólk í stólnum en stund- um þarf hún að setja sig í hlutverk sálfræðings. Til dæmis ef fólk er stressað fyrir því að fara í beina út- sendingu. „Það er fjöldi fólks sem er stressaður fyrir útsendingu og ég skil það ofboðslega vel. Ég myndi ekki vilja skipta. Ég reyni að láta fólki að líða vel þannig að það nái að slaka á. Oft segir fólk við mig að það skemmtilegasta við að koma í viðtal sé að setjast í stólinn hjá mér og fá smá dekur.“ Ragna brosir. Hún kann augljóslega sitt fag. „Svo verður maður líka að passa að gera fólk ekki stressað með of miklu tali, ef það vill bara slaka á. Það besta við öll þessi ár mín í starfi er reynslan. Maður kaup- ir ekki reynslu með peningum og maður lærir hana heldur ekki í skóla. Og öll framkoma við fólk byggist á reynslu. Maður lærir að hafa tilfinn- ingu fyrir því hvað fólk vill.“ Aldur er bara tala Það er einmitt faglegt ævistarf Rögnu, byggt á uppsafnaðri reynslu, sem hún var heiðruð fyrir á Eddu- verðlaunahátíðinni. En hvaða þýð- ingu hafa svona verðlaun fyrir hana? „Það hvarflaði aldrei að mér að ég fengi þessi verðlaun. Mér finnst heiðursverðlaun hafa verið veitt þeim sem eru sýnilegir, ekki þeim sem eru á bak við. En það er einmitt það sem fólki fannst svo gott við verðlaunin í ár, að það var baksviðs- manneskja sem fékk þau. Það skiptir miklu máli fyrir aðra sem vinna við þetta að starfið sé metið að verð- leikum. Þetta sýnir að baksviðsstörf- in skipta líka máli, ekki bara að vera framleiðandi eða aðalleikari.“ Ragna viðurkennir að hún hafi tengt heiðursverðlaun við starfslok eða einhvern vendipunkt, en það er svo sannarlega ekki raunin í hennar tilfelli, enda er hún í fullu fjöri. Eins og hún sagði í þakkarræðunni sinni á Edduhátíðinni þá er hún bara rétt að byrja. „Það er svo skrýtið að þegar maður hefur gaman af starf- inu sínu þá er aldur bara einhver tala sem skiptir ekki máli ef maður hefur heilsu og vinnugleði. Ég hef vinnugleðina ennþá og hef gaman af þessu. Ég er til dæmis að klára eina bíómynd núna, Eiðinn með Baltasar Kormáki, þannig að það bætist ein bíómynd við.“ Nýhætt að fara upp á þak Og Ragna lætur sér ekki nægja að vera á kafi í vinnu heldur sinnir hún líka áhugamálum sínum af miklum móð, sem og viðhaldi hússins og garðvinnu. Hún viðurkennir að hún sé mjög virk. Eiginlega svo virk að stundum fari hún fram úr sjálfri sér. Að fara á skíði er eitt af áhugamál- um Rögnu, en samt eingöngu í út- löndum. Henni þykir lítið spennandi að skíða í sléttlendinu á Íslandi og á ekki einu sinni skíði. Leigir sér bara búnað í útlöndum. Hún var einmitt að koma úr skíðaferð í Saalbach, með syni sínum og sjö ára barnabarni, daginn áður en við hittumst. „Svo er ég líka í hestunum. Ég er með einn hest uppi í Mosfellsbæ. Þar er yndis- legur vinahópur sem mér þykir mjög gaman að ríða út með. Ég segi stund- um að það sem haldi mér á tánum sé að vinahópurinn minn sé frá aldrin- um 45 ára upp í 62 ára. Ég er elst. Ég þarf að halda í við þau og geri það á meðan ég hef heilsu til,“ segir Ragna einlæg. „Ég hef alltaf haft ánægju af því að gera hitt og þetta.“ Ragna hefur einmitt verið dugleg við það í gegnum tíðina að gera hlutina sjálf. Ekki bara þegar kemur að því að finna gleðina í lífinu heldur líka hvað framkvæmdir varðar. „Ég er nýhætt að fara sjálf upp á þak að mála, en af því að ég er svona heilsu- hraust þá gleymi ég því stundum hvað ég er gömul. Þegar maður er orðinn svona gamall þá á maður kannski ekki að liggja svona mikið á hnjánum. Ég hef alltaf málað hús- ið sjálf en nú er ég að spá í að fá ein- hvern í stóru veggina. Ég sleppi því að fara upp í stigann núna.“ Skall í gólfið á flugvelli Ástæðan fyrir því er líka sú að Ragna braut mjaðmakúluna fyrir sjö árum. Það voru reyndar hvorki íþróttir né viðhald sem orsökuðu það slys. Hún datt einfaldlega á flugvelli þegar hún var á leiðinni í draumaferðina sína eftir langa vinnutörn. „Við Bjössi vorum að fara til San Francisco, upp í Yosemite. Ætluðum að keyra nið- ur þjóðveg 1 til Las Vegas og fara á þær slóðir sem við bjuggum á í Los Angeles. En í millilendingunni í Minneapolis skall ég í gólfið og fann að það gerðist eitthvað. Mig svim- aði svolítið þegar ég stóð upp. Ég fór samt út í vél en fann að ég var eitthvað skrýtin eftir þriggja tíma flug. Þegar við komum hótelið í San Francisco náði ég mér í kælikrem og bólgueyðandi, batt teygjubindi um lærið á mér og fór út að ganga. Ég gekk í tvo daga í San Francisco, upp og niður brekkurnar, en á þriðja degi þegar við tékkuðum okkur út af hótel- inu þá spurði ég hvort það væri ekki sjúkrahús í grenndinni. Þá gat ég ekki stigið í fótinn lengur.“ Lætur brotið ekki stoppa sig Sjúkrahús reyndist vera handan við hornið og sem betur fer fór Ragna beint þangað því í myndatöku. Þar kom í ljós að hún var brotin og var drifin beint í aðgerð. „Ég var bara skorin úti og ferðin náði ekki nema til Carmel þar sem við vorum í tíu daga – ég á hækjum. Við fórum í bíltúra og þetta var í raun mjög skemmtileg ferð þegar upp var staðið. Spítalinn var líka alveg æðislega flottur, eins og fjögurra stjörnu hótel, og Bjössi fékk að gista hjá mér því hann var skráð- ur heimilislaus. Við hlæjum að þessu enn þann dag í dag enda er þetta ör- ugglega dýrasta hótelið sem við höf- um gist á.“ Að brotna svona hefur þó ekki háð Rögnu neitt að ráði og hún seg- ist alltaf vera að verða betri og betri. Hún finnur aðeins fyrir þessu og stíg- ur til dæmis ekki upp á hestinn þeim megin sem hún brotnaði. „Það fyrsta sem ég spurði lækninn eftir aðgerðina var hvort ég gæti ekki örugglega far- ið á hestbak og skíði. Hann sagði að ég gæti það alveg ef ég hefði stundað þessar íþróttir áður. Ég ætti hins vegar ekki að byrja á því núna,“ segir Ragna sem var að sjálfsögðu alsæl með þess- ar fréttir. Og hefur haldið sínu striki. „Þetta stoppar mig ekki neitt.“ n Páskablað 22.–29. mars 2016 Hentar vel í matargerð, ofan á brauð, til að poppa popp, í baksturinn, í þeytinginn, á húðina eða til inntöku. „Fossberg- nafnið mun því deyja út með mér, því miður. Sem er hálfgerð synd. Á skíðum Að fara á skíði er eitt af áhugamálum Rögnu, en samt eingöngu í útlöndum. Hér er hún í Saalbach í síðustu skíðaferð ásamt syni sínum, Ívari Erni Helgasyni, og sonarsyni Eiði Styrr Ívarssyni. Á einn hest Ragna á góðan vinahóp í tengslum við hestamennsk- una og nýtur þess að fara í reiðtúra. Á Gljúfurá Ragna bjó öll sumur, fram á unglingsár, á Gljúfurá í Borgarfirði þar sem fjölskyldan átti jörð. Á þessari mynd er hún átta ára á hrútsbaki með bæinn í bakgrunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.