Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 32
Páskablað 22.–29. mars 201632 Fréttir Þ etta er alveg eins og fiskur,“ sagði Ingibjörg Kristjáns- dóttir um eitt af þeim páskaeggjum sem henni bauðst að smakka á árlegri páskaeggjasmökkun barnanna hér á DV. Móðir Ingibjargar benti reyndar á að Ingibjörgu fyndist fiskur bara ágætur svo það ætti ekki að taka dómi hennar sem lasti. DV boðaði til sín fimm börn á aldrinum fimm til þrettán ára til að taka þátt í páskaeggjasmökkun. Að þessu sinni brögðuðu börnin á 12 ólíkum páskaeggjum frá þremur framleiðendum, Góu, Freyju og Nóa Síríus. Úrvalið af páskaeggjum þetta árið er umtalsvert eins og á liðnum árum, en tekin var sú ákvörðun að biðja börnin um að segja álit sitt á hreinum súkkulaði- eggjum frá öllum framleiðendum, lakkríseggjum frá öllum framleið- endum og svo sérstökum eggjum, einu frá hverjum framleiðanda. Vert er að benda á að eldri dóm- nefnd kvað einnig upp dóm sinn í helgarblaði DV en þar reyndist dómnefndin, sem skipuð var er- lendum skákmönnum, kunna best að meta páskaeggið frá Nóa Síríus. Börnin voru óneitanlega bæði ein- lægari og óheflaðri í dómum sín- um en skákmeistararnir. En barna- dómnefndin var þó hjartanlega sammála erlendu dómnefndinni. Eggið frá Nóa Síríus reyndist vera það sem var hvað óumdeildast hjá börnunum sem sögðu það vera bragðgott, með sætu eftirbragði. Skemmtileg vinna Smökkunin fór þannig fram að börnin smökkuðu bara súkkulaði- eggin. Sælgætið og umbúðir voru fjarlægðar og eggin sett á diskar og skálar. Þau fengu svo brot til að smakka og þess var gætt að ef súkkulaðið var til dæmis með lakk- rís, þá fengju börnin bita með lakk- rís. Börnin sögðu svo skoðun sína og skrifuðu hana ýmist sjálf niður eða fengu aðstoð fullorðinna að- stoðarmanna sem fengu sjálf- ir ekki að smakka eggin fyrr en eftir að börnin höfðu kveðið upp dóm sinn. Þetta var mikið þrek- virki, enda ekkert grín að smakka tólf páskaegg, en þau stóðu sig með mikilli prýði og kann DV þeim bestu þakkir. Dómnefndina skipuðu systurnar Ingibjörg og Lára Daníela Kristjáns- dætur. Lára Daníela er sex ára en Ingibjörg er níu ára. Þær eru báðar í Háaleitisskóla, Sara Sigurvinsdóttir, 5 ára, í leikskólanum Grandaborg, Ísarr Logi Arnarsson, 6 ára, í Folda- skóla og Jóhann Ægir Arnarsson, 13 ára nemandi í Víðistaðaskóla. Jó- hann Ægir var aldursforseti og því formaður dómnefndar. Honum fannst Draumaeggið frá Freyju langbest og sagði: „Mjög gott – bara fullkomið.“ Hann benti einnig á að það væri nú ekki leiðinleg vinna að fá að smakka páskaegg og eflaust eftirsóknarvert að fá fastráðningu við slíkt. Lakkrísinn alltaf umdeildur Eins og undanfarin ár voru lakk- ríseggin umdeild. Börnunum bar alls ekki saman um ágæti þeirra. Láru Daníelu fannst hreint út sagt skelfileg lífsreynsla að vera látin bragða þau, en Söru og Jóhanni Ægi fannst þau alveg sérstaklega góð. „Mér fannst þetta ekki gott, ég fann lakkrísbragð,“ sagði Lára og gretti sig ógurlega þegar hún smakkaði eitt lakkríseggjanna. Söru fannst hins vegar lakkríseggin upp til hópa afskaplega góð. „Ég veit hvað mér finnst best við þetta og það er lakk- rísinn, mjög, mjög gott,“ sagði hún um Góu Appolo-eggið. Ísari Loga fannst svo Nóa Lakkríseggið vera best af þeim öllum. Klofnaði Dómnefnd barnanna klofnaði einnig þegar kom að eggjum með hrísi eða kexi. Söru fannst eggin sem voru með Hrauni, Nóa kroppi og Ríseggið ekki góð. „Mér finnst svona kex ekki gott,“ sagði hún ákveðin. Jóhanni Ægi fannst þó Nóa Kroppseggið bæði vera góð blanda af rís og súkkulaði. Lára Daníela lá ekki á skoðunum sínum og var sam- mála Jóhanni Ægi, en Freyju Rís- eggið átti ekki upp á pallborðið hjá henni. „Ojj, ógeðslegt bragð,“ sagði hún. „Þetta er gott“ Sem áður sagði var það venjulega páskaeggið frá Nóa Síríus sem var óumdeilt hjá dómnefndinni. Hún var hins vegar ekki sammála um önnur hrein egg. Söru fannst til dæmis venjulegt páskaegg frá Góu alveg ljómandi gott, en Láru Daníelu fannst það mjög vont. Öllum nema Ísari Loga fannst hreina eggið frá Freyju afar slæmt, en hann sagði einfaldlega: „Þetta er gott.“ Frekar ósammála Þar sem dómnefndin var ósammála í næstum öllum atriðum tók blaða- maður ákvörðun um að raða eggj- unum ekki upp í neina ákveðna röð eftir styrkleika, en þeir sem eru áhugasamir um hreinskiptna dóma barnanna geta lesið þá óritskoðaða hér til hliðar, en börnin segja venju samkvæmt nákvæmlega það sem þeim finnst. n „Þetta er alveg eins og fiskur“ n Páskaeggið frá Nóa Síríus var best að mati barnadómnefndar DV Góa egg Lára Daníela: „Ekki gott – ógeðslegt bragð.“ Ingibjörg: „Gott.“ Jóhann Ægir: „Svolítið þykkt – of sætt.“ Sara: „Gott, það er smá ísbragð að þessu.“ Ísarr Logi: „Ekki gott.“ Góa Appoloegg Lára Daníela: „Ekki gott, vil ekki lakkrís og það er skrítið bragð.“ Ingibjörg: „Rosavont.“ Jóhann Ægir: „Þykkt og mikið lakkrís- bragð.“ Sara: „Ég veit hvað mér finnst best við þetta og það er lakkrísinn“ Ísarr Logi: „Ekki gott – verst af öllum.“ Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Dómnefndin Jóhann Ægir Arnarson, 13 ára Lára Daníela Kristjánsdóttir, 6 ára Ingibjörg Kristjánsdóttir, 9 ára Ísarr Logi Arnarsson, 6 ára Sara Sigurvinsdóttir, 5 ára Þau smökkuðu þessi egg n Góa egg n Góa Appoloegg n Góa fylltur lakkrís n Góa Hraun n Freyja Ævintýraegg n Freyja Draumur – Lakkrísegg n Freyja egg n Freyja Rísegg n Nóa Lakkrísegg n Nóa Síríus egg n Nóa Karmelluegg n Nóa Kroppsegg „Svakalega gott!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.