Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 15
Páskablað 22.–29. mars 2016 Fréttir 15 lendra fjármálafyrirtækja, að fjár­ hæð um 60 milljarða. Hversu stór hluti aflandskrónueigenda mun fara úr landi í gegnum gjaldeyrisforðann mun hins vegar augljóslega ráðast að miklu leyti af því hvert skiptigengið verður í útboðinu. Þá er ekki sjálfgef­ ið að sá hluti forðans sem er óskuld­ settur verði aðeins nýttur í gjaldeyr­ isútboðinu heldur kemur einnig til greina að nota þann gjaldeyri sem var fenginn með skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjadölum árið 2011 en sá skuldabréfaflokkur er á gjalddaga síðar á þessu ári. Njóti ekki bættrar stöðu Eins og áður hefur verið upplýst um í DV er 230 milljarða aflandskrónu­ stabbinn í eigu aðeins fjögurra banda­ rískra fjármálafyrirtækja. Þau eru vog­ unarsjóðirnir Discovery Capital og Autonomy Capital og sjóðastýringar­ félögin Eaton Vance Management og Loomis Sayles. Í þessum hópi er það Discovery Capital sem heldur utan um stærsta aflandskrónustabbann, eða um helminginn af slíkum krónu­ eignum erlendra aðila. Á sjóður­ inn því gríðarlegra hagsmuna að gæta í fyrirhuguðu aflandskrónuút­ boði en heildareignir sem Discovery Capital er með í stýringu nema um 38 milljörðum Bandaríkjadala, jafn­ virði um 5.000 þúsund milljarða ís­ lenskra króna. Stofnandi og forstjóri vogunarsjóðsins er Rob Citrone en sá sem stýrir fjárfestingum sjóðsins í aflandskrónum er Charly Cui, einn af helstu stjórnendum Discovery Capital. Fulltrúar sumra þessara sjóða fara ekki leynt með að þeir telji, sök­ um bættrar stöðu þjóðarbúsins og mikilla gjaldeyriskaupa Seðlabank­ ans, ótækt að þeir þurfi að sætta sig við skipti gengi í útboðinu sem er tugprósentum lægra en skráð gengi krónunnar. Hafa þeir komið slíkum sjónarmiðum skýrt á framfæri við Al­ þjóðagjaldeyrissjóðinn og stóru láns­ hæfismatsfyrirtækin í því skyni að hafa áhrif á vinnu stjórnvalda, sam­ kvæmt upplýsingum DV. Af hálfu ís­ lenskra yfirvalda er aftur á móti talið einsýnt að sú aðferðafræði sem verð­ ur beitt við framkvæmd aflandskrón­ uútboðsins sé að fullu í samræmi við íslensk lög og alþjóðlegar skuld­ bindingar. Þá sé alveg ljóst að eigend­ ur aflandskróna eigi ekkert tilkall til þess að fá hagstæðari meðferð við út­ göngu úr höftum vegna betri gjald­ eyrisstöðu Íslands – ekki frekar en var reyndin með þá niðurstöðu sem náðist við erlenda kröfuhafa gömlu bankanna á síðasta ári. „Sjálfstætt vandamál“ Stjórnvöld hljóti að horfa aðeins til þess, eins og lesa mátti út úr ræðu fjármálaráðherra á ársfundi Seðla­ bankans, að sú góða staða sem hefur orðið til í þjóðarbúskapnum vegna viðvarandi mikils viðskiptaafangs verði nýtt til að skapa aðstæður fyrir almenna haftalosun á Íslendinga. Þannig benti Bjarni á að í sjö ár hafi höftin takmarkað áhættudreifingu í eignasöfnum íslenskra fyrirtækja og lífeyrissjóða. „Sparnaður innlendra að­ ila frestar neyslu og fjárfestingu og stuðlar því sjálfkrafa að viðskiptaaf­ gangi innanlands. Í einfaldaðri mynd má því segja að takmörkun á erlend­ um fjárfestingum innlendra aðila feli í sér framtíðarráðstöfun á viðskipta­ jöfnuði enda er sparnaðinum ætl­ að að standa undir neyslu eða fjár­ festingu í framtíðinni. Stærstur hluti neyslu­ og fjár­ festingarvara hér á landi er innfluttur og vegna smæðar hagkerfisins er lík­ legast að svo verði áfram. Þess vegna er afar mikilvægt að unnt verði að losa um fjármagnshöft á innlenda aðila sem fyrst, áður en uppsöfnuð fjárfestingarþörf fer að verða sjálf­ stætt vandamál við losun fjármagns­ hafta auk þess að bjaga eignaverð innan lands.“ n Forðinn nýttur til að losa út 230 milljarða aflandskrónustabba n Stærsti hluti aflandskrónuvandans gæti verið leystur í gegnum gjaldeyrisuppboð n Fái ekki hagstæðara útboðsgengi vegna bættrar stöðu þjóðarbúsins n Kynnt á ríkisstjórnarfundi Aflandskrónur í formi hlutafjáreignar gætu verið undir Á meðal þeirra erlendu aðila sem gætu staðið frammi fyrir því að þurfa að taka þátt í fyrirhuguðu aflandskrónuútboði á næstunni eru fjárfestingarsjóðir sem eiga aflandskrónur í formi hlutafjáreign­ ar í íslenskum fyrirtækjum. Þannig er til skoðunar í tengslum við vinnu stjórnvalda að undirbúningi útboðsins, samkvæmt heimildum DV, að það muni ekki aðeins ná til aflandskróna sem eru í formi innlána og ríkisskulda­ bréfa – heldur einnig annarra skamm­ tímakrónueigna á borð við hlutafé í skráðum og óskráðum fyrirtækjum sem má telja auðseljanlegar eða kvikar. Dæmi um slíkar eignir eru hlutir í Eim­ skipum og eignaumsýslufélaginu Klakka sem erlendir fjárfestingarsjóðir eru taldir hafa keypt með aflandskrónum á sínum tíma. Þar er annars vegar um að ræða 25% hlut bandaríska fjárfestingarsjóðs­ ins Yucapia í Eimskipum, stærsta eins­ taka hluthafa félagsins, og hins vegar hlut í eigu vogunarsjóðsins Burlington Loan Management í Klakka, en sá sjóður var sem kunnugt er umsvifamikill kröfu­ hafa gömlu bankanna. Lokahnykkurinn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti næstu skref við lausn aflandskrónuvandans á ríkisstjórnarfundi síðasta föstudag. MyNd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.