Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 16
Páskablað 22.–29. mars 201616 Fréttir Þ votti á húsagötum Reykja- víkurborgar verður hætt á þessu ári samkvæmt ákvörðun Umhverfis- og skipulagssviðs Reykja- víkurborgar. Um er að ræða breytingar á svokallaðri vor- hreinsun borgarinnar sem fram fer í öllum hverfum í kjölfar þess að snjóa leysir og göturnar koma skítugar undan snjó. Aðgerðin sparar Reykjavíkurborg um 3,5 milljónir króna en reyndur verk- taki telur að borgarbúar verði mjög varir við aukinn óþrifnað í borginni og að loftgæði gætu versnað. Aðeins ein yfirferð „Þetta hefur verið með þeim hætti að göturnar eru fyrst forsópaðar. Síðan er farin seinni umferð þar sem send eru dreifibréf í hús og íbúar beðnir um að færa bíla sína af almennum svæðum gatnanna. Að lokum voru göturnar sópaðar aftur og þvegnar,“ segir Björn Ingvars- son, deildarstjóri Þjónustumið- stöðvar borgarlandsins. Breytingin mun fela í sér að göturnar verða aðeins sópaðar vel og vandlega einu sinni en ekki þvegnar. Að- spurður um sparnaðinn af því að götuþvotturinn verði aflagður seg- ir Björn: „Það er áætlað að um 3,5 milljónir sparist.“ Aukinn óþrifnaður DV hafði samband við Lárus Kristinn Jónsson, framkvæmda- stjóra Hreinsi- tækni, sem séð hefur um þrifin til þess að fá frekari útskýringar á því hverjar afleiðingarnar yrðu. „Að mínu mati er verið að spara aurinn en kasta krónunni og mér finnst einkennilegt að Reykjavíkurborg hafi ekki kynnt þessa ákvörðun betur. Vatnsþvotturinn gerir að verkum að göturnar verða tandur- hreinar, hann tekur ryk og sand úr götukantinum, sem sópurinn hefur ekki náð til. Síðan er drullunni sópað upp. Ég held að borgarbúar og ferðamenn sem hingað koma muni verða mjög varir við aukinn óþrifnað,“ segir Lárus. Að hans mati verða hverfi eins og gamli Vesturbærinn, Þingholtin og Norðurmýrin verst úti enda margar göturnar þröngar og mikið um kyrrstæða bíla. „Þyrlast upp svifryk og sandur“ Það eru ekki aðeins göturnar sem verða ekki þrifnar heldur nær ákvörðunin einnig til göngustíga og trappa. „Við höfum þvegið gangstéttir, sem eru 60 sentimetrar að breidd, sem sóparnir hafa ekki komist upp á. Við smúlum þær með vatni þannig að skíturinn lekur niður á göturnar og þar er þessu sópað upp. Ég get ekki betur skilið en að þessum þvotti verði einnig hætt,“ segir Lárus. Að hans mati mun ákvörðunin að öllum líkindum hafa áhrif á loftgæði í borginni. „Maður getur ímyndað sér það, að þegar hvessir þá þyrlast upp svifryk og sandur.“ Sveigjanlegra hjá smærri sveitarfélögunum Þrif á götum Reykjavíkurborgar hefur verið í föstum skorðum undanfarin ár að vori og hausti. Höfuðborgin hefur verið eina sveitarfélagið sem stundar reglulegan götuþvott en í öðrum sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu hefur götuþvottur verið eftir atvikum og þörfum. „Það gerist ekkert yfir annað yfir sumarið hjá borginni. Önnur sveitarfélög eru hins vegar að þrífa götur eins og þörf er á, yfir allt sumarið. Við fáum reglulega lista frá þeim með kannski tíu götum sem þurfa yfirhalningu. Þrifin eru því með mun sveigjanlegra fyrirkomulagi hjá smærri sveitarfélögunum,“ segir Lárus. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Maður getur ímyndað sér það, að þegar hvessir þá þyrlast upp svifryk og sandur. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar ákveður að hætta þvotti á húsagötum „Borgarbúar munu verða varir við aukinn óþrifnað“ Sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Opnunartími: Virka daga frá kl. 8.30-18.00 Laugardaga frá kl. 10.00-14.00 Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Mekka íssins Erum í miðbæ Hveragerðis Ís í vél, 4 tegundir | Kúluís Pinnaís | Krap | Bragðarefur Ísfrappó | Sælgæti | Franskar Samlokur | Gos | Snakk Bland í poka | Pylsur | Kaffi Opnunartími mán-fim 10 - 21 / fös 10 - 22 lau 12 - 22 og sun 12 - 21 Breiðamörk 10, Hveragerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.