Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 22
Páskablað 22.–29. mars 201622 Fréttir Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira Seinkun á greiðslum kísilvera vegur þungt Stjórnarformaður Reykjaneshafnar vonar að lóðargjöld Thorsil skili sér sem fyrst Þ etta hefur gríðarleg áhrif enda er höfnin skuldum vafin en við vonumst til þess að þetta klárist núna. En ef þetta tefst enn frekar, þrátt fyrir að við séum að gera ráð fyrir þessum tekjum, þá verðum við að sýna því skilning að svo stöddu,“ segir Davíð Páll Viðarsson, stjórnar formaður Reykjaneshafnar, aðspurður hvort höfnin geti frestað enn frekar fyrsta gjalddaga Thorsil ehf. á gatnagerðargjöldum vegna lóðar fyrirtækisins í Helguvík. Fjármögnun ljúki í apríl Stjórn hafnarinnar samþykkti fyrir viku að fresta gjalddaga Thorsil sem vill byggja kísilmálmverksmiðju í Helguvík. Félagið á samkvæmt samkomulaginu að greiða fyrstu greiðsluna 15. maí næstkomandi og hefur því fimm sinnum fengið frest síðan það átti upphaflega að ganga frá henni í desember 2014. Þann 16. mars síðastliðinn, daginn eftir að stjórnin samþykkti greiðslufrest Thorsil, sendi Reykjaneshöfn frá sér tilkynningu um að stjórnendur hennar hefðu enn og aftur komist að samkomulagi við kröfuhafa um greiðslufrest og kyrrstöðutímabil. Höfnin hefur verið á greiðslufresti gagnvart stærstum hluta kröfuhafa sinna frá október í fyrra. Ástæðan er sú að hún getur ekki að óbreyttu staðið undir greiðslu skulda sinna sem námu í árslok 2014 alls 7,8 milljörðum króna. „Við erum að gera ráð fyrir þess­ um tekjum í rekstur hafnarinnar og til að mæta skuldum en á sama tíma er Thorsil að ganga í gegnum fjármögnun verksmiðjunnar. Við erum búin að vera í miklu sam­ bandi við Thorsil og fyrirtækið er á lokametrunum og við sýnum því skilning að svo stöddu. En það er engin spurning að seinkun þessar­ ar fyrstu greiðslu vegur þungt,“ segir Davíð Páll. Hákon Björnsson, forstjóri Thorsil, gerir ráð fyrir að fjármögn­ un kísilmálmverksmiðjunnar ljúki í næsta mánuði. „Það hefur alltaf verið í samkomulaginu við Reykjanes­ höfn að greiðsla okkar væri háð því þegar við lykjum fjármögnun,“ segir Hákon og bendir réttilega á að höfnin hafi verið orðin mjög skuld­ sett áður en Thorsil fékk úthlutað lóð í Helguvík. Vill 100 milljónir Reykjaneshöfn, sem er í eigu Reykjanesbæjar, hefur ekki heldur borist 100 milljóna króna greiðsla sem eigandi lóðarinnar undir kísil­ málmverksmiðju United Silicon í Helguvík átti að greiða í lok nóvem­ ber 2014. Eins og DV greindi frá í febrúar þá greinir höfnina og einka­ hlutafélagið Geysir Capital á um ákvæði lóðarsamnings þeirra og eru vanskilin komin í innheimtu. Höfnin seldi lóðina árið 2012 á 352 milljónir króna til einkahlutafélagsins Stakks­ braut 9. Geysir Capital keypti lóð­ ina af Stakksbraut 9 árið 2014 sem rann síðar sama ár inn í United Sil­ icon. Kaupverðinu var skipt í fjór­ ar greiðslur og hefur Geysir Capital, sem er í eigu hollenska félagsins USI Holding BV, greitt tvær þeirra eða samtals 200 milljónir króna. Sam­ kvæmt upplýsingum DV hefur fé­ lagið rökstutt vanskilin með vísun í að Reykjaneshöfn hafi ekki staðið við ákvæði samningsins um fram­ kvæmdir við hafnargerð í Helguvík. „Ég vil sem minnst tjá mig um það mál því það er nú í höndum lögmanna okkar sem eru að fara yfir þetta. Vissulega hefur það einnig áhrif á vanda hafnarinnar,“ segir Davíð Páll. n „Vissulega hefur það einnig áhrif á vanda hafnar- innar Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Ræða við Thorsil Davíð Páll Viðarsson, stjórnarformaður Reykjaneshafnar, segist sýna stöðu Thorsil skilning. Helguvík Fyrirtækin Thorsil og United Silicon stefna bæði að fram- leiðslu kísilmálms í Helguvík hvort í sinni verksmiðjunni. Mynd SiGTRyGGuR ARi E ignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ), sem var fjórði stærsti kröfuhafi slitabús Kaupþings, greiddi atkvæði gegn tillögu um að laun stjórnarmanns eignarhalds­ félags Kaupþings yrðu 500 þúsund evrur, jafnvirði 70 milljóna króna, á ári og 250 þúsund evrur fyrir aðra stjórnarmenn á fyrsta hluthafafundi félagsins síðastliðinn miðvikudag. Samkvæmt heimildum DV greiddi ESÍ atkvæði gegn tillögunni ásamt einum öðrum hluthafa, þýska bank­ anum DZ Bank AG, en samkvæmt lista yfir samningskröfuhafa Kaupþings í lok síðasta árs á bankinn 0,54% hlut í Kaupþingi. Fulltrúi ESÍ á fundinum var Ástríður Gísladóttir, hæstarétt­ arlögmaður og eigandi að Íslögum. Ástríður er eiginkona Steinars Þórs Guðgeirssonar en hann hefur starfað undanfarið sem lögmaður og ráðgjafi ESÍ og Seðlabankans. Á hluthafafundinum voru þeir Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmaður og einn eiganda LOGOS, Alan J. Carr, bandarískur lögmaður og ráðgjafi, Jóhannes Rúnar Jóhannsson, for­ maður slitastjórnar, og Paul Copley, endurskoðandi og einn eigenda PwC í London, kosnir í stjórn félagsins. Þrátt fyrir að fjórmenningarnir hafi verið þeir einu í framboði til fjögurra manna stjórnar þá voru þeir ekki sjálfkjörnir í stjórn, eins og venja er. Fengu þeir stuðning allra hluthafa sem greiddu atkvæði á fundinum og var Alan J. Carr kjörinn stjórnar­ formaður Kaupþings. n hordur@dv.is ESÍ greiddi atkvæði gegn tillögu um stjórnarlaun Fjórir stjórnarmenn Kaupþings skipta á milli sín 175 milljónum Kaupþing Jóhannes Rúnar Jóhannsson hefur verið kjörinn í fjögurra manna stjórn félagsins. Mynd SiGTRyGGuR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.