Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 49
Páskablað 22.–29. mars 2016 Fólk Viðtal 41 alþingismenn og ríkisstjórn noti þetta sem mælikvarða á það sem samfélagið vill. Ég vona að þeir skilji að hvernig þeir bregðast við þessu kemur til með að hafa meiriháttar áhrif á það hvernig atkvæði skiptast næsta vor í þingkosningum. Ég get lofað þér því að heilbrigðismál verða heitasta kosningamálið á næsta vori.“ Bara að hann rísi hratt Ef þið Sigmundur enduðuð saman á eyðieyju, bara tveir. Hvernig myndi það enda? „Ég hugsa að það færi mjög vel. Ég kann feikivel við Sigmund. Hann er skýr, skapandi og getur verið mjög skemmtilegur. En ég held að hans vandamál sé að hann les ekki nógu vel þau skilaboð sem honum eru send. Í stað þess að njóta þessarar stöðu sem hann er í núna og hlusta og horfa og brosa og taka svo sínar ákvarðanir þá lítur hann á allt of margt í þessu sam- félagi sem ógnandi.“ En eru þið ekki báðir pínu harð- hausar? Getur það verið? „Alls ekki. Það er ekki til annað í mínu eðli en mýkt. Eins og þú veist.“ Hér gerir Kára sig sekan um að brosa. Gráa skeggið rennur til hlið- anna og hann verður allur mildilegri að sjá. Við förum í önnur mál en ekki minna aðkallandi. Skiptir máli hvar spítalinn rís? „Ég held það skipti óskaplega litlu máli. Ég hef enga sérstaka skoðun á því hvar hann eigi að rísa. Bara að hann rísi hratt. Ég held því fram að það útspil forsætisráðherra að leggja til Vífilsstaðalóðina án þess að tala við heilbrigðisráðherra og fjármálaráð- herra og forystumenn Landspítala og heilbrigðiskerfið sé ekki til neins annars fallið en að tefja málið. Ef við værum að hefja þetta mál í dag þá myndi ég leggja til Vífilsstaði. En ef ég væri forsætisráðherra þá hefði ég rætt við heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra. Að gera það ekki er hreinn glæpur.“ Ef þú mættir velja einn mann til að verða forseti Íslands. Hver væri það? Svarið lætur ekki á sér standa. „Þórarin Eldjárn. Hann bara vill ekki fara í þessa stöðu.“ Einhver af þeim sem hafa komið fram? „Ég hef einfaldlega ekki fylgst nægilega vel með þessu. En ef ég réði þessu embætti myndi ég leggja það niður. Ég held að það gegni mjög litlu hlutverki. Eins og ég met það mikils við Ólaf Ragnar að hafa skotið þess- um Icesave-málum til þjóðarinn- ar þá held ég að það beygli svolítið þingræðið að hafa þann möguleika.“ Frí heilbrigðisþjónusta Þú segist vera sósíalisti. Er það rétt hjá þér? „Já.“ Hvernig upplifir þú þig sem sósía- lista? „Ég hef mikla trú á því að við eigum að hlúa að samneyslu í okkar samfélagi. Ég tel að við eigum að reka kraftmikið heilbrigðiskerfi sem á að vera algerlega frítt fyrir fólkið í landinu. Það er alveg fáránlegt að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt þegar þeir koma inn á slysavarð- stofu. Það er ekki ásættanlegt að það verði mönnum fjárhagsleg byrði að þurfa að borga fyrir lyf þegar menn verða lasnir. Mér finnst að við eigum að hlúa mjög vel að skólakerfinu okkar. Ég hef raunar aðra skoðun á skólakerfinu en Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Í stað þess að stytta nám til stúdentsprófs finnst mér að við eigum að lengja það þannig að þessi blessuð börn fái að vera í vernduðu umhverfi lengur.“ Ygglibrúnin er komin aftur. En hún er miklu frekar merki um að hann sé djúpt hugsi þegar hann talar. Hann heldur áfram: „Lífslíkur fólks eru að aukast. Stór hundraðshluti heldur starfsgetu til 75 ára aldurs. Við ættum frekar að hækka þennan skyldueftirlaunaaldur upp í 75 ár. Annars endum við með því að vera með svo stóran hluta af samfé- laginu á herðum okkar, sem ekki er að leggja neitt af mörkum. Við endum alltaf með að þurfa að sjá um allt þetta fólk. Þetta er bara spurning hvernig við ætlum að dreifa vinnunni.“ Bak við ygglibrúnina er góður karl. Harður en hugsandi. Við förum vítt og breitt. Heilbrigðismál verða næsta kosningamál Glöggt er gests augað Kári útskrifaðist sem læknir úr Háskóla Íslands fyrir fjörutíu árum. Hann starfaði sem læknir Bandaríkjunum í tuttugu ár. Fimmtán ár í Chicago og fimm ár í Boston. „Þegar maður kemur til baka þá þykir manni ofboðslega vænt um þessa þjóð og þetta land. Maður hefur líklega skarpari sýn á samfélagið en þeir sem ekki hafa farið burtu. Mér finnst þetta alveg stórkostlegt samfélag og það er miklu meira gaman að búa hér en í Bandaríkjunum. Mér finnst við samt vera að glata aðeins þeim gæðum sem felast í því að vera pínulítið fyrrverandi sveitasamfélag. Ég man þegar ég kom heim, þá setti ég saman eftirfarandi vísu: Það er á mínu böli bót og björg úr ljótum pínum. Að aftur hafi íslenskt grjót undir fótum mínum. Það gerði ég þótt mér finnist svona vísnasmíð bæði púkalega og óend- anlega gamaldags, kannski vegna þess að ég hef á síðari árum öðlast tölu- vert innsæi inn í þá staðreynd að ég er bæði púkalegur og gamaldags.“ Sigmundur þarf að finna gleðina Kári er sannfærður um að Sigmundur þurfi að finna gleðina á ný. Hann verður að hætta þessu væli, segir Kári. Myndir Sigtryggur Ari SJÓNMÆLINGAR LINSUR • GLERAUGU Skólavörðustígur 2 • 101 Reykjavík Sími: 511 2500 • www.gleraugad.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.