Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Blaðsíða 50
Páskablað 22.–29. mars 201642 Fólk Mikilvægasta málið Píratar eru að mælast stærsta stjórn- málaaflið í skoðanakönnunum. Hugnast þér það? „Mér finnst dáldið gaman að Pírötum en ég veit ekki hvað þeir eru. En það er þannig með marga hluti sem mér finnst gaman að. Ég veit ekki almennilega hvað það er. Ég held að stór hundraðshluti af þeirra fylgi eigi rætur sínar í því að menn eru búnir að fá nóg af gömlu fjórflokkunum og vilja ekki þeirra kerfi og leiti þar af leiðandi á ein- hvern stað þar sem er ekkert kerfi. Ég held að Píratar yrðu fyrstir til að viðurkenna að þeir eigi eftir að setja saman stefnuskrá sem hægt sé að reiða sig á. En þetta er kraftmikið, duglegt fólk og ég vona að Píratar verði jákvætt pólitískt afl í íslensku samfélagi. Ég hef fulla trú á því að þeir verði það.“ Hvað myndi sósíalistinn Kári Stefánsson kjósa ef kosið væri til Alþingis í dag? „Ég get ekki svarað þessari spurn- ingu. Ég er ekkert yfir mig hrifinn af því hvernig stjórnmál eru að skipast í íslensku samfélagi, akkúrat núna. Við skulum orða það þannig að það yrði sá stjórnmálaflokkur sem tekur heilbrigðismálin í sitt fang. Sá for- maður stjórnmálaflokks sem seg- ir: Ég ætla að gera kröfuna í þessari undirskriftasöfnun að baráttumáli mínu, hann er formaður þess flokks sem ég ætla að kjósa. Ég lít svo á að heilbrigðismálin séu mikilvæg- asti málaflokkurinn í dag. Og ég tel að það gefi góða vísbendingu um það hvernig stjórnmálaflokkur ætl- ar að hlúa að almenningi í þessu landi, hvernig hann vill halda á heilbrigðis málum.“ Sigmundur verður að endurheimta gleðina Kári, hvað viltu ráðleggja Sigmundi að gera í þessu máli og út frá ykkar samskiptum? „Hann verður að endurheimta gleðina. Ég er alveg handviss um að ef hann endurheimtir gleðina, verður kátur og glaður, þá verður hann aftur þetta góða afl í íslenskri pólitík. Það er ekki hægt að fara í gegnum þetta með fýlusvip og vera sífellt að kvarta, veina og væla. Það er ekki sæmandi fertugum manni sem er forsætisráðherra. „The world is his oyster“. Hvernig getur hann látið eins og heimurinn sé vondur við hann. Ég bara skil þetta ekki.“ Langar þig ekki til að stíga inn á pólitíska svið … „Nei. Ég er erfðafræðingur. Ég er handviss um …“ Flugfreyja hefur verið forsætisráð- herra? „Já, mig langar heldur ekki til að verða flugfreyja.“ Ygglibrúnin er horfin út í veður og vind. Við hlæjum innilega. Hann reynir að sækja á nýjan leik alvarleik- ann sem hann er iðulega umlukinn. Skoðaði sýni úr sjálfum sér „Ég hef svo gaman af vinnunni minni. Ég fæ að taka þátt í því að gera uppgötvanir næstum því á hverjum degi. Við erum enn þá sú „ operation“ í mannerfðafræði í heiminum sem er að skila mestum árangri. Þetta er sú hlið „biologiunnar“ sem er hvað framsæknust. Ég lít svo á að ég sé for- réttindamaður. Að fá að vinna með öllu þessu stórkostlega fólki niðri í Vatnsmýri er ólýsanlegt. Af hverju ætti ég að vilja fara þaðan í að vera einhver pólitíkus?“ Kári! Hefur þú einhvern tíma tekið sýni úr sjálfum þér og rannsakað? „Já. Erfðamengi mitt hefur verið raðgreint úr DNA sem annars vegar hefur verið einangrað úr blóði mínu og hins vegar sem var einangrað úr skafi úr kinninni á mér. Þannig að allt erfðamengi mitt hefur verið rað- greint tvisvar.“ Ertu eðlilegur? „Erfðamengi mitt reyndist ekkert sérstaklega merkilegt að skoða. Það er í raun miklu auðveldara að kom- ast að raun um eðli manns með því að ræða við hann í fimm mínútur en með því að skoða erfðamengi hans. Að vísu kom í ljós að ég er með eina stökkbreytingu sem veldur svolitlum heilsufarslegum vanda, en ég ætla ekki að fara út í það nánar. En það kom mér á óvart þegar það var staðfest. Við erum öll hönnuð þannig að endan- lega þá deyjum við. Það er nauðsyn- legt svo dýrategundin geti lifað áfram að einstaklingurinn deyi. Við erum hönnuð þannig að það bregst ekki.“ Hann hlær og það glampar á augun. „Það bregst alls ekki, sko.“ Veist þú úr hverju þú munt deyja? „Nei. Ég veit það ekki. Guði sé lof. Ég hef ekki grænan grun.“ Drepur það ekki í manni trúna og eitthvað fleira þegar verið er að krukka í þessar grunnupplýsingar? „Nei. Síður en svo. Það er svo langt í frá. Það er til dæmis staðreynd að vís- indi eins og þessi rekast áfram miklu meira af tilfinningu en rökhugsun. Það er staðreynd að hvernig menn nota tilfinningar í starfi sem vísinda- menn skiptir sköpum, ekki síður en í list. Það er ekkert í svona vinnu sem mér finnst drepa hjá mér rómantíska sýn á tilveruna. Bara alls ekki.“ En guð? Trúir þú á hann? „Steingrímur Thorsteinsson sagði einhvern tímann: Trúðu á tvennt í heimi Tign sem hæsta ber Guð í alheims geimi Guð í sjálfum þér. Mér finnst þetta mjög flott trúar- setning. Við eigum að trúa á kærleik- ann í okkur sjálfum og öllu í kringum okkur. Það nægir mér.“ Þannig að svarið er nei. „Ef guð væri karakter sem situr uppi í himninum og horfir niður hvössum augum, ætti ég erfitt með að trúa á hann. Ég trúi hins vegar á mik- ilvægi kærleikans í öllu. Ég lít ekki á það sem óæðri trú á nokkurn hátt.“ n BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR Bíldshöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 587 6688 fanntofell@fanntofell.is | Finndu okkur á Facebook Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum frá árinu 1987 Hráefnið sem notað er til framleiðslu er allt gæðavörur, harðplast HPL, akrílstein, Fenix NTM og límtré. Erum með mikið úrval efna, áferða og lita. Framleiðum eftir óskum hvers og eins. HARÐPLAST OG AKRÍLSTEINN Viðhaldsfrítt yfirborðsefni með mikla endingu og endalausa möguleika í hönnun. Upplitast ekki, dregur ekki í sig lit, raka, óhreiningi eða bakteríur. FENIX Nýtt fingrafarafrítt yfirborðsefni með einstaka eiginleika og silkimjúka viðkomu. Efnið er mjög álagsþolið, upplitast ekki og hefur baktreríudrepandi eiginleika. „Það er ekki hægt að fara í gegnum þetta með fýlusvip og vera sífellt að kvarta, veina og væla. „Mér finnst dáldið gaman að Pírötum en ég veit ekki hvað þeir eru Frítt heilbrigðiskerfi Kári Stefánsson telur óhæfu að fólk þurfi að draga upp kreditkort á slysavarðsstofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.