Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 52
Páskablað 22.–29. mars 201644 Fólk Viðtal
„Ég þekki ekki
föður minn“
R
agna tekur á móti blaða-
manni á heimili sínu á
sunnudagsmorgni. Hún
er ein af frumbyggjunum í
Hólahverfinu í Breiðholti,
og hefur Elliðaárdalinn í bakgarðin-
um. Ragna hefur búið í þessu sama
húsi frá því hún var 28 ára, fyrir utan
árið sem hún var í Los Angeles, og er
ekki á leiðinni neitt annað. Heimil-
ið er bjart og stílhreint. Hver hlutur
á sínum stað. Eitt það fyrsta sem
blaðamaður kemur auga er Eddu-
verðlaunastytta. Þetta er sú nýjasta –
heiðursverðlaunin – sem Ragna fékk
afhent á síðustu hátíð. Fyrir átti hún
fimm aðrar verðlaunastyttur og er
vel að þeim öllum komin.
Sami litur í 20 ár
Þeir sem hafa orðið á vegi Rögnu í
gegnum tíðina hafa eflaust tekið eftir
því að hún er alltaf með rauðan vara-
lit. Og að sjálfsögðu er hann á sínum
stað þennan sunnudagsmorgun. Hún
hlær þegar blaðamaður spyr hvort
hún hafi meðvitað ákveðið að gera
hann að einkennismerki sínu. „Ég
er búin að vera með þennan lit í um
tuttugu ár, án þess að muna af hverju
ég byrjaði á því. En ég fer ekki út í garð
eða búð án þess að hafa varalit. Ég er
líka með hann á skíðum og hestbaki.
Alltaf með einn í vasanum. Ef ég er
ekki með varalit þá er ég bara litlaus.“
Vinkona Rögnu sem var flugfreyja
var dugleg að færa henni nýjustu
litina frá útlöndum og það var hún
sem gaf henni fyrsta eintakið af rauða
litnum. „Einu sinni kom hún með
þennan lit, Revlon Red, en það merki
var fáanlegt hér á landi á þeim tíma og
það endaði með því að ég keypti upp
allan lagerinn. Síðan var hætt að flytja
inn merkið þannig að vinkona mín
hélt áfram að kaupa varalit handa
mér. Svo hættu þeir að framleiða Red
og í staðinn kom Ice and Fire sem
er bókstaflega alveg eins. Þannig að
það slapp. Og ég á alltaf tíu eða tólf
stykki af honum í einu. Það hvarflar
ekki að mér að breyta litnum. Einu
áhyggjurnar sem ég hef er hvernig ég
muni fara að því að vera með þenn-
an rauða varalit þegar ég verð áttræð,“
segir Ragna og skellir upp úr. Aðspurð
segist Ragna hafa prófað aðra liti eftir
að hún kynntist þessum eina sanna,
en enginn hefur náð rétta blænum.
Þessi fer henni best. „Maður þarf
ekki alltaf að vera að finna upp hjól-
ið,“ segir hún og við fáum okkur sæti í
eldrauðu sófasetti – sem tónar vel við
varalitinn – í einni stofu hússins. Og
byrjum á byrjuninni.
Heldur áfram meðan hún lærir
„Ég byrjaði að læra hárgreiðslu þegar
ég var 18 ára, vann svo aðeins á stofu,
en byrjaði hjá Sjónvarpinu árið 1972
og er búin að vera þar síðan, fyrir utan
eitt ár sem ég bjó í Los Angeles. Mér
bauðst að vinna við þrjár bíómyndir
þar. Myndir sem Jakob Frímann
Magnússon og Sigurjón Sighvatsson
voru að gera. Þar fyrir utan hef ég
fengið frí hjá Sjónvarpinu til að vinna
í yfir þrjátíu bíómyndum,“ segir Ragna
sem á því næstum fimmtíu ára feril að
baki, en hún varð 67 ára í febrúar síð-
astliðnum. Hún fór aldrei í förðunar-
nám, en slíkt nám var ekki í boði hér á
landi þegar hún var að stíga sín fyrstu
skref í bransanum. „Mín mesta þekk-
ing og kunnátta er frá danska sjón-
varpinu. Grunnur minn kemur það-
an. Ég fékk að fara þangað nokkrum
sinnum, tvo til þrjá mánuði í senn.
Lærði til að mynda hárkollugerð þar
á tveimur mánuðum. Svo hef ég auð-
vitað farið á ýmis námskeið.“ Ragna
segist þó hafa lært mest af því að
vinna við fagið og hún er enn að læra
eitthvað nýtt eftir öll þessi ár. „Ég hef
alltaf sagt að á meðan ég læri eitthvað
í starfi þá held ég áfram.“
Veit ekki hver faðir hennar er
Ragna er fædd og uppalin í Reykja-
vík, nánar tiltekið í Hlíðunum, þar
sem hún bjó þar til hún stofnaði sjálf
heimili í Breiðholtinu. „Nítján ára
gömul var ég búin að byggja sumar-
bústað og 21 árs íbúð. Svo byggðum
við hér árið 1977,“ segir Ragna.
Fjölskyldumynstur Rögnu er
svolítið flókið, að eigin sögn. Alla-
vega þegar kemur að því að útskýra
hlutina fyrir öðrum. Sjálf þekkir hún
auðvitað ekkert annað og kunni vel
að meta það sem hún hafði. „Amma
mín ættleiddi mig en blóðmóðir mín
bjó með okkur, hún var heilsuveil.
Ragna Fossberg hefur verið förðunarmeistari
hjá Sjónvarpinu í næstum hálfa öld og fékk
heiðursverðlaun Eddunnar fyrir ævistarf sitt nú fyrir
skömmu. Þrátt fyrir að vera nýorðin 67 ára er hún
hvergi nærri hætt að vinna enda er hún enn að læra
nýja hluti í starfi og hefur ánægju af því sem hún gerir.
Ragna fer í skíða- og hestaferðir og vílar ekki fyrir sér
að sinna viðhaldi einbýlishússins sem hún býr í. Hún
á það til að fara fram úr sjálfri sér og fyrir nokkrum
árum gekk hún mjaðmakúlubrotin um San Francisco í
tvo daga áður en hún fór til læknis. Hún er alin upp af
ömmu sinni sem ættleiddi hana, en föður sinn þekkti
hún aldrei. Blaðamaður settist niður með konunni
með rauða varalitinn sem hefur farðað flesta leikara
og sjónvarpsmenn landsins og gert marga óþekkjan-
lega með ótrúlegum hæfileikum sínum. Hér beinist
sviðsljósið hins vegar að henni.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Alltaf með rauða litinn Ragna Fossberg er búin að nota sama rauða varalitinn í tuttugu ár og er nú farin að hafa áhyggjur af því hvernig
hann muni fara henni þegar hún verður áttræð. Mynd SigtRygguR ARi„Það
hvarflaði
aldrei að mér að
ég fengi þessi
verðlaun