Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 33
Helgarblað 2.–5. september 2016 Sport 29 Eftirsóttir um alla Evrópu Ellefu EM-farar skiptu um félag í sumar U m helmingur þeirra leik- manna sem fóru fyrir Ís- lands hönd á EM hafa skipt um félag í sumar. Ellefu leik- menn af tuttugu og þremur hafa, þegar þetta er skrifað, skrifað undir samninga við ný félög. Íslenska landsliðið kom liða mest á óvart á EM og komst alla leið í 8 liða úrslit. Eftir því sem EM vatt fram jó- kst hróður íslenskrar knattspyrnu. Eftir sigurleik Íslands á Englandi í 16 liða úrslitum sagði Heimir Hall- grímsson landsliðsþjálfari að sigur- inn hefði gríðarlega mikla þýðingu fyrir íslenska knattspyrnu. „Þeir eru að gengishækka íslenskan fótbolta gífurlega með þessum sigri og það eiga allir eftir að finna fyrir því. Allir íslenskir leikmenn, öll íslensk félög og allt íþrótta- og fótboltalíf á Íslandi. Þeir eru búnir að gera okkur gríðar- legan greiða, þessir strákar.“ Frammistaðan opnaði augu fé- laga um alla Evrópu á íslenskum leik- mönnum. Því var spáð, þegar þátt- töku Íslands á EM lauk, að íslenskir leikmenn myndu ganga kaupum og sölum. Sú hefur sannarlega orðið raunin, eins og sjá má hér til hlið- ar, þar sem fjallað er um þá EM-leik- menn sem hafa skipt um félög að undanförnu. Hafa ber í huga að fleiri leikmenn en þeir sem fóru á EM eru eftirsóttir. Þannig var markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar, Við- ar Örn Kjartansson, svo dæmi sé tek- ið, keyptur til Maccabi Tel Aviv frá Malmö í vikunni. n Arnór Ingvi Traustason Aldur: 23 ára Fór frá: Nörrköping Fór til: Rapid Vín Gekk til liðs við austurríska liðið í maí, áður en EM hófst, eftir frábært gengi í Svíþjóð og í nokkrum leikjum með landsliðinu. Arnór, sem skoraði einmitt sigurmarkið gegn Austurríki á EM, er orðinn fastamaður í liði sínu og búinn að skora mark. Byrjunin lofar góðu upp á framhaldið. Hannes Þór Halldórsson Aldur: 32 ára Fór frá: NEC Nijmegen Fór til: Randers Hannes var stórkostlegur á EM, eins og hann hefur verið með landsliðinu undanfarin ár. Margir bjuggust við að hann færi í eina af stærri deildunum. Hann gekk þó til liðs við Randers í Danmörku og hefur spilað frábærlega. Liðið fær sjaldan á sig mörk og er í toppbaráttunni. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Ætlum að halda okkur við fótboltann“ U21-liðið leikur tvo mikilvæga útileiki næstu daga Þ eir hleypa leikjum sínum upp í baráttu og slagsmál,“ segir Eyjólfur Sverrisson um næstu andstæðinga íslenska U21 landsliðsins í knattspyrnu. Liðið á fyrir höndum tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM. Í dag leikur liðið gegn Norður-Írum en þeir verma botnsætið í firnasterkum riðli. Eina stig þeirra í mótinu fengu þeir fyr- ir að ná jafntefli við Ísland hér á heimavelli. Á þriðjudaginn leika strákarnir við Frakka úti, en þeir verma toppsætið í riðlinum. Eini ósigur Frakka til þessa í riðlinum kom gegn Íslendingum hér heima. Eyjólfur, sem er í viðtali við Youtube-síðu KSÍ, segir að staðan í riðlinum gefi ekki rétta mynd af getu Norður-Íra. Þeir hafi á að skipa öfl- ugu liði. Hann býst við mikilli bar- áttu í leiknum. „Við ætlum að halda okkur við fótboltann og vera fljótir að færa boltann á milli vallarhelm- inga þannig að við náum að brjóta þá á bak aftur,” segir Eyjólfur. Hann segir að Ísland hafi feng- ið færi til að vinna fyrri leik liðanna, á heimavelli, en að þau hafi ekki nýst. Það verði að breytast í leikn- um í kvöld. „Þetta er mjög jafn rið- ill og mikið af jafnteflum þannig að við ætlum okkur að ná efsta sætinu og komast beint í úrslitakeppnina.” Ísland á fjóra leiki eftir í riðlin- um en í október mætum við Skotum og Úkraínumönnum. Báðir leikirnir fara fram á Íslandi. n baldur@dv.is LIÐ LEIKIR STIG Frakkland 7 14 Ísland 6 12 Makedónía 7 12 Skotland 6 8 Úkraína 6 4 Norður-Írland 6 1 FÁKASEL - FYRIR ALLA Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.is | símI: 483 5050 matur, drykkur og skemmtun Við tökum upp söngvara, hljóðfæraleikara, hljómsveitir, hljóðbækur, og margt fleira Stúdíó NORN Síðumúla 17, 108 Reykjavík • Sími 561 7200 • studionorn.is • facebook.com/studionorn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.