Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 41
Helgarblað 2.–5. september 2016 Fólk 37 Fórnarlamb FbI Leik- konan Jean Seberg lék í fyrstu kvikmynd sinni árið 1957 og var þar í hlutverki Jóhönnu af Örk. Hlutverkunum fjölgaði og frægðin lét ekki á sér standa. Seberg var vinstri sinnuð og komst á skrá hjá FBI sem lak þeirri fölsku frétt í fjöl- miðla að blökkumaður í samtökunum Svörtu pardusunum væri faðir barns sem hún bar undir belti en ekki eiginmaður hennar, rithöfundurinn Romain Gary. Fréttin komst í heimspressuna og varð til þess að leikkonan reyndi að fyrirfara sér. Í kjölfarið missti hún fóstur. Árið 1979 hvarf Seberg og lík hennar fannst tólf dögum síðar í bíl hennar. Hún hafði tekið töflur. Meðal þeirra sem mættu í útför hennar voru Jean Paul Sartre og Simone Beauvoir. Fyrrverandi eigin- maður Seberg, Romain Gary, fyrirfór sér ári eftir lát hennar. Hann hafði ætíð haldið því fram að ófrægingarherferð FBI gegn leikkonunni hefði bugað hana andlega. barnshaFandI stjarna Litríkt einkalíf leikkonunn- ar Lupe Velez var stöðugt umfjöllunarefni fjölmiðla á sínum tíma. Þessi skapríka leik- kona átti í ástarsamböndum við Charlie Chaplin, Clark Gable, Gary Cooper, boxarann Jack Dempsey og rithöfundinn Erich Maria Remarque og var um tíma gift leikaranum Johnny Weissmuller sem er frægasti Tarzan allra tíma. Leikkonan framdi sjálfsmorð árið 1944 en ýmislegt er á huldu um atburðarásina. Að sögn var leikkonan, sem var ógift, barnshafandi og í miklu tilfinningalegu uppnámi vegna þess. Einhverjir telja að hún hafi ekki treyst sér til að fæða óskilgetið barn en aðrir segja að hún hafi síðasta árið þjáðst af geðsjúkdómi sem hafi tekið öll völd. Marilyn Monroe sagði eitt sinn að draumur sinn hefði verið að verða alveg eins og Lupe Velez. sjálFsmorð, slys eða morð? Við setjum Marilyn Monroe á listann en þó með smá fyrirvara. Hún fannst látin á heimili sínu í Los Angeles í ágústmánuði 1962, 36 ára gömul. Hún hafði tekið inn stóran skammt af töflum. Talið var langlíklegast að hún hefði framið sjálfsmorð. Einhverjir telja þó að stjarnan hafi ekki ætlað að fyrirfara sér heldur tekið í slysni of stóran skammt deyfilyfja. Ýmsir telja að Monroe hafi verið myrt vegna vinskapar síns við John og Robert Kennedy en hvað sem öllum samsær- iskenningum líður þá hefur alls ekkert sannast í þeim efnum. Þeir sem hafa rannsakað málið hvað mest og af yfirvegun segja kenningar um morð vera hina mestu fjarstæðu. Fæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu.www.provision.is Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður. AUGNVÍTAMÍN Augnheilbrigði Við aldursbundinni augnbotnahrörnun Allt til ræktunar og fullt af fíneríi fyrir heimilið og bústaðinn HÖFÐABAKKA 3 / 110 REYKJAVÍK / SÍMI 587 2222 / litlagardbudin.is / Við erum á Facebook

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.