Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 20
Helgarblað 2.–5. september 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Viðskiptablaðið boðar ekki jafnaðarstefnuna, öðru nær. Leiðari Viðskiptablaðsins Ofurbónusar og staðreyndir Dagur næstur á lista Kára? Kári Stefánsson hefur í alllangan tíma farið mik- inn í greinaskrif- um sínum. Lengi vel beindi hann spjótum sínum einkum að Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni, formanni Framsóknar- flokksins, en hefur undanfarið sent Bjarna Benediktssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins, hverja eitraða pilluna á fætur annarri. Í síðustu grein Kára, sem birtist í Fréttablaðinu, beinir hann orðum sínum til Bjarna og segist ætla að gera allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir að þjóðin kjósi núverandi stjórnarflokka. Í grein- inni tekur Kári á sig smákrók til að hundskamma borgarstjórann, Dag B. Eggertsson, sem „sættir sig ekki við að leikskólabörn í hans um- dæmi fái ekki almennilega nær- ingu á meðan borgin eyðir fé í að mjókka Grensásveg fyrir hjólreiða- menn“. Gárungarnir velta því fyrir sér hvort Dagur sé næstur á lista hins ritglaða og hvassyrta Kára sem muni hlaða í nokkrar beittar greinar um hann. Þorbjörg til Viðreisnar Orðrómur er á kreiki þess efnis að Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir munu taka sæti á lista Viðreisnar, en ekki hefur það fengist staðfest. Hins vegar er stað- fest að Þorbjörg Sigríður Gunn- laugsdóttir verði í einu af efstu sæt- unum á lista Viðreisnar í Reykja- vík. Þorbjörg er deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst en var áður saksóknari hjá ríkissak- sóknara. Framboð hennar getur ekki annað en styrkt flokkinn enda sérlega hæf kona þarna á ferð. Myndin Landið mótað Garðabær er umlukinn ósnortinni náttúru, hrauni, lyngi og villtum íslenskum dýrum. Við Urriðaholt rísa byggingar þar sem maðurinn finnur sér leið á lengra inn í landslagið, eins og reyndar alltaf áður. mynD SiGtryGGur Ari Tilboð þér að kostnaðarlausu Uppl. í síma: 820 8888 eða markmid@markmid-ehf.is ALHLIÐA FASTEIGNAVIÐHALD Smíðavinna · Pípulagnir · Raflagnir Málningavinna · Múrvinna · Flísalagnir Hellulagnir · Jarðvinna · Lóðavinna Ég var dæmdur fyrir dugnað. Árni Johnsení viðtali við Sigmund Erni Rúnarsson. – Hringbraut My bad Guðni th. Jóhannesson, til körfuboltamannsins Kristófers Acox. – DV Ó hætt er að segja að fall bank- anna og þær efnahags- hremmingar sem fylgdu í kjölfar fjármálaáfallsins hafi komið misjafnlega nið- ur á íslensku launafólki. Fyrir þá Ís- lendinga sem völdust til starfa fyr- ir slitabú gömlu bankanna, hvort sem um var að ræða slitastjórnir og eða starfsfólk á plani, hefur banka- hrunið nefnilega reynst lottóvinn- ingur. Og hann heldur aðeins áfram að gefa af sér. Að undanförnu hefur DV upplýst um umfangsmikil bónuskerfi sem eignarhaldsfélög, stofnuð utan um eignir föllnu bankanna, hafa samþykkt og opna á þann möguleika að lítill hópur stjórnenda og lykilstarfsmanna getið fengið samtals milljarða króna í bónusgreiðslur á komandi árum. Í einhverjum tilfelllum gætu sumir íslenskir stjórnendur, meðal annars hjá LBI eignarhaldsfélagi (gamli Landsbankinn), átt í vændum hundruð milljóna í bónus á mann takist þeim að hámarka endurheimtur erlendra kröfuhafa félagsins. Slíkar bónusgreiðslur eru ekki einsdæmi hér á landi. Í lok síðasta árs fékk hópur starfsmanna eignaumsýslufélagsins ALMC, áður Straumur-Burðarás fjárfestingabanki, samtals yfir þrjá milljarða í sinn hlut í bónus. Meira en helmingurinn féll í skaut aðeins fimm stjórnenda, þar á meðal tveggja Íslendinga, sem fengu hver um sig á bilinu um 300 til 500 milljónir. Fréttir DV af ævintýralegum bónus greiðslum sem starfsmenn þessara eignarhaldsfélaga geta fengið hafa – skiljanlega – vakið hörð viðbrögð, bæði hjá almenningi og á Alþingi, enda er um að ræða fjárhæðir sem eiga sér enga skírskotun í íslenskan veruleika. Það er því ekki óeðlilegt að umræða, einkum út frá siðferðislegum sjónarmiðum, eigi sér stað um slíka bónusa til handa fáum starfsmönnum fyrir það eitt að sýsla með erlendar eignir kröfu- hafa. Sú umræða þarf samt að vera málefnaleg og grundvallast á staðreyndum. Það hefur svo sannarlega ekki verið reyndin á síðustu dögum – ekki síst hjá stjórmálamönnum sem gefa lítið fyrir hvað sé rétt og rangt núna þegar þeir í örvæntingu sinni keppast um atkvæði almennings í aðdraganda alþingiskosninga. Félögin þrjú sem áforma að greiða ríkulegar bónusgreiðslur á næstu árum – Kaupþing, LBI og Glitnir HoldCo – eru hvorki bankar né fjármálafyrirtæki. Þá eru þau sömu leiðis ekki slitabú, gömlu bankarnir luku enda allir nauðasamningum um síðastliðin áramót, heldur eignarhaldsfélög undir forræði kröfuhafa, sem eru að langstærstum hluta alþjóðlegir vogunarsjóðir. Hvorki stjórnendur né starfsfólk hinna nýju endurreistu viðskiptabanka höfðu aðkomu að ákvörðun um uppsetningu slíkra bónuskerfa – og því síður munu þeir fá nokkurn hlut í þeim mill- jarða bónusum sem kunna að verða greiddir út til lyikilstarfsmanna þessara eignarhaldsfélaga. Það ætti ekki að vera til of mikils mælst að jafnvel þingmenn og reyndir fjölmiðlamenn geri sér grein fyrir þessum einföldu atriðum. Í umræðum á Alþingi undanfarna daga hafa ýmsir sett fram furðulegar hugmyndir um hvernig megi „taka á þessum bankabónusum“, sem eru samt ekki bankabónusar, með því að beita lagasetningarvaldinu. Léttvæg atriði eins og að skattlagning þurfi að vera almenn og skattaandlagið ákveðið með hlutlægum hætti skipta engu þegar þingmenn irnir hafa tjáð skoðanir sínar á þessu máli. Ruglið náði líklega hámarki þegar þingmaður Framsóknarflokksins sagðist vilja allt að 98% skatt – af hverju ekki 99%? – á slíkar bónusgreiðslur. Fáir hafa hins vegar vakið máls á því að þeir Íslendingar sem munu fá bónusa í sinn hlut þurfa að greiða 46,25% hátekjuskatt af þeim eins og um sé að ræða launatekjur. Sumir kynnu að kalla það ofurskattlagningu. Þótt þeir séu margir sem hneykslist á þessum bónusgreiðslum – og það er svo sannarlega ekki skortur á slíku fólki eftir fjármálaáfallið – þá eru takmörk fyrir því hversu langt löggjafarvaldið getur gengið í því að hafa afskipti af einkaréttarlegum samningum fyrirtækja. Í tilfelli fjármálafyrirtækja, sem sýsla með innlán almennings, gilda önnur rök og því mega þau ekki greiða meira í bónus til starfsmanna en sem nemur 25% af árslaunum þeirra. Reynslan hefur enda sýnt að óheftir kaupaukar í fjármálakerfinu ýta undir óhóflega áhættusækni til skamms tíma sem getur endað með skelfingu, ekki aðeins fyrir bankakerfið heldur hagkerfið í heild sinni. Þessi sjónarmið eiga aftur á móti ekkert við um starfsemi eignarhaldsfélaga gömlu bankanna. Hér er ekki ætlunin að mæla sérstaklega fyrir ofurbónusum en takist alþingismönnum ætlunarverk sitt, að því er virðist, um að koma í veg fyrir þessar bónusgreiðslur til Íslendinga þá er ljóst að ríkið kann að verða af meira en milljarði króna í formi skattgreiðslna. Þess í stað myndu fjármunirnir skila sér í auknum endurhemtum erlendra vogunarsjóða og ríkið fengi ekki krónu í sinn hlut. Þetta er staðreynd. Og af umræðunni að dæma virðist sem svo að stór hluti þjóðarinnar verði ekki sáttur með neitt nema þá niðurstöðu. n Leiðari Hörður Ægisson hordur@dv.is „Ruglið náði líklega hámarki þegar þingmaður Framsóknar- flokksins sagðist vilja allt að 98% skatt – af hverju ekki 99%? – á slíkar bón- usgreiðslur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.