Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 10
Helgarblað 2.–5. september 201610 Fréttir Þetta er forstjóri Íslands E ftir að Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur var vikið úr stöðu forstjóra trygginga- félagsins VÍS á mánudag og Jakob Sigurðsson ráð- inn í starfið situr engin kona í for- stjórastóli félaganna sextán sem skráð eru í Kauphöll Íslands. En hvernig er þá hinn dæmigerði for- stjóri á Íslandi í dag? Til að svara því tók DV saman upplýsingar um forstjórana sextán og með því að bera saman tölfræði og meðaltöl þeirra má sjá hvað einkennir For- stjóra Íslands. Eftir tíðindi vikunnar er ljóst að Forstjóri Íslands er karlmaður. Hann er að meðaltali rétt rúmlega fimmtugur og menntaður í við- skiptafræði. Hann hefur verið for- stjóri í rúm sex ár og þénaði tæp- ar fimm milljónir króna á mánuði í fyrra samkvæmt ársreikningum. Þá er líklegast að hann sé búsettur ýmist í Garðabæ, miðborg Reykja- víkur eða Grafarvogi. n n Sextán karlar mynda forstjóraklúbbinn í Kauphöll Íslands n Þetta einkennir hinn dæmigerða forstjóra Þetta eru forstjórar Íslands Síminn Forstjóri: Orri Hauks- son Aldur: 45 ára Forstjóri síðan: 2013 Menntun: Vélaverkfræðing- ur frá Háskóla Íslands og MBA frá Harvard Business School. Mánaðarlaun 2015: 3,35 millj- ónir króna. EIK fasteignafélag Forstjóri: Garðar Hannes Friðjóns- son Aldur: 45 ára Forstjóri síðan: 2002 Menntun: BA- gráða í heimspeki frá Háskóla Íslands, MBA-gráða frá Uni- versity of Salford, Englandi. Mánaðarlaun 2015: 2,75 milljónir króna. Reitir fast- eignafélag Forstjóri: Guðjón Auðunsson Aldur: 53 ára Forstjóri síðan: 2010 Menntun: Rekstrar- hagfræðingur Mánað- arlaun 2015: 3,95 milljónir króna. HB Grandi Forstjóri: Vilhjálm- ur Vilhjálmsson Aldur: 62 ára Forstjóri síðan: 2012 Menntun: Útskrifaður úr Verslunarskólanum, farmannapróf frá Stýrimanna- skólanum, útgerðartækni- próf frá Tækniskólanum. Mánaðarlaun 2015: 3,55 milljónir króna. Sjóvá- Almennar Forstjóri: Hermann Björnsson Aldur: 53 ára Forstjóri síðan: 2011 Menntun: Embætt- ispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Mánað- arlaun 2015: 3,38 milljónir króna. N1 Forstjóri: Eggert Þór Kristófersson Aldur: 45 ára Forstjóri síðan: 2015 Menntun: Cand. oecon á endur- skoðunarsviði í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og löggiltur verðbréfamiðlari. Mánaðar- laun 2015: 3,65 milljónir króna. Tryggingamiðstöðin Forstjóri: Sigurður Við- arsson Aldur: 40 ára Forstjóri síðan: 2007 Menntun: BSc.-ráða í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Mánaðarlaun 2015: 3,64 milljónir króna. VÍS Forstjóri: Jakob Sig- urðsson Aldur: 52 ára Forstjóri síðan: Ágúst 2016 Menntun: B.S. í efnafræði frá Háskóla Íslands. MBA frá Kellogg-stjórnunarskólanum við Northwestern-háskóla í Illinois í Bandaríkj- unum. Mánaðarlaun forvera 2015: 3,28 milljónir króna. Vodafone Forstjóri: Stefán Sigurðsson Aldur: 43 ára Forstjóri síðan: 2014 Menntun: BSc- gráða í hagfræði frá Há- skóla Íslands, MSc.-gráða í hagfræði frá Kaupmanna- hafnarháskólanum. Mánaðar- laun 2015: 4,16 milljónir króna. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Forstjóri Íslands Kyn: Karlmaður Meðalaldur: 50,9 ár Menntun: Viðskiptafræði/ MBA/Cand. oecon. Fjöldi ára í forstjórastóli: 6,3 ár Mánaðarlaun að meðaltali: 4,9 milljónir króna. Búsettur: Garðabæ, miðbæ Reykjavíkur eða Grafarvogi. Samsett mynd úr andlitum nokkurra forstjóra Kauphallar- félaga. Klif ehf • Grandagarði 13, Reykjavík • Sími 552-3300 • www.klif.is Notendavænn góður filter á hjólum fyrir raf- suðureyk og ryk • Auktu framleiðni og gæði • Bættu strarfsumhverfið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.