Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Side 15
Páskablað 22.–29. mars 2016 Fréttir 15 lendra fjármálafyrirtækja, að fjár­ hæð um 60 milljarða. Hversu stór hluti aflandskrónueigenda mun fara úr landi í gegnum gjaldeyrisforðann mun hins vegar augljóslega ráðast að miklu leyti af því hvert skiptigengið verður í útboðinu. Þá er ekki sjálfgef­ ið að sá hluti forðans sem er óskuld­ settur verði aðeins nýttur í gjaldeyr­ isútboðinu heldur kemur einnig til greina að nota þann gjaldeyri sem var fenginn með skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjadölum árið 2011 en sá skuldabréfaflokkur er á gjalddaga síðar á þessu ári. Njóti ekki bættrar stöðu Eins og áður hefur verið upplýst um í DV er 230 milljarða aflandskrónu­ stabbinn í eigu aðeins fjögurra banda­ rískra fjármálafyrirtækja. Þau eru vog­ unarsjóðirnir Discovery Capital og Autonomy Capital og sjóðastýringar­ félögin Eaton Vance Management og Loomis Sayles. Í þessum hópi er það Discovery Capital sem heldur utan um stærsta aflandskrónustabbann, eða um helminginn af slíkum krónu­ eignum erlendra aðila. Á sjóður­ inn því gríðarlegra hagsmuna að gæta í fyrirhuguðu aflandskrónuút­ boði en heildareignir sem Discovery Capital er með í stýringu nema um 38 milljörðum Bandaríkjadala, jafn­ virði um 5.000 þúsund milljarða ís­ lenskra króna. Stofnandi og forstjóri vogunarsjóðsins er Rob Citrone en sá sem stýrir fjárfestingum sjóðsins í aflandskrónum er Charly Cui, einn af helstu stjórnendum Discovery Capital. Fulltrúar sumra þessara sjóða fara ekki leynt með að þeir telji, sök­ um bættrar stöðu þjóðarbúsins og mikilla gjaldeyriskaupa Seðlabank­ ans, ótækt að þeir þurfi að sætta sig við skipti gengi í útboðinu sem er tugprósentum lægra en skráð gengi krónunnar. Hafa þeir komið slíkum sjónarmiðum skýrt á framfæri við Al­ þjóðagjaldeyrissjóðinn og stóru láns­ hæfismatsfyrirtækin í því skyni að hafa áhrif á vinnu stjórnvalda, sam­ kvæmt upplýsingum DV. Af hálfu ís­ lenskra yfirvalda er aftur á móti talið einsýnt að sú aðferðafræði sem verð­ ur beitt við framkvæmd aflandskrón­ uútboðsins sé að fullu í samræmi við íslensk lög og alþjóðlegar skuld­ bindingar. Þá sé alveg ljóst að eigend­ ur aflandskróna eigi ekkert tilkall til þess að fá hagstæðari meðferð við út­ göngu úr höftum vegna betri gjald­ eyrisstöðu Íslands – ekki frekar en var reyndin með þá niðurstöðu sem náðist við erlenda kröfuhafa gömlu bankanna á síðasta ári. „Sjálfstætt vandamál“ Stjórnvöld hljóti að horfa aðeins til þess, eins og lesa mátti út úr ræðu fjármálaráðherra á ársfundi Seðla­ bankans, að sú góða staða sem hefur orðið til í þjóðarbúskapnum vegna viðvarandi mikils viðskiptaafangs verði nýtt til að skapa aðstæður fyrir almenna haftalosun á Íslendinga. Þannig benti Bjarni á að í sjö ár hafi höftin takmarkað áhættudreifingu í eignasöfnum íslenskra fyrirtækja og lífeyrissjóða. „Sparnaður innlendra að­ ila frestar neyslu og fjárfestingu og stuðlar því sjálfkrafa að viðskiptaaf­ gangi innanlands. Í einfaldaðri mynd má því segja að takmörkun á erlend­ um fjárfestingum innlendra aðila feli í sér framtíðarráðstöfun á viðskipta­ jöfnuði enda er sparnaðinum ætl­ að að standa undir neyslu eða fjár­ festingu í framtíðinni. Stærstur hluti neyslu­ og fjár­ festingarvara hér á landi er innfluttur og vegna smæðar hagkerfisins er lík­ legast að svo verði áfram. Þess vegna er afar mikilvægt að unnt verði að losa um fjármagnshöft á innlenda aðila sem fyrst, áður en uppsöfnuð fjárfestingarþörf fer að verða sjálf­ stætt vandamál við losun fjármagns­ hafta auk þess að bjaga eignaverð innan lands.“ n Forðinn nýttur til að losa út 230 milljarða aflandskrónustabba n Stærsti hluti aflandskrónuvandans gæti verið leystur í gegnum gjaldeyrisuppboð n Fái ekki hagstæðara útboðsgengi vegna bættrar stöðu þjóðarbúsins n Kynnt á ríkisstjórnarfundi Aflandskrónur í formi hlutafjáreignar gætu verið undir Á meðal þeirra erlendu aðila sem gætu staðið frammi fyrir því að þurfa að taka þátt í fyrirhuguðu aflandskrónuútboði á næstunni eru fjárfestingarsjóðir sem eiga aflandskrónur í formi hlutafjáreign­ ar í íslenskum fyrirtækjum. Þannig er til skoðunar í tengslum við vinnu stjórnvalda að undirbúningi útboðsins, samkvæmt heimildum DV, að það muni ekki aðeins ná til aflandskróna sem eru í formi innlána og ríkisskulda­ bréfa – heldur einnig annarra skamm­ tímakrónueigna á borð við hlutafé í skráðum og óskráðum fyrirtækjum sem má telja auðseljanlegar eða kvikar. Dæmi um slíkar eignir eru hlutir í Eim­ skipum og eignaumsýslufélaginu Klakka sem erlendir fjárfestingarsjóðir eru taldir hafa keypt með aflandskrónum á sínum tíma. Þar er annars vegar um að ræða 25% hlut bandaríska fjárfestingarsjóðs­ ins Yucapia í Eimskipum, stærsta eins­ taka hluthafa félagsins, og hins vegar hlut í eigu vogunarsjóðsins Burlington Loan Management í Klakka, en sá sjóður var sem kunnugt er umsvifamikill kröfu­ hafa gömlu bankanna. Lokahnykkurinn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti næstu skref við lausn aflandskrónuvandans á ríkisstjórnarfundi síðasta föstudag. MyNd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.