Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Síða 8
Helgarblað 2.–5. september 20168 Fréttir Einu eggin á neytendamarkaði með löggilda vottun Lífrænu hænurnar hjá Nesbúeggjum • Fá lífrænt fóður • Fá mikið pláss • Njóta útiveru nesbu.is NESBÚ EGG 20%afsláttur Hönnun mánaðarins PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is Sumar kaupauki Sólgler með öllum gleraugum Index 1,5* Sjóngler PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is Sumar kaupauki Sólgler með öllum gleraugum Index 1,5* Sjóngler Nýtt nafn en sömu kvartanir Sverrir, sem áður hét Róbert, Guðmundsson auglýsir enn margvíslega þjónustu É g get staðfest að við höfum fengið margar kvartanir í sum- ar vegna starfshátta hans og framkomu. Það hefur ekki breyst með nýju nafni,“ seg- ir Már Guðmundsson, formað- ur Málarameistarafélagsins. Um er að ræða starfshætti Sverris Guð- mundssonar sem auglýsir þjónustu sína undir merkjum Málningar- þjónustu Róberts og ALS Húsaþjón- ustu. Hann kallaði sig áður Róbert. Að sögn Más fékk félagið ábendingu um að Sverrir hefði dreift auglýsingum um Seljahverf- ið í vikunni þar sem hann auglýsti málningarþjónustu sína. „Hann hefur engin tilskilin réttindi til þess að taka að sér slík verkefni. Við kærðum hann, enn eina ferðina, í vor. Það mál er bara fast í kerfinu og virðist ekkert ganga. Á meðan heldur hann óáreittur áfram og við erum í stökustu vandræðum með hvað við eigum til bragðs að taka,“ segir Már. Var áður þekktur sem Róbert Sverrir Guðmundsson var áður þekktur sem Róbert Guðmundsson en hann hefur hlotið átján dóma fyrir margvísleg brot. Sé leitað eft- ir kennitölu hans í þjóðskrá kem- ur aðeins fram nafnið Sverrir Guð- mundsson. Þann 21. maí 2015 var hann dæmdur fyrir brot á iðnað- arlögum með því að hafa á árun- um 2011 til 2014 í atvinnuskyni rek- ið starfsemi löggiltra iðngreina án þess að hafa fengið til þess leyfi og án þess að hafa meistara til forstöðu þegar hann tók að sér margs kon- ar verkefni og auglýsti starfsemina með opinberum hætti. Var Sverri gert að greiða 80 þúsund krónur í sekt eða sæta fangelsi í 6 daga. Í nóvember síðastliðnum komst deila Sverris við gjaldkera húsfé- lags í Lundarbrekku í hámæli. Sagði gjaldkerinn, Adda Guðrún Sigur- jónsdóttir, að Sverrir hefði vað- ið áfram með hótunum og dóna- skap. „Hann byrjar bara að öskra og þetta var hans taktík í öllum samtöl- um. Hann öskrar og skellir á,“ sagði Adda. Hefur ekki tekið að sér nein máln- ingarverkefni Sverrir vísar þessum ásökunum Mál- arameistarafélagsins á bug. „Þetta er ekki rétt. Ég hef ekki tekið að mér nein málningarverkefni,“ segir Sverr- ir í samtali við DV. Þegar blaðamaður ber undir hann hvort að það sé lygi að hann hafi auglýst slíka þjónustu í vik- unni þá vill hann ekki taka svo djúpt í árinni. „Ég get ekki sagt að það sé lygi en ég átti þarna nokkra miða og ákvað að henda þeim út til þess að eiga fyrir salti í grautinn,“ segir Sverrir og segir blaðamanni að hann taki að- eins að sér viðhaldsverkefni eins og að hreinsa rennur. „Ég var að auglýsa þá starfsemi mína. Það voru fjórir menn sem hringdu í gær og buðu mér máln- ingarverkefni en ég neitaði þeim öll- um. Ég má ekki taka að mér slík verk og þó að annað hafi verið á þessum miða þá get ég alveg neitað að taka að mér verkefni. Ég var bara að nýta aug- lýsingagildið,“ segir Sverrir. Hann neitaði því staðfastlega að hafa skipt um nafn. „Ég var skírð- ur Sverrir Róbert Guðmundsson og ég ræð alveg hvaða nafn ég nota. Ég hef ekki breytt um nafn. Þetta er ekki blaðamennska,“ segir Sverrir. n ritstjorn@dv.is Már Guðmundsson Sverrir Guðmundsson Mynd Facebook

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.