Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 68
Páskablað 22.–29. mars 201660 Menning Góð list endurspeglar um- hverfi sitt og lífið almennt Nýtt samtímalistagallerí, BERG Contemporary, hefur verið opnað á Klapparstíg Á föstudag var opnuð fyrsta sýningin í nýju samtímalista- galleríi, BERG Contemporary, sem er í gömlu glerslípunar- og speglaverksmiðjunni við Klapparstíg 16, þegar Finnbogi Pétursson opnaði sýningu á verkum sínum. Sýningarrýmið er stórt og glæsi- legt, rúmlega 180 fermetrar og hátt til lofts, með inngöngum bæði Klappar- stígs- og Smiðjustígsmegin. Átta lista- menn eru á snærum þessa nýja gall- erís sem ætlar sér að auka fjölbreytni og metnað í samtímalistasýningum í miðbænum. DV heimsótti BERG og spjallaði við eiganda gallerísins, Ingibjörgu Jónsdóttur, og Margréti Áskelsdóttur framkvæmdastjóra. Skortur á góðum sýningarrýmum „Ég er menntaður myndlistarmaður en hef líka verið að kenna í Mynd- lista- og handíðaskólanum og Lista- háskólanum, hef stýrt listasýningum og safnað listaverkum í gegnum tíð- ina. Þetta var kannski síðasti stóllinn sem ég á eftir að tylla mér í,“ segir Ingibjörg og hlær þegar hún er spurð um af hverju hún hafi ákveðið að stofna gallerí. „Mér fannst líka kominn tími á að fleiri gallerí bættust við senuna í Reykjavík. Það er mikið af frábærum listamönnum í Reykjavík en ekkert afskaplega mikið af góðum sýningar- sölum. Mér finnst sá skortur hafa verið mjög áberandi. Þetta er liður í því að opna senuna svolítið,“ segir Ingibjörg. „Ég er alls ekki að búa til gallerí utan um mig eða mína list. Ég hef ekki verið valin til að vera listamaður í galleríinu. Það eru aðrir hvatar að verki,“ segir hún. Hvað hefur tekið langan tíma að koma þessu á koppinn, frá hugmynd að fyrstu opnun? „Næstum sjö ár. Ég var svolítið lengi að gera það upp við mig hvort ég vildi gera þetta. Í upphafi fór ég nokkra hringi, en fann að lokum að þetta var eitthvað sem ég vildi gera. Ég hef verið sýningarstjóri á nokkrum safnsýningum hér heima, í Þýska- landi og Bandaríkjunum og mér fannst það eiga mjög vel við mig. Ég hafði alltaf mikla ánægju af því að kenna og þetta er kannski bara sami þráðurinn sem ég fer aðeins lengra með – að miðla list og hvetja lista- menn áfram,“ segir Ingibjörg. Eini fasti starfsmaður gallerísins til að byrja með er framkvæmdastjór- inn Margrét Áskelsdóttir, sem hefur áður starfað sem kynningar- og rit- stjóri listaverkabóka hjá Crymogeu, auk þess að skrifa dansgagnrýni og fást við sýningarstjórn. Stefna á alþjóðlegan markað Fyrir þá sem ekki vita, í hverju felst starf listagallerís? „Það felst fyrst og fremst í því að styðja við og byggja undir feril lista- manna, að koma þeim á framfæri – og auðvitað að selja listaverk. Lista- markaðurinn hér er hvorki þróaður né stór, en hann er að þroskast, vaxa og dafna. Þess vegna höfum við alveg frá fyrstu tíð stefnt á alþjóðlegt mark- aðssvæði. Við höfum því lagt okkur eftir því að heimsækja ótal listmessur síðustu árin. En þetta mun ekki bara snúast um að selja og ýta undir feril listamannanna heldur finnst mér líka mjög mikilvægt að stuðla að góð- um sýningum – að vera með í því að þroska og þróa myndlistarlífið,“ segir Ingibjörg. „Við erum með átta listamenn á okkar lista til að byrja með. Við treyst- um okkur ekki til að byrja með mjög marga, en svo ætlum við að bjóða fleirum að sýna hjá okkur,“ segir Ingi- björg og Margrét bætir við: „Við viljum frekar vinna vel fyrir listamennina okk- ar og gera eitthvað fyrir þá af alvöru. Við munum sýna fleiri listamenn og jafn- vel selja verk þeirra, en til að byrja með vinnum við sérstak- lega fyrir þennan kjarna.“ Láta hjartað ráða Hvernig veljið þið lista- mennina í galleríið? „Maður hlustar bara fyrst og fremst á hjartað. Það er einhver tilfinning sem ræður. Að velja lista- menn er á vissan hátt eins og að búa til verk. Þetta eru samtímalistamenn sem hver og einn hefur mjög sterka rödd, þótt það sé vissu- lega einhver samhljómur og sam- tal. Við viljum að listamennirnir séu með rödd sem lýsi samtímanum, að þeir séu í samtali við samtímann. Því það er það sem góð list gerir, hún endurspeglar umhverfi sitt og lífið al- mennt,“ segir Ingibjörg. Margir þessara listamanna vinna rýmisverk og innsetningar, er ekkert erfitt að selja verk eftir slíka lista- menn? „Margir af listamönnum í dag vinna rýmisverk en vinna svo „dókumentasjónir“ eða einhver minni verk sem eru þá seld. En það er mjög mikilvægt fyrir listamenn að fá að þroskast og þróast í þær áttir sem hentar þeim. Við viljum líka að sýn- ingarnar séu spennandi. Það er núm- er eitt, tvö og þrjú, hitt kemur bara svolítið af sjálfu sér,“ segir Ingibjörg og Margrét bætir við: „Sýningarrýmið okkar er einmitt að miklu leyti hugs- að út frá rýmisverkum og vídeó-verk- um sem margir af okkar listamönn- um eru að vinna með. Það er ýmislegt í rýminu gert sérstaklega fyrir þess konar verk.“ Galleríin styðja við hvert annað Ingibjörg segir galleríið ekki vera á leið í samkepnni við önnur gallerí heldur græði allir á því að listalífið sé sem blómlegast. „Það er bara gaman að listasenan stækki og dafni. Fleiri gallerí styðja frekar við hvert annað. Maður þekkir það sjálfur hvað það er gaman að fara í galleríhverfi erlendis, maður nennir ekki endilega að fara langar leiðir til að sjá bara eitt gallerí,“ segir Ingibjörg. „Við höfum verið í góðu samtali við hin galleríin og við viljum í sam- einingu búa til sterkari senu hér í Reykjavík,“ bætir Margrét við. Er eitthvað hægt að segja um verð á verkum sem galleríið verður með til sölu? „Það er allur gangur á því. Það eru mjög ólíkir listamenn með ólík verk. Þetta eru allt frá fjölföldum verkum til stærri innsetningar,“ segir Margrét. Svo það ættu allir að geta haft efni á einhverju? „Örugglega á einhverjum punkti í lífi sínu. Þannig kaupir fólk list, það er oftast eitthvað sem það safnar fyrir,“ segir Ingibjörg. n Sýning á verkum Finnboga Péturs- sonar stendur yfir til 5. maí í BERG Contemporary, Klapparstíg 16. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Opna nýtt gallerí Ingibjörg og Margrét fyrir framan verk eftir Finnboga Pétursson, sem sýnt er í BERG samtímalista- galleríinu um þessar mundir. Mynd ÞOrMar ViGnir GunnarSSOn „Ég hafði alltaf mikla ánægju af því að kenna og þetta er kannski bara sami þráðurinn sem ég fer aðeins lengra með – að miðla list og hvetja listamenn áfram. Listamenn hjá Berg Contemporary n Finnbogi Pétursson n Hulda Stefánsdóttir n Haraldur Jónsson n Sigurður Guðjónsson n Rintaro Hara n Monika Grzymala n Woody Vasulka n Steina Vasulka Traust fasteignaviðskipti og persónuleg þjónusta - þinn lykill að nýju heimili 414 6600 | nyttheimili.is FRÍTT SÖLUMAT Reynir Eringsson 820 2145 Skúli Sigurðarsson 898 7209 Guðjón Guðmundsson 899 2694 Fasteignasala Leigumiðlun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.