Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 84

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 84
Páskablað 22.–29. mars 201676 Fólk B rimrún Birta Friðþjófsdóttir er ung og efnileg listakona, alin upp á Rifi og stundar nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. Undanfarið hefur Brimrún hlotið lof og athygli fyrir myndir sínar. Við listina notast Brimrún við vatnsliti en vinnur svo vatnslitamyndirnar sínar í mynd- vinnsluforriti í tölvu. Brimrún teiknar helst sterkar kvenfígúrur og er meðvituð um að þær séu allar ólíkar líkt og konur almennt. Margar litlar hugmyndir Brimrún er hógvær og hugsar sig lengi um þegar hún er spurð hvern- ig hún myndi lýsa listrænum stíl sínum. „Ég einfaldlega veit það ekki. Stíllinn minn er eitthvað sem ég hef þróað með tímanum. Ég byrjaði fyrst að teikna í svoköll- uðum japönskum stíl en svo hef ég orðið fyrir æ meiri áhrifum frá Disney-teiknimyndum. Ég myndi því segja að stíllinn sé blanda af nokkrum öðrum stílum. Allt sem ég teikna eru litlar hugmyndir sem ég skissa niður í teikniblokkina mína í skólanum en svo vinn ég þær lengra þegar ég kem heim. Ég ein- faldlega geri eitthvað og svo sé ég hvert það leiðir. Stundum heppn- ast það og stundum ekki og það er það skemmtilega við að teikna, að skapa eitthvað sem enginn hefur séð áður. “ Brimrún segist fá margar litlar hugmyndir á hverjum degi en að einungis nokkrar þeirra verði að veruleika. Þá byrja hugmyndirnar að mótast í kollinum á henni sem leiða síðan niður í skissublokkina hennar. Örfáar eru loks vatnslitað- ar og nýlega fór Brimrún að snyrta vatnslitamyndirnar með mynd- vinnsluforritinu Photoshop. „Ég nota vatnsliti og hef verið að prófa að blanda saman tölvutækn- inni og vatnslitatækninni með því að skanna vantslitamyndirnar mín- ar inn í tölvuna og laga þær þar. Svo teikna ég á lítið teikniborð sem ég keypti mér árið 2011 en ég er ennþá að læra á þessa tækni. Ég byrjaði til dæmis fyrst í fyrra að nota Photo- shop svo þar er ég alltaf að læra eitthvað nýtt.“ Stefnir á að starfa sem teiknari Myndlistin er í dag helsta áhuga- mál Brimrúnar en draumurinn er að geta starfað við áhugamál- ið í framtíðinni. „Ég stefni á að verða myndskreytir. Hvort sem ég mun teikna í bækur eða fyrir tölvuleikjafyrirtæki eða jafnvel sem sjálfstæður teiknari. Draumurinn er að geta unnið með teikningar mínar og leyft fólki að njóta þeirra. Ég er byrjuð að setja myndirn- ar á samfélagsmiðla til að auglýsa mig og leyfa fólki að fylgjast með því sem ég er að gera.“ Í mörgum tilfellum teiknar Brimrún sterkar kvenfígúrur en það er eftirtektarvert hversu ólíkar þær eru og hve sterkt hún nær að undirstrika mismun- andi vaxtarlag, litarhaft og útlit. Brimrún segist þó ekki gera þetta með- vitað heldur verði hún fyrir áhrifum frá fólk- inu í kringum sig sem er jafn ólíkt og það er margt. „Ég ákveð ekki að í dag ætli ég að teikna mjóar konur eða dökkar konur. Ég byrja alltaf með skissu og svo ræðst það af heildar- myndinni hvers konar manneskju ég teikna. Til dæmis getur litavalið í bak- grunninum stýrt hörundslit fígúr- unnar sem ég er að teikna. Ef ég er með bakgrunnslit sem passar fyrir konu með dökka húð þá teikna ég konu með dökka húð. Ég vil samt meðvitað ekki teikna alltaf sömu manneskjuna, ég vil hafa þær mis- munandi því konur eru ólíkar. Mér er samt farið að finnast mjög gaman þegar fólk tekur sérstak- lega eftir þessum þáttum í mynd- unum mínum og er sérlega ánægt að sjá til að mynda þykkar konur í teikningu sem það sér ekki dags- daglega.“ Hægt er að fylgjast betur með Brimrúnu á Instagram, Facebook og Youtube undir nafninu Brim- Run. n Vill skapa eitthvað sem enginn hefur séð áður n Brimrún teiknar helst sterkar kvenfígúrur n Stefnir á að verða myndskreytir Út fyrir kassann Kristín Tómasdóttir skrifar Sterkar kvenfígúrur Brimrún teiknar gjarnan sterkar kvenfígúrur og undirstrikar mismunandi vaxtarlag þeirra, litarhaft og útlit. Brimrún Birta Hana dreymir um að vinna með teikningarnar sínar og leyfa fólki að njóta þeirra. „Ég byrja alltaf með skissu og svo ræðst það af heildar- myndinni hvers konar manneskju ég teikna.nýjar vörur í hverri viku alltaf eitthvað nýtt og spennandi Bæjarlind 1-3 - 201 Kópavogur - Sími: 571 5464 Sjáðu úrvalið á www.tiskuhus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.